Lausnin vandfundin á Alþingi? 9. nóvember 2004 00:01 Lausn á kennaradeilunni virðist ekki vera að finna á Alþingi ef marka má þær umræður sem þar fóru fram utandagskrár á öðrum tímanum. Pétur Bjarnason Frjálslynda flokknum var málshefjandi og sagði hann ríkisstjórnina ekki geta setið aðgerðalausa hjá lengur á meðan börn þessa lands fá ekki notið menntunar vegna verkfalls kennara. Telur Pétur að sýnt hafi verið fram á máttleysi launanefndar sveitarfélaganna til að takast á við vandann og sagði ábyrgð menntamálaráðherra mikla. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði verkefni dagsins vera að bæta kjör kennara svo ásætttanlegt sé fyrir þá að sinna sínum mikilvægu störfum og án þess að slíkir samningar feli í sér ógnun við kærkominn stöðugleika. Hún vill að aðilar sitji við samingaborðið svo lausn fáist hið fyrsta. Össur Skarphéðinsson Samfylkingunni sagði ekkert að finna í ræðu menntamálaráðherra sem liðkað gæti fyrir lausn verkfallsins. Hjálmar Árnasson Framsóknarflokki fullyrti að samfélagið héldi kennarastéttinni að mörgu leyti í gíslingu. Hann vísar þar m.a. til yfirlýsinga frá ýmsum verkalýðsfélögum og samtökum þeirra. Kolbrún Halldórsdóttir Vinstri - grænum vakti athygli á því að kennarar lögðu fram viðræðuáætlun sína í janúar síðastliðnum og að samningarnir hafi verið lausir í mars. Auk þess hafi þeir lagt fram tilboð um samning til eins árs til að reyna að forða verkfalli en ekki hafi verið tekið í þá „útréttu hönd“. Hægt er að hlusta á brot úr umræðunum með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Lausn á kennaradeilunni virðist ekki vera að finna á Alþingi ef marka má þær umræður sem þar fóru fram utandagskrár á öðrum tímanum. Pétur Bjarnason Frjálslynda flokknum var málshefjandi og sagði hann ríkisstjórnina ekki geta setið aðgerðalausa hjá lengur á meðan börn þessa lands fá ekki notið menntunar vegna verkfalls kennara. Telur Pétur að sýnt hafi verið fram á máttleysi launanefndar sveitarfélaganna til að takast á við vandann og sagði ábyrgð menntamálaráðherra mikla. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði verkefni dagsins vera að bæta kjör kennara svo ásætttanlegt sé fyrir þá að sinna sínum mikilvægu störfum og án þess að slíkir samningar feli í sér ógnun við kærkominn stöðugleika. Hún vill að aðilar sitji við samingaborðið svo lausn fáist hið fyrsta. Össur Skarphéðinsson Samfylkingunni sagði ekkert að finna í ræðu menntamálaráðherra sem liðkað gæti fyrir lausn verkfallsins. Hjálmar Árnasson Framsóknarflokki fullyrti að samfélagið héldi kennarastéttinni að mörgu leyti í gíslingu. Hann vísar þar m.a. til yfirlýsinga frá ýmsum verkalýðsfélögum og samtökum þeirra. Kolbrún Halldórsdóttir Vinstri - grænum vakti athygli á því að kennarar lögðu fram viðræðuáætlun sína í janúar síðastliðnum og að samningarnir hafi verið lausir í mars. Auk þess hafi þeir lagt fram tilboð um samning til eins árs til að reyna að forða verkfalli en ekki hafi verið tekið í þá „útréttu hönd“. Hægt er að hlusta á brot úr umræðunum með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira