Lög sett á verkfallið 11. nóvember 2004 00:01 Lög verða sett á kennaraverkfallið og skipaður einhverskonar gerðardómur um kjör kennara, samkvæmt heimildum Stöðvar 2. Þing verður væntanlega kallað saman á morgun þar sem fjallað verður um lagafrumvarpið. Kennsla gæti því hafist á nýjan leik í grunnskólum landsins strax í byrjun næstu viku. Fulltrúar sveitarfélaga og kennara funduðu hvor í sínu lagi með þremur ráðherrum, auk forsætisráðherra, í Stjórnarráðinu í morgun. Ráðherrum var gerð grein fyrir stöðu mála sem virðist vera það eina sem deilendur geta sammælast um. Hún er sögð grafalvarleg og engin von á sáttum. Í gær mat ríkissáttasemjari það enda svo að ekki væri möguleiki á að skammtímasamningur yrði gerður og sveitarfélögin höfnuðu tillögu kennara um gerðardóm. Til að skólastarf hefjist á nýjan leik virðist fátt eitt annað í stöðunni en að ríkisstjórnin skeri á hnútinn með lagasetningu. Eftir fundahöldin í morgun sagði forsætisráðherra ljóst að deilan yrði vart leyst nema ríkisstjórnin komi þar að, og þá með lagasetningu. Ráðherrarnir hafi gert deiluaðilum grein fyrir því að það sé uppi á borðum miðað við alvarleika stöðunnar sem málið er í. Fréttastofa Stöðvar 2 hefur heimildir fyrir því að síðdegis hafi verið ákveðið að setja lög á verkfallið. Efni þeirra liggur ekki nákvæmlega fyrir en skipaður verður gerðardómur. Þingmenn búa sig undir að sitja í þingsal um helgina og fjalla um frumvarpið. Ætla má að hægt verði að afgreiða málið úr Alþingi fyrir upphaf skólavikunnar. Forsætisráðherra segir lagasetningu neyðarúrræði. Úr herbúðum stjórnarandstöðunnar heyrist að það fari eftir inntaki laganna hver afstaða hennar verði, og hvorki forystumönnum kennara né heldur fulltrúum sveitarfélaganna hugnast slík málalok. Aðrar lausnir virðast þó ekki í sjónmáli. Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, formaður launananefndar sveitarfélaganna, segir að með því að setja bráðabirgðalög á deiluna færi hana einfaldlega til. Þá sé enn heilmikil vinna eftir. „Hins vegar er það alveg ljóst að gagnvart þjóðinni, gagnvart foreldrum, gagnvart börnum, er auðvitað kominn tími til að starf hefjist í skólunum,“ segir Gunnar. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Lög verða sett á kennaraverkfallið og skipaður einhverskonar gerðardómur um kjör kennara, samkvæmt heimildum Stöðvar 2. Þing verður væntanlega kallað saman á morgun þar sem fjallað verður um lagafrumvarpið. Kennsla gæti því hafist á nýjan leik í grunnskólum landsins strax í byrjun næstu viku. Fulltrúar sveitarfélaga og kennara funduðu hvor í sínu lagi með þremur ráðherrum, auk forsætisráðherra, í Stjórnarráðinu í morgun. Ráðherrum var gerð grein fyrir stöðu mála sem virðist vera það eina sem deilendur geta sammælast um. Hún er sögð grafalvarleg og engin von á sáttum. Í gær mat ríkissáttasemjari það enda svo að ekki væri möguleiki á að skammtímasamningur yrði gerður og sveitarfélögin höfnuðu tillögu kennara um gerðardóm. Til að skólastarf hefjist á nýjan leik virðist fátt eitt annað í stöðunni en að ríkisstjórnin skeri á hnútinn með lagasetningu. Eftir fundahöldin í morgun sagði forsætisráðherra ljóst að deilan yrði vart leyst nema ríkisstjórnin komi þar að, og þá með lagasetningu. Ráðherrarnir hafi gert deiluaðilum grein fyrir því að það sé uppi á borðum miðað við alvarleika stöðunnar sem málið er í. Fréttastofa Stöðvar 2 hefur heimildir fyrir því að síðdegis hafi verið ákveðið að setja lög á verkfallið. Efni þeirra liggur ekki nákvæmlega fyrir en skipaður verður gerðardómur. Þingmenn búa sig undir að sitja í þingsal um helgina og fjalla um frumvarpið. Ætla má að hægt verði að afgreiða málið úr Alþingi fyrir upphaf skólavikunnar. Forsætisráðherra segir lagasetningu neyðarúrræði. Úr herbúðum stjórnarandstöðunnar heyrist að það fari eftir inntaki laganna hver afstaða hennar verði, og hvorki forystumönnum kennara né heldur fulltrúum sveitarfélaganna hugnast slík málalok. Aðrar lausnir virðast þó ekki í sjónmáli. Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, formaður launananefndar sveitarfélaganna, segir að með því að setja bráðabirgðalög á deiluna færi hana einfaldlega til. Þá sé enn heilmikil vinna eftir. „Hins vegar er það alveg ljóst að gagnvart þjóðinni, gagnvart foreldrum, gagnvart börnum, er auðvitað kominn tími til að starf hefjist í skólunum,“ segir Gunnar.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent