Barist hús úr húsi 9. nóvember 2004 00:01 Barist var hús úr húsi í Falluja í gær, á öðrum degi stórsóknar bandarískra og íraskra hermanna gegn vígamönnum sem hafa hreiðrað um sig í borginni. Bandaríkjaher beitir skriðdrekum, þyrlum og stórskotaliði gegn vígamönnum sem treysta á að vera snöggir í snúningum, koma nokkrum skotum á andstæðinga sína og hverfa svo á brott. Vígamenn komu sér fyrir í húsum og skutu þaðan á hersveitir sem sóttu fram, komu sér svo á brott og fundu sér annað skjól áður en bandarískar þyrlur og skriðdrekar jöfnuðu húsin við jörðu. Um leið og færi gafst á nýjan leik skutu þeir á hermenn þangað til tími var kominn til að leita skjóls annars staðar. Læknar kvörtuðu undan því að þá skorti hjálpargögn til að gera að sárum allra þeirra sem hafa þurft að leita sér hjálpar eftir að hafa orðið fyrir barðinu á bardögum. Gömlu kvikmyndahúsi var breytt í skurðstofu eftir að helsta sjúkrahús borgarinnar féll í hendur íraskra hermanna á mánudag. "Okkur skortir lyf, rafmagn, vatn og eldsneyti," sagði Hachem al-Issawi læknir. Talsmenn Bandaríkjahers sögðust hafa náð þriðjungi borgarinnar á sitt vald í gær. Vígamenn vísuðu því á bug og sögðu enn barist í útjaðri borgarinnar. Þeir óbreyttu borgarar sem enn eru eftir í borginni héldu sig flestir innandyra. Flestir flýðu borgina áður en árásin hófst á mánudag. Enn eru þó fjöldi manna, kvenna og barna í borginni, 30 til 60 þúsund að mati Bandaríkjahers, allt að hundrað þúsund að mati íraskra stjórnvalda. Í það minnsta þrettán létust í sprengjuárás við slysamóttöku eins stærsta sjúkrahúss Bagdad. Hryðjuverkamenn höfðu stolið lögreglubíl, hlaðið hann af sprengjuefnum, keyrt upp að sjúkrahúsinu og sprengt hann í loft upp. Árásin á vígamenn í Falluja hefur valdið deilum innan írösku bráðabirgðastjórnarinnar. Einn af flokkum súnní-múslima, Íslamski flokkur Íraks, hætti þátttöku í stjórninni í gær og ráðherra úr hans röðum sagði af sér. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Sjá meira
Barist var hús úr húsi í Falluja í gær, á öðrum degi stórsóknar bandarískra og íraskra hermanna gegn vígamönnum sem hafa hreiðrað um sig í borginni. Bandaríkjaher beitir skriðdrekum, þyrlum og stórskotaliði gegn vígamönnum sem treysta á að vera snöggir í snúningum, koma nokkrum skotum á andstæðinga sína og hverfa svo á brott. Vígamenn komu sér fyrir í húsum og skutu þaðan á hersveitir sem sóttu fram, komu sér svo á brott og fundu sér annað skjól áður en bandarískar þyrlur og skriðdrekar jöfnuðu húsin við jörðu. Um leið og færi gafst á nýjan leik skutu þeir á hermenn þangað til tími var kominn til að leita skjóls annars staðar. Læknar kvörtuðu undan því að þá skorti hjálpargögn til að gera að sárum allra þeirra sem hafa þurft að leita sér hjálpar eftir að hafa orðið fyrir barðinu á bardögum. Gömlu kvikmyndahúsi var breytt í skurðstofu eftir að helsta sjúkrahús borgarinnar féll í hendur íraskra hermanna á mánudag. "Okkur skortir lyf, rafmagn, vatn og eldsneyti," sagði Hachem al-Issawi læknir. Talsmenn Bandaríkjahers sögðust hafa náð þriðjungi borgarinnar á sitt vald í gær. Vígamenn vísuðu því á bug og sögðu enn barist í útjaðri borgarinnar. Þeir óbreyttu borgarar sem enn eru eftir í borginni héldu sig flestir innandyra. Flestir flýðu borgina áður en árásin hófst á mánudag. Enn eru þó fjöldi manna, kvenna og barna í borginni, 30 til 60 þúsund að mati Bandaríkjahers, allt að hundrað þúsund að mati íraskra stjórnvalda. Í það minnsta þrettán létust í sprengjuárás við slysamóttöku eins stærsta sjúkrahúss Bagdad. Hryðjuverkamenn höfðu stolið lögreglubíl, hlaðið hann af sprengjuefnum, keyrt upp að sjúkrahúsinu og sprengt hann í loft upp. Árásin á vígamenn í Falluja hefur valdið deilum innan írösku bráðabirgðastjórnarinnar. Einn af flokkum súnní-múslima, Íslamski flokkur Íraks, hætti þátttöku í stjórninni í gær og ráðherra úr hans röðum sagði af sér.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Sjá meira