Bardagar breiðast út 15. nóvember 2004 00:01 Bandarískar herþotur vörpuðu sprengjum á vígamenn í Baquba og Falluja í gær þar sem harðir bardagar geisuðu milli vígamanna annars vegar og bandarískra og íraskra hermanna hins vegar. Tugir manna féllu í bardögum sem hafa breiðst út um Írak í kjölfar árásarinnar á vígamenn í Falluja. Sjö hermenn og 30 vígamenn féllu í bardögum í Mosul. Vígamenn drógu særðan lögreglumann úr rúmi hans í sjúkrahúsi í borginni, myrtu hann og hengdu lík hans upp öðrum til viðvörunar. Níu hið minnsta létust í bardögum í Baquba, flestir þeirra óbreyttir borgarar en einnig einn lögreglumaður og einn vígamaður. Bardagar hafa breiðst út undanfarna daga, einkum í borgunum Baiji, Mosul, Ramadi og Samarra þar sem súnnímúslimar eru í meirihluta en einnig í Baquba þar sem álíka margir súnnímúslimar og sjíamúslimar búa. Bandarísk og írösk yfirvöld segja bardaga í Falluja á lokastigi, aðeins eigi eftir að uppræta síðustu leifar vígamanna. Birgðalest Rauða hálfmánans, hlaðinni hjálpargögnum, var snúið frá Falluja þar sem ástandið í borginni þótti of hættulegt til að leggja líf hjálparstarfsmanna í hættu. "Ég get ekki fórnað lífi sjálfboðaliðanna. Það er mjög hættulegt að fara inn í Falluja núna og okkur þótti betra að fara ekki inn í borgina," sagði Ismail al-Haqi, yfirmaður íraska Rauða hálfmánans. Rauða hálfmánanum hefur ekki tekist að koma hjálpargögnum til íbúa Falluja þá rúmu viku sem bardagar í borginni hafa staðið yfir. Bandarískar og íraskar hersveitir hafa snúið birgðalestum við þegar þær hafa reynt að komast inn í borgina og segja hermenn sína hjálpa íbúunum. Nóg er af hjálpargögnum í sjúkrahúsi borgarinnar, einkum vegna þess að sjúklingar og sært fólk hefur ekki komist þangað. Tugþúsundir hafa flúið Falluja og hafast við í bráðabirgðabúðum við erfiðar aðstæður fyrir utan borgina. Óvissa ríkir um afdrif þeirra sem eftir urðu í borginni, margir eru sárir eftir átök undanfarinna daga. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Sjá meira
Bandarískar herþotur vörpuðu sprengjum á vígamenn í Baquba og Falluja í gær þar sem harðir bardagar geisuðu milli vígamanna annars vegar og bandarískra og íraskra hermanna hins vegar. Tugir manna féllu í bardögum sem hafa breiðst út um Írak í kjölfar árásarinnar á vígamenn í Falluja. Sjö hermenn og 30 vígamenn féllu í bardögum í Mosul. Vígamenn drógu særðan lögreglumann úr rúmi hans í sjúkrahúsi í borginni, myrtu hann og hengdu lík hans upp öðrum til viðvörunar. Níu hið minnsta létust í bardögum í Baquba, flestir þeirra óbreyttir borgarar en einnig einn lögreglumaður og einn vígamaður. Bardagar hafa breiðst út undanfarna daga, einkum í borgunum Baiji, Mosul, Ramadi og Samarra þar sem súnnímúslimar eru í meirihluta en einnig í Baquba þar sem álíka margir súnnímúslimar og sjíamúslimar búa. Bandarísk og írösk yfirvöld segja bardaga í Falluja á lokastigi, aðeins eigi eftir að uppræta síðustu leifar vígamanna. Birgðalest Rauða hálfmánans, hlaðinni hjálpargögnum, var snúið frá Falluja þar sem ástandið í borginni þótti of hættulegt til að leggja líf hjálparstarfsmanna í hættu. "Ég get ekki fórnað lífi sjálfboðaliðanna. Það er mjög hættulegt að fara inn í Falluja núna og okkur þótti betra að fara ekki inn í borgina," sagði Ismail al-Haqi, yfirmaður íraska Rauða hálfmánans. Rauða hálfmánanum hefur ekki tekist að koma hjálpargögnum til íbúa Falluja þá rúmu viku sem bardagar í borginni hafa staðið yfir. Bandarískar og íraskar hersveitir hafa snúið birgðalestum við þegar þær hafa reynt að komast inn í borgina og segja hermenn sína hjálpa íbúunum. Nóg er af hjálpargögnum í sjúkrahúsi borgarinnar, einkum vegna þess að sjúklingar og sært fólk hefur ekki komist þangað. Tugþúsundir hafa flúið Falluja og hafast við í bráðabirgðabúðum við erfiðar aðstæður fyrir utan borgina. Óvissa ríkir um afdrif þeirra sem eftir urðu í borginni, margir eru sárir eftir átök undanfarinna daga.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Sjá meira