Lögreglumaður dæmdur í fangelsi 15. nóvember 2004 00:01 Hallur Hilmarsson, fyrrum fíkniefnalögreglumaður, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir fjárdrátt og brot í opinberu starfi. Hann dró sér 870 þúsund krónur sem lögreglan hafði tekið við rannsókn fíkniefnamáls. Hallur var næstráðandi í fíkniefnadeildinni í Reykjavík þegar hann braut af sér. Sex mánuðir af refsingunni eru skilorðsbundnir í tvö ár. Halli var einnig gert að greiða allan sakarkostnað þar á meðal 300 þúsund krónur í málsvarnarlaun. Karl Georg Sigurbjörnsson, verjandi Halls, segir líklegt að dómnum verði áfrýjað en Hallur hafi tekið sér frest til að ákveða hvort svo verði. Hann hélt fram sakleysi sínu fyrir dómi. Peningana fékk hann í sínar hendur eftir að menn fíkniefnalögreglunnar gerðu húsleit hjá manni sem hafði verið undir eftirliti lögreglu vegna sölu og dreifingar fíkniefna. Í fórum mannsins fundust fíkniefni og 870 þúsund krónur sem er ein hæsta upphæð sem lögreglan hefur lagt hald á í fíkniefnamáli. Hluti af peningunum, 85 þúsund krónur, fundust í brjóstvasa á flíspeysu Halls þegar hann var handtekinn. Dómurinn segir niðurstöðu sína vera að Hallur hafi dregið sér fjármunina í heild sinni eins og hann er sakaður um. Við ákvörðun refsingar var horft til þess hversu alvarleg brot hans voru. "Hefur hann verið sakfelldur fyrir að hafa dregið sér fjármuni er honum, í skjóli stöðu sinnar, var trúað fyrir," segir í dómnum. Litið er til þess að Hallur hefur skilað peningunum og að hann starfi ekki lengur sem lögreglumaður eins og hann hefur menntað sig til. Þannig hafi brotin þegar valdið honum talsverðri röskun. Hann hefur áður sætt refsingu svo vitað sé. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Sjá meira
Hallur Hilmarsson, fyrrum fíkniefnalögreglumaður, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir fjárdrátt og brot í opinberu starfi. Hann dró sér 870 þúsund krónur sem lögreglan hafði tekið við rannsókn fíkniefnamáls. Hallur var næstráðandi í fíkniefnadeildinni í Reykjavík þegar hann braut af sér. Sex mánuðir af refsingunni eru skilorðsbundnir í tvö ár. Halli var einnig gert að greiða allan sakarkostnað þar á meðal 300 þúsund krónur í málsvarnarlaun. Karl Georg Sigurbjörnsson, verjandi Halls, segir líklegt að dómnum verði áfrýjað en Hallur hafi tekið sér frest til að ákveða hvort svo verði. Hann hélt fram sakleysi sínu fyrir dómi. Peningana fékk hann í sínar hendur eftir að menn fíkniefnalögreglunnar gerðu húsleit hjá manni sem hafði verið undir eftirliti lögreglu vegna sölu og dreifingar fíkniefna. Í fórum mannsins fundust fíkniefni og 870 þúsund krónur sem er ein hæsta upphæð sem lögreglan hefur lagt hald á í fíkniefnamáli. Hluti af peningunum, 85 þúsund krónur, fundust í brjóstvasa á flíspeysu Halls þegar hann var handtekinn. Dómurinn segir niðurstöðu sína vera að Hallur hafi dregið sér fjármunina í heild sinni eins og hann er sakaður um. Við ákvörðun refsingar var horft til þess hversu alvarleg brot hans voru. "Hefur hann verið sakfelldur fyrir að hafa dregið sér fjármuni er honum, í skjóli stöðu sinnar, var trúað fyrir," segir í dómnum. Litið er til þess að Hallur hefur skilað peningunum og að hann starfi ekki lengur sem lögreglumaður eins og hann hefur menntað sig til. Þannig hafi brotin þegar valdið honum talsverðri röskun. Hann hefur áður sætt refsingu svo vitað sé.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Sjá meira