Neyðarfundur í kennaradeilunni 10. nóvember 2004 00:01 Forsætisráðherra tilkynnti fyrir stundu að hann útiloki ekki að lög verði sett á verkfall grunnskólakennara. Hann hefur boðað til neyðarfundar á morgun með deilendum eftir að viðræður strönduðu algerlega um hádegisbil í dag. Eftir þriggja klukkustunda langan fund hjá ríkissáttasemjara í morgun sammæltust deilendur um að til annars samningafundar yrði ekki boðað fyrr en eftir tvær vikur. Við það verður ekki unað af hálfu Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra. Hann sagði á blaðamannafundinum sem hann boðaði til á sjötta tímanum í dag að hann og Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafi átt fund með ríkissáttasemjara þar sem hann gerði ráðherrunum grein fyrir því að kennaradeilan væri í mjög alvarlegum hnút. Allar leiðir hafi verið reyndar og fundur ekki boðaður að nýju fyrr en eftir hálfan mánuð því deiluaðilum hafi ekki fundist rétt að boða fund fyrr. Halldór sagði að hann og Davíð hafi í kjölfarið ákveðið að boða deiluaðila á sinn fund strax í fyrramálið. Að honum loknum verði haft samráð við aðra aðila, m.a. stjórnarandstöðuna. „Það er alveg ljóst að við þessar aðstæður getur ríkisstjórnin að sjálfsögðu ekki setið aðgerðarlaus. Hér er svo mikið í húfi. Þess vegna höfum við ákveðið að kanna allar leiðir sem gætu orðið til þess að leysa þessa deilu,“ sagði forsætisráðherra. Skili þau fundahöld ekki árangri útilokar forsætisráðherra ekki að gripið verði til lagasetningar og að kjör grunnskólakennara verði ákvörðuð af gerðardómi. Þrátt fyrir að samningsaðilar hafi hafnað slíkri íhlutun ríkisvaldsins fyrir fáeinum dögum, þá má segja að formaður Kennarasambandsins hafi kallað á slíkan gjörning hjá ríkissáttasemjara í morgun þegar hann lagði til að laun kennara yrðu sett í gerðardóm. Verði það lendingin er kristaltært að grunnskólakennarar munu ekki sætta sig við að almenn launaþróun verði notuð sem viðmið, heldur laun framhaldsskólakennara. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira
Forsætisráðherra tilkynnti fyrir stundu að hann útiloki ekki að lög verði sett á verkfall grunnskólakennara. Hann hefur boðað til neyðarfundar á morgun með deilendum eftir að viðræður strönduðu algerlega um hádegisbil í dag. Eftir þriggja klukkustunda langan fund hjá ríkissáttasemjara í morgun sammæltust deilendur um að til annars samningafundar yrði ekki boðað fyrr en eftir tvær vikur. Við það verður ekki unað af hálfu Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra. Hann sagði á blaðamannafundinum sem hann boðaði til á sjötta tímanum í dag að hann og Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafi átt fund með ríkissáttasemjara þar sem hann gerði ráðherrunum grein fyrir því að kennaradeilan væri í mjög alvarlegum hnút. Allar leiðir hafi verið reyndar og fundur ekki boðaður að nýju fyrr en eftir hálfan mánuð því deiluaðilum hafi ekki fundist rétt að boða fund fyrr. Halldór sagði að hann og Davíð hafi í kjölfarið ákveðið að boða deiluaðila á sinn fund strax í fyrramálið. Að honum loknum verði haft samráð við aðra aðila, m.a. stjórnarandstöðuna. „Það er alveg ljóst að við þessar aðstæður getur ríkisstjórnin að sjálfsögðu ekki setið aðgerðarlaus. Hér er svo mikið í húfi. Þess vegna höfum við ákveðið að kanna allar leiðir sem gætu orðið til þess að leysa þessa deilu,“ sagði forsætisráðherra. Skili þau fundahöld ekki árangri útilokar forsætisráðherra ekki að gripið verði til lagasetningar og að kjör grunnskólakennara verði ákvörðuð af gerðardómi. Þrátt fyrir að samningsaðilar hafi hafnað slíkri íhlutun ríkisvaldsins fyrir fáeinum dögum, þá má segja að formaður Kennarasambandsins hafi kallað á slíkan gjörning hjá ríkissáttasemjara í morgun þegar hann lagði til að laun kennara yrðu sett í gerðardóm. Verði það lendingin er kristaltært að grunnskólakennarar munu ekki sætta sig við að almenn launaþróun verði notuð sem viðmið, heldur laun framhaldsskólakennara.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira