Stefnt á samninga í dag 16. nóvember 2004 00:01 Sveitarfélögin á höfðuborgarsvæðinu hafa leitað sameiginlegrar lausnar á deilu kennara og sveitarfélaganna. Sigurður Geirdal bæjarstjóri Kópavogs segir að reynt verði til þrautar að semja í dag: "Hvort tekst að semja er ekki hægt að segja til um fyrir fram. Ef ekki semst gerist ekki annað en að það verður einn dagur enn. Menn ætla að vinna alla vikuna og leita allra leiða." Undir það tekur Stefán Jón Hafstein, formaður Fræðsluráðs Reykjavíkur. Hann væntir mikils af fundi samninganefndanna í dag. Hvers sé að vænta vill hann ekki svara: "Það er rík ástæða fyrir því að menn tala varlega. Hún er sú að það vill enginn vera ábyrgur fyrir því að lestin fari út af sporinu síðasta spölinn." Um helmingur grunnskólakennara í Reykjavík mætti til starfa í gær. Brestir voru víða í skólastarfi á höfuðborgarsvæðinu. Aðeins einn af þrjátíu kennurum Álftanesskóla í Bessastaðahreppi mætti. Víða hafa kennarar sagt upp störfum og hafa hópuppsagnir orðið í grunnskólum Mosfellsbæjar, Hólmavíkur og á Fáskrúðsfirði. Skólastjórar um allt land segja kennara slegna. Grunnskólakennarar ákváðu á fundum í gær að mæta aftur til vinnu. Ingunn Snædal, kennari í Borgarskóla í Reykjavík, segir hafa verið erfitt að sannfæra kennara í mörgum skólunum að mæta aftur til starfa og augljóst sé að skólastarf geti ekki gengið með eðlilegum hætti. Kennarar séu ekki undirbúnir. Þeir geti ekki unnið eftir úreltum kennsluáætlunum. "Það er ekki bara hægt að taka upp þráðinn að nýju. Í nauðungarvinnu leggur maður ekki á sig neina sjálfboðavinnu til að bæta það sem upp á vantar," segir Ingunn. Það liggur í augum uppi að ekki verði hægt að halda samræmd próf í vor: "Ég veit ekki um neinn sveitarstjórnarmann sem er tilbúinn að borga kennurum þá yfirvinnu sem til þarf til að prófin geti farið fram." Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Sjá meira
Sveitarfélögin á höfðuborgarsvæðinu hafa leitað sameiginlegrar lausnar á deilu kennara og sveitarfélaganna. Sigurður Geirdal bæjarstjóri Kópavogs segir að reynt verði til þrautar að semja í dag: "Hvort tekst að semja er ekki hægt að segja til um fyrir fram. Ef ekki semst gerist ekki annað en að það verður einn dagur enn. Menn ætla að vinna alla vikuna og leita allra leiða." Undir það tekur Stefán Jón Hafstein, formaður Fræðsluráðs Reykjavíkur. Hann væntir mikils af fundi samninganefndanna í dag. Hvers sé að vænta vill hann ekki svara: "Það er rík ástæða fyrir því að menn tala varlega. Hún er sú að það vill enginn vera ábyrgur fyrir því að lestin fari út af sporinu síðasta spölinn." Um helmingur grunnskólakennara í Reykjavík mætti til starfa í gær. Brestir voru víða í skólastarfi á höfuðborgarsvæðinu. Aðeins einn af þrjátíu kennurum Álftanesskóla í Bessastaðahreppi mætti. Víða hafa kennarar sagt upp störfum og hafa hópuppsagnir orðið í grunnskólum Mosfellsbæjar, Hólmavíkur og á Fáskrúðsfirði. Skólastjórar um allt land segja kennara slegna. Grunnskólakennarar ákváðu á fundum í gær að mæta aftur til vinnu. Ingunn Snædal, kennari í Borgarskóla í Reykjavík, segir hafa verið erfitt að sannfæra kennara í mörgum skólunum að mæta aftur til starfa og augljóst sé að skólastarf geti ekki gengið með eðlilegum hætti. Kennarar séu ekki undirbúnir. Þeir geti ekki unnið eftir úreltum kennsluáætlunum. "Það er ekki bara hægt að taka upp þráðinn að nýju. Í nauðungarvinnu leggur maður ekki á sig neina sjálfboðavinnu til að bæta það sem upp á vantar," segir Ingunn. Það liggur í augum uppi að ekki verði hægt að halda samræmd próf í vor: "Ég veit ekki um neinn sveitarstjórnarmann sem er tilbúinn að borga kennurum þá yfirvinnu sem til þarf til að prófin geti farið fram."
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Sjá meira