Þórólfur Árnason borgarstjóri? 10. nóvember 2004 00:01 "Mér datt í hug að bjóða Reykjavíkurlistanum að ráða mig í borgarstjórastarfið til að spara prentkostnað," segir Þórólfur Árnason. Hann býr á Álftanesi og vinnur hjá stórfyrirtækinu NTC sem í daglegu tali er kallað Sautján. Þórólfur Árnason er eini alnafni Þórólfs Árnasonar en að auki eiga þeir nafnann Árna Þórólf Árnason. Sá er fjórtán ára og býr á Seltjarnarnesi. Þórólfur segir það sársaukalaust að vera nafni borgarstjóra á þessum síðustu og verstu tímum, eins og sagt er, nema hvað heldur meira er hringt í hann en vanalega. "Það er einn og einn sem slysast á vitlausan mann og þannig hefur það verið lengi, reyndar alveg síðan Þórólfur kom heim frá námi á sínum tíma. Og það er heldur meira núna." Þeir nafnarnir eru ekki skyldir en fundum þeirra hefur borið saman. "Ég hef aðeins hitt hann og sagt honum af mér en við þekkjumst ekki neitt." Þórólfur Árnason er norðan úr landi en hefur búið á Álftanesi í fjórtán ár og unir hag sínum vel. Hann hefur aðeins skipt sér af stjórnmálum, var í sveitastjórnarmálunum á Álftanesinu en er hættur því vafstri. "Ég er í Sjálfstæðisflokknum," segir Þórólfur og bendir á að í pólitík eigi þeir Þórólfur ekki samleið. Hann segir svolítið gantast með nafnið í sundlaugunum en hann syndir reglulega í Sundlaug Kópavogs. "Þar hef ég reyndar vanalega verið kallaður varaborgarstjórinn," segir Þórólfur og hlær. Hann þarf væntanlega að sjá á eftir þeim titli um mánaðamótin þegar borgarstjórinn hættir en gæti á móti hreppt sjálfan borgarstjórastólinn, þ.e. ef borgarfulltrúar Reykjavíkurlistans eru hagsýnir og vilja spara sér bréfsefnið. Afsögn Þórólfs Árnasonar Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Sjá meira
"Mér datt í hug að bjóða Reykjavíkurlistanum að ráða mig í borgarstjórastarfið til að spara prentkostnað," segir Þórólfur Árnason. Hann býr á Álftanesi og vinnur hjá stórfyrirtækinu NTC sem í daglegu tali er kallað Sautján. Þórólfur Árnason er eini alnafni Þórólfs Árnasonar en að auki eiga þeir nafnann Árna Þórólf Árnason. Sá er fjórtán ára og býr á Seltjarnarnesi. Þórólfur segir það sársaukalaust að vera nafni borgarstjóra á þessum síðustu og verstu tímum, eins og sagt er, nema hvað heldur meira er hringt í hann en vanalega. "Það er einn og einn sem slysast á vitlausan mann og þannig hefur það verið lengi, reyndar alveg síðan Þórólfur kom heim frá námi á sínum tíma. Og það er heldur meira núna." Þeir nafnarnir eru ekki skyldir en fundum þeirra hefur borið saman. "Ég hef aðeins hitt hann og sagt honum af mér en við þekkjumst ekki neitt." Þórólfur Árnason er norðan úr landi en hefur búið á Álftanesi í fjórtán ár og unir hag sínum vel. Hann hefur aðeins skipt sér af stjórnmálum, var í sveitastjórnarmálunum á Álftanesinu en er hættur því vafstri. "Ég er í Sjálfstæðisflokknum," segir Þórólfur og bendir á að í pólitík eigi þeir Þórólfur ekki samleið. Hann segir svolítið gantast með nafnið í sundlaugunum en hann syndir reglulega í Sundlaug Kópavogs. "Þar hef ég reyndar vanalega verið kallaður varaborgarstjórinn," segir Þórólfur og hlær. Hann þarf væntanlega að sjá á eftir þeim titli um mánaðamótin þegar borgarstjórinn hættir en gæti á móti hreppt sjálfan borgarstjórastólinn, þ.e. ef borgarfulltrúar Reykjavíkurlistans eru hagsýnir og vilja spara sér bréfsefnið.
Afsögn Þórólfs Árnasonar Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Sjá meira