Verkfall kennara bannað með lögum 12. nóvember 2004 00:01 Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra lagði í gær fram frumvarp á Alþingi sem gerir ráð fyrir því að nærri 7 vikna löngu verkfalli kennara verði bannað þannig að kennsla í grunnskólum geti hafist á mánudag. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að hafi deilendur ekki samið fyrir 15. desember, skipi hæstiréttur þriggja manna gerðardóm sem ákveði kaup og kjör kennara ekki síðar en 31. mars 2005. Halldór Ásgrímsson sagði í framsöguræðu sinni að ríkisstjórnin hefði tekið þessa ákvörðun á fundi sínum í gærmorgun eftir ítarlegt samráð við kennara, sveitastjórnarmenn og foreldra: "Ríkisstjórnin telur sig einfaldlega ekki lengur geta setið aðgerðarlaus á meðan 45 þúsund skólabörn fá ekki þá lögmætu kennslu sem þeim ber." Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands segir niðurstöðuna skefilega og sýni vanmat og vanvirðingu á skólastarfi og þeim sem þar starfi: "Það á bara að reka fólkið inn í skólana aftur eins og hvern annan fénað á kjörum sem það hefur hafnað í tvígang." Stjórnarandstaðan samþykkti að veita afbrigði frá þingstörfum til að málið kæmist strax á dagskrá Alþingis. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar sagði í ræðu sinni að ríkisstjórnin hefði valið "valdbeitingarleið". Ögmundur Jónasson, vinstri grænum sakaði stjórnina um að beita fyrir sig börnunum: "Þetta er ekki stórmannlegt." Kennarar gagnrýna einnig að gerðardómur taki ekki til starfa fyrr en eftir mánuð. Halldór Ásgrímsson svaraði gagnrýni stjórnarandstöðunnar á þetta atriði í umræðum um frumvarpið á þann veg að þessi dagsetning væri ríkisstjórninni ekki föst í hendi en með þessu væri verið að koma til móts við sjónarmið Alþjóðavinnumálasambandsins. Líklegt er talið að þessi dagsetning breytist í meðförum Allsherjarnefndar. Þingfundur hefst klukkan hálf ellefu í dag og er búist við að frumvarpið um frestun kennaraverkfallsins verði að lögum síðdegis. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Stj.mál Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra lagði í gær fram frumvarp á Alþingi sem gerir ráð fyrir því að nærri 7 vikna löngu verkfalli kennara verði bannað þannig að kennsla í grunnskólum geti hafist á mánudag. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að hafi deilendur ekki samið fyrir 15. desember, skipi hæstiréttur þriggja manna gerðardóm sem ákveði kaup og kjör kennara ekki síðar en 31. mars 2005. Halldór Ásgrímsson sagði í framsöguræðu sinni að ríkisstjórnin hefði tekið þessa ákvörðun á fundi sínum í gærmorgun eftir ítarlegt samráð við kennara, sveitastjórnarmenn og foreldra: "Ríkisstjórnin telur sig einfaldlega ekki lengur geta setið aðgerðarlaus á meðan 45 þúsund skólabörn fá ekki þá lögmætu kennslu sem þeim ber." Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands segir niðurstöðuna skefilega og sýni vanmat og vanvirðingu á skólastarfi og þeim sem þar starfi: "Það á bara að reka fólkið inn í skólana aftur eins og hvern annan fénað á kjörum sem það hefur hafnað í tvígang." Stjórnarandstaðan samþykkti að veita afbrigði frá þingstörfum til að málið kæmist strax á dagskrá Alþingis. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar sagði í ræðu sinni að ríkisstjórnin hefði valið "valdbeitingarleið". Ögmundur Jónasson, vinstri grænum sakaði stjórnina um að beita fyrir sig börnunum: "Þetta er ekki stórmannlegt." Kennarar gagnrýna einnig að gerðardómur taki ekki til starfa fyrr en eftir mánuð. Halldór Ásgrímsson svaraði gagnrýni stjórnarandstöðunnar á þetta atriði í umræðum um frumvarpið á þann veg að þessi dagsetning væri ríkisstjórninni ekki föst í hendi en með þessu væri verið að koma til móts við sjónarmið Alþjóðavinnumálasambandsins. Líklegt er talið að þessi dagsetning breytist í meðförum Allsherjarnefndar. Þingfundur hefst klukkan hálf ellefu í dag og er búist við að frumvarpið um frestun kennaraverkfallsins verði að lögum síðdegis.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Stj.mál Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira