Ástæður verða að vera mjög brýnar 15. nóvember 2004 00:01 Alþingi bannaði um helgina verkfall grunnskólakennara með lögum. Ósjaldan hefur komið til slíkra lagasetninga en aðstæður að þessu sinni eru einstakar að mati lögfræðinga. Lagasetningar á vinnudeilur þykja ekki farsæl leið til lausnar þeirra en vafi leikur á hvort lögin á kennaraverkfallið séu í samræmi við alþjóðasáttmála. Brýnar ástæður þarf til Alls hefur Alþingi gripið inn í vinnudeilur í 28 skipti síðastliðin 66 ár. Heldur hefur dregið úr slíkri lagasetningu á síðustu árum enda mætir hún jafnan víðtækri andstöðu, bæði hjá deilendum og í samfélaginu öllu. Það er ekki síst setning bráðabirgðalaga sem veldur deilum en tíu ár eru liðin síðan það var síðast gert. "Það virðist vera bein fylgni á milli tíðni verkfalla og lagasetningar á þau," segir Lára V. Júlíusdóttir hæstaréttarlögmaður. Lagasetning á vinnudeilur er óyndisúrræði og því hafa stjórnvöld yfirleitt forðast slíkt nema öll ráð hafi þrotið og brýnir hagsmunir séu í veði. Sé litið á þær vinnudeilur sem stjórnvöld hafa sett lög á kemur í ljós að oftast er vísað til efnahaglegra forsenda þegar lagasetningin er réttlætt. Þannig hafa sjómannaverkföll margoft verið stöðvuð í gegnum tíðina til dæmis vegna þess "að loðnan er að synda framhjá landinu," eins og einhverjum varð að orði þegar sett voru lög á verkfall þeirra árið 2001. Einnig hefur verið vísað til yfirvofandi neyðarástands og almannaheilla þegar stjórnvöld hafa gripið inn í kjaradeilur starfstétta í þeim geirum sem snúa að grunngerð samfélagsins, eins og fjarskiptum, löggæslu og samgöngum. Þannig greip Alþingi inn í verkfall flugfreyja árið 1985 með tilvísun til þessara raka. Þáverandi forseti lýðveldisins, Vigdís Finnbogadóttir, dró í nokkrar klukkustundir að undirrita lögin þar sem lagasetninguna bar upp á kvennafrídaginn 24. október, stjórnarþingmönnum til mikillar gremju. Lög hafa jafnframt verið sett á vinnudeilur ýmissa starfstétta sem hvorki hafa efnahagslega velferð þjóðarinnar né almannaheill í hendi sér. Dæmi um það eru bráðabirgðalögin um lausn á deilu framreiðslumanna og veitingamanna árið 1966 og bráðabirgðalög sem bundu enda á verkfræðingaverkfallið árið 1963 en það hafði staðið yfir í tólf vikur. Verkfallsrétturinn varinn Almennt er litið svo á að ákvæði stjórnarskrárinnar um félagafrelsi feli jafnframt í sér frelsi til ýmissa athafna innan viðurkenndra marka því að ef stjórnvöld gætu takmarkað hvað félögum væri heimilt að taka sér fyrir hendur væri lítið fengið með félagafrelsinu. Mannréttindasáttmáli Evrópu kveður á um að eingöngu megi leggja tálmanir á frelsi stéttarfélaga til að vinna að hagsmunum umbjóðenda sinna ef þjóðaröryggi eða almannaheill krefjast þess, "til þess að firra glundroða eða glæpum, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða réttindum og frelsi". Þar sem verkföll eru viðurkennd leið stéttarfélaga til að sækja sínar kjarabætur þegar samningaleiðin hefur verið fullreynd er það mat ýmissa lögfræðinga að félagafrelsisákvæði stjórnarskrárinnar takmarki heimildir stjórnvalda til að setja starfsemi stéttarfélaga skorður, til dæmis með því að banna verkföll. Dómstólar fjölluðu um lögin sem sett voru á sjómannaverkfallið árið 2001 og komust að þeirri niðurstöðu að það miklir efnahagslegir hagsmunir hefðu verið í húfi að lagasetningin átti rétt á sér enda þótt Hæstiréttur viðurkenndi að túlka bæri félagafrelsisákvæði stjórnarskrárinnar með hliðsjón af Mannréttindasáttmála Evrópu.. Hins vegar gagnrýndi Alþjóðavinnumálastofnunin með formlegum hætti hérlend stjórnvöld harðlega fyrir inngrip sitt í deiluna. Aðstæður í kennaradeilunni einstakar Ekki er um neina efnahagslega hagmuni að tefla í kennaradeilunni og álitamál er hvort almannahagsmunir krefjist lagasetningar. Því er spurning hvort inngrip stjórnvalda í deiluna sé löglegt. Ástráður Haraldsson, hæstaréttarlögmaður og dósent við lagadeild Viðskiptaháskólans á Bifröst, segir erfitt að svara spurningunni þar sem fordæmi vanti um aðstæður á borð við þessar. "Þetta fellur ekki í þá flokka sem við myndum almennt miða við, hvort heldur öryggissjónarmið eða efnahagsleg rök. Ef ég fer úr fræðimannsbuxunum þá er það hins vegar mín skoðun að reynsla okkar af þessu er sú að ógagn er af lagasetningu á kjaradeilur. Dagurinn í dag leiðir það í ljós. Ef menn venjast á það að það sé hægt að gera þetta svona þá venjast menn af því að bera ábyrgð að takast á við að ná niðurstöðu í sínum kjaradeilum. Það er ógæfa," segir Ástráður. Lára V. Júlíusdóttir tekur í svipaðan streng. "Þú leysir ekki deilu á milli aðila með því að banna deiluna. Deilan heldur áfram að vera til staðar. Þú getur bannað verkfallið en þú getur ekki bannað deiluna sjálfa. Þar með er búið að þvinga deilendur í eitthvert ferli sem þeir eru ekki sáttir við," segir hún og nefnir máli sínu til stuðnings að sjómenn hafi ekki náð samkomulagi við útgerðarmenn árum saman vegna þess að lög voru alltaf sett á verkfall þeirra. Kennarar eru æfir yfir inngripi stjórnvalda í kjaradeilu þeirra og ekki er útilokað að þeir leiti réttar síns fyrir dómstólum. Verði sú raunin mun niðurstaðan án efa verða forvitnileg. Stjórnvöld hafa sett lög á vinnudeilur í 28 skipti.1938 – Lög um að ágreiningur milli útgerðarmanna botnvörpuskipa og sjómanna um kaupkjör skuli lagður í gerð. 1938 – Lög um að ágreiningur milli Eimskipafélags Íslands hf. og Skipaútgerðar ríkisins o.fl. annars vegar og Stýrimannafélags Íslands hins vegar skuli lagður í gerð. 1942 – Bráðabirgðalög um gerðardóm í kaupgjalds- og verðlagsmálum. 1960 – Lög um bann gegn vinnustöðvun íslenskra atvinnuflugmanna. 1961 – Bráðabirgðalög um bann gegn stöðvun eða hindrun millilandaflugs íslenskra flugvéla. 1962 – Bráðabirgðalög til lausnar á síldveiðideilunni sumarið 1962. 1963 – Bráðabirgðalög um lausn kjaradeilu verkfræðinga. 1965 – Lög um lausn kjaradeilu atvinnuflugmanna. 1966 - Bráðabirgðalög um lausn deilu framreiðslumanna og veitingamanna. 1967 – Bráðabirgðalög um framlengingu á kjarasamningi milli Apótekarafélags Íslands og Lyfjafræðingafélags Íslands. 1967 – Bráðabirgðalög um lausn deilu stýrimanna, vélstjóra og loftskeytamanna á íslenskum farskipum og eigenda íslenskra farskipa. 1969 – Lög um lausn kjaradeilu útvegsmanna og yfirmanna á bátaflotanum. 1969 – Bráðabirgðalög um skipan gerðardóms í kjaradeilu atvinnuflugmanna og flugvélstjóra og íslenskra flugfélaga. 1970 – Bráðabirgðalög um stöðvun verkfalls stýrimanna, vélstjóra, loftskeytamanna og bryta á íslenskum farskipum. 1975 – Bráðabirgðalög um stöðvun verkfalls hjá Áburðarverksmiðju ríkisins, Sementsverksmiðju ríkisins og Kísiliðjunni hf. 1979 – Bráðabirgðalög um stöðvun verkfalls á farskipum og verkbannsaðgerða Vinnveitendasambands Íslands. Bannið var endurnýjað með öðrum bráðabirgðalögum þar sem það hefði að öðrum kosti fallið úr gildi vegna þingrofs.1981 – Lög um úrskurðaraðila í deilu um starfsaldurslista flugmanna Flugleiða hf. 1984 – Bráðabirgðalög um lausn á deilu verkalýðsfélaga og sláturleyfishafa á Suðurlandi. 1985 – Lög um kjaradóm í verkfallsdeilu Flugfreyjufélags Íslands og Flugleiða hf. 1986 – Lög um lausn vinnudeilu Mjólkurfræðingafélags Íslands annars vegar, Vinnuveitendasambands Íslands og Vinnumálasambands samvinnufélaganna hins vegar. 1986 – Bráðabirgðalög um stöðvun verkfalls félagsmanna í Skipstjórafélagi Íslands svo og félagsmanna í Sjómannafélagi Reykjavíkur, sem vinna á farskipum. 1986 – Bráðabirgðalög um stöðvun verkfalls flugvirkja og flugvélstjóra í Flugvirkjafélagi Íslands, sem starfa hjá Arnarflugi hf. 1993 – Lög um bann við verkfalli og verkbanni á Herjólfi. 1994 – Bráðabirgðalög um stöðvun verkfalls fiskimanna í aðildarfélögum Sjómannasambands Íslands og Farmanna- og fiskimannasambands Íslands utan Vestfjarða, svo og Vélstjórafélagi Íslands, Vélstjórafélagi Suðurnesja og Vélstjórafélagi Vestmannaeyja. 1998 – Lög um kjaramál fiskimanna. 2001 – Lög um frestun á verkfalli fiskimanna. 2001 – Lög um kjaramál fiskimanna og fleira. 2004 – Lög um bann við verkfalli grunnskólakennara. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira
Alþingi bannaði um helgina verkfall grunnskólakennara með lögum. Ósjaldan hefur komið til slíkra lagasetninga en aðstæður að þessu sinni eru einstakar að mati lögfræðinga. Lagasetningar á vinnudeilur þykja ekki farsæl leið til lausnar þeirra en vafi leikur á hvort lögin á kennaraverkfallið séu í samræmi við alþjóðasáttmála. Brýnar ástæður þarf til Alls hefur Alþingi gripið inn í vinnudeilur í 28 skipti síðastliðin 66 ár. Heldur hefur dregið úr slíkri lagasetningu á síðustu árum enda mætir hún jafnan víðtækri andstöðu, bæði hjá deilendum og í samfélaginu öllu. Það er ekki síst setning bráðabirgðalaga sem veldur deilum en tíu ár eru liðin síðan það var síðast gert. "Það virðist vera bein fylgni á milli tíðni verkfalla og lagasetningar á þau," segir Lára V. Júlíusdóttir hæstaréttarlögmaður. Lagasetning á vinnudeilur er óyndisúrræði og því hafa stjórnvöld yfirleitt forðast slíkt nema öll ráð hafi þrotið og brýnir hagsmunir séu í veði. Sé litið á þær vinnudeilur sem stjórnvöld hafa sett lög á kemur í ljós að oftast er vísað til efnahaglegra forsenda þegar lagasetningin er réttlætt. Þannig hafa sjómannaverkföll margoft verið stöðvuð í gegnum tíðina til dæmis vegna þess "að loðnan er að synda framhjá landinu," eins og einhverjum varð að orði þegar sett voru lög á verkfall þeirra árið 2001. Einnig hefur verið vísað til yfirvofandi neyðarástands og almannaheilla þegar stjórnvöld hafa gripið inn í kjaradeilur starfstétta í þeim geirum sem snúa að grunngerð samfélagsins, eins og fjarskiptum, löggæslu og samgöngum. Þannig greip Alþingi inn í verkfall flugfreyja árið 1985 með tilvísun til þessara raka. Þáverandi forseti lýðveldisins, Vigdís Finnbogadóttir, dró í nokkrar klukkustundir að undirrita lögin þar sem lagasetninguna bar upp á kvennafrídaginn 24. október, stjórnarþingmönnum til mikillar gremju. Lög hafa jafnframt verið sett á vinnudeilur ýmissa starfstétta sem hvorki hafa efnahagslega velferð þjóðarinnar né almannaheill í hendi sér. Dæmi um það eru bráðabirgðalögin um lausn á deilu framreiðslumanna og veitingamanna árið 1966 og bráðabirgðalög sem bundu enda á verkfræðingaverkfallið árið 1963 en það hafði staðið yfir í tólf vikur. Verkfallsrétturinn varinn Almennt er litið svo á að ákvæði stjórnarskrárinnar um félagafrelsi feli jafnframt í sér frelsi til ýmissa athafna innan viðurkenndra marka því að ef stjórnvöld gætu takmarkað hvað félögum væri heimilt að taka sér fyrir hendur væri lítið fengið með félagafrelsinu. Mannréttindasáttmáli Evrópu kveður á um að eingöngu megi leggja tálmanir á frelsi stéttarfélaga til að vinna að hagsmunum umbjóðenda sinna ef þjóðaröryggi eða almannaheill krefjast þess, "til þess að firra glundroða eða glæpum, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða réttindum og frelsi". Þar sem verkföll eru viðurkennd leið stéttarfélaga til að sækja sínar kjarabætur þegar samningaleiðin hefur verið fullreynd er það mat ýmissa lögfræðinga að félagafrelsisákvæði stjórnarskrárinnar takmarki heimildir stjórnvalda til að setja starfsemi stéttarfélaga skorður, til dæmis með því að banna verkföll. Dómstólar fjölluðu um lögin sem sett voru á sjómannaverkfallið árið 2001 og komust að þeirri niðurstöðu að það miklir efnahagslegir hagsmunir hefðu verið í húfi að lagasetningin átti rétt á sér enda þótt Hæstiréttur viðurkenndi að túlka bæri félagafrelsisákvæði stjórnarskrárinnar með hliðsjón af Mannréttindasáttmála Evrópu.. Hins vegar gagnrýndi Alþjóðavinnumálastofnunin með formlegum hætti hérlend stjórnvöld harðlega fyrir inngrip sitt í deiluna. Aðstæður í kennaradeilunni einstakar Ekki er um neina efnahagslega hagmuni að tefla í kennaradeilunni og álitamál er hvort almannahagsmunir krefjist lagasetningar. Því er spurning hvort inngrip stjórnvalda í deiluna sé löglegt. Ástráður Haraldsson, hæstaréttarlögmaður og dósent við lagadeild Viðskiptaháskólans á Bifröst, segir erfitt að svara spurningunni þar sem fordæmi vanti um aðstæður á borð við þessar. "Þetta fellur ekki í þá flokka sem við myndum almennt miða við, hvort heldur öryggissjónarmið eða efnahagsleg rök. Ef ég fer úr fræðimannsbuxunum þá er það hins vegar mín skoðun að reynsla okkar af þessu er sú að ógagn er af lagasetningu á kjaradeilur. Dagurinn í dag leiðir það í ljós. Ef menn venjast á það að það sé hægt að gera þetta svona þá venjast menn af því að bera ábyrgð að takast á við að ná niðurstöðu í sínum kjaradeilum. Það er ógæfa," segir Ástráður. Lára V. Júlíusdóttir tekur í svipaðan streng. "Þú leysir ekki deilu á milli aðila með því að banna deiluna. Deilan heldur áfram að vera til staðar. Þú getur bannað verkfallið en þú getur ekki bannað deiluna sjálfa. Þar með er búið að þvinga deilendur í eitthvert ferli sem þeir eru ekki sáttir við," segir hún og nefnir máli sínu til stuðnings að sjómenn hafi ekki náð samkomulagi við útgerðarmenn árum saman vegna þess að lög voru alltaf sett á verkfall þeirra. Kennarar eru æfir yfir inngripi stjórnvalda í kjaradeilu þeirra og ekki er útilokað að þeir leiti réttar síns fyrir dómstólum. Verði sú raunin mun niðurstaðan án efa verða forvitnileg. Stjórnvöld hafa sett lög á vinnudeilur í 28 skipti.1938 – Lög um að ágreiningur milli útgerðarmanna botnvörpuskipa og sjómanna um kaupkjör skuli lagður í gerð. 1938 – Lög um að ágreiningur milli Eimskipafélags Íslands hf. og Skipaútgerðar ríkisins o.fl. annars vegar og Stýrimannafélags Íslands hins vegar skuli lagður í gerð. 1942 – Bráðabirgðalög um gerðardóm í kaupgjalds- og verðlagsmálum. 1960 – Lög um bann gegn vinnustöðvun íslenskra atvinnuflugmanna. 1961 – Bráðabirgðalög um bann gegn stöðvun eða hindrun millilandaflugs íslenskra flugvéla. 1962 – Bráðabirgðalög til lausnar á síldveiðideilunni sumarið 1962. 1963 – Bráðabirgðalög um lausn kjaradeilu verkfræðinga. 1965 – Lög um lausn kjaradeilu atvinnuflugmanna. 1966 - Bráðabirgðalög um lausn deilu framreiðslumanna og veitingamanna. 1967 – Bráðabirgðalög um framlengingu á kjarasamningi milli Apótekarafélags Íslands og Lyfjafræðingafélags Íslands. 1967 – Bráðabirgðalög um lausn deilu stýrimanna, vélstjóra og loftskeytamanna á íslenskum farskipum og eigenda íslenskra farskipa. 1969 – Lög um lausn kjaradeilu útvegsmanna og yfirmanna á bátaflotanum. 1969 – Bráðabirgðalög um skipan gerðardóms í kjaradeilu atvinnuflugmanna og flugvélstjóra og íslenskra flugfélaga. 1970 – Bráðabirgðalög um stöðvun verkfalls stýrimanna, vélstjóra, loftskeytamanna og bryta á íslenskum farskipum. 1975 – Bráðabirgðalög um stöðvun verkfalls hjá Áburðarverksmiðju ríkisins, Sementsverksmiðju ríkisins og Kísiliðjunni hf. 1979 – Bráðabirgðalög um stöðvun verkfalls á farskipum og verkbannsaðgerða Vinnveitendasambands Íslands. Bannið var endurnýjað með öðrum bráðabirgðalögum þar sem það hefði að öðrum kosti fallið úr gildi vegna þingrofs.1981 – Lög um úrskurðaraðila í deilu um starfsaldurslista flugmanna Flugleiða hf. 1984 – Bráðabirgðalög um lausn á deilu verkalýðsfélaga og sláturleyfishafa á Suðurlandi. 1985 – Lög um kjaradóm í verkfallsdeilu Flugfreyjufélags Íslands og Flugleiða hf. 1986 – Lög um lausn vinnudeilu Mjólkurfræðingafélags Íslands annars vegar, Vinnuveitendasambands Íslands og Vinnumálasambands samvinnufélaganna hins vegar. 1986 – Bráðabirgðalög um stöðvun verkfalls félagsmanna í Skipstjórafélagi Íslands svo og félagsmanna í Sjómannafélagi Reykjavíkur, sem vinna á farskipum. 1986 – Bráðabirgðalög um stöðvun verkfalls flugvirkja og flugvélstjóra í Flugvirkjafélagi Íslands, sem starfa hjá Arnarflugi hf. 1993 – Lög um bann við verkfalli og verkbanni á Herjólfi. 1994 – Bráðabirgðalög um stöðvun verkfalls fiskimanna í aðildarfélögum Sjómannasambands Íslands og Farmanna- og fiskimannasambands Íslands utan Vestfjarða, svo og Vélstjórafélagi Íslands, Vélstjórafélagi Suðurnesja og Vélstjórafélagi Vestmannaeyja. 1998 – Lög um kjaramál fiskimanna. 2001 – Lög um frestun á verkfalli fiskimanna. 2001 – Lög um kjaramál fiskimanna og fleira. 2004 – Lög um bann við verkfalli grunnskólakennara.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira