Bruninn kostaði 73 milljónir 16. nóvember 2004 00:01 Kvikmyndafyrirtækinu Sögn var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmt til að greiða Síldarvinnslunni 73,4 milljónir króna vegna bruna sem varð í frystihúsinu í Neskaupstað þegar myndin Hafið var tekin upp, í byrjun desember árið 2001. Baltasar Kormákur, annar eigandi Sagnar, segir dóminn gríðarlegt fjárhagslegt áfall fyrir fyrirtækið og muni væntanlega setja það á hausinn reynist þetta verða endanleg niðurstaða. Eyvindur Sólnes, lögmaður Síldarvinnslunnar, vill ekki tjá sig um dóminn en segir hann vel rökstuddan. Þótti dómnum ákvörðun um tökur á brunaatriðinu hafa verið óvarleg og gáleysisleg. Á þeirri ákvörðun beri framleiðendur myndarinnar ábyrgð á. Telur dómurinn yfirgnæfandi líkur á að veðurhamur meðan á tökum stóð hafi valdið því að eldur hafi komist inn fyrir brunavarnir hússins. "Frystihúsið var ekki lengur í notkun og er á snjóflóðasvæði þannig að ekki mátti vinna í því á veturna. Að þurfa að greiða svo mikla peninga fyrir þetta hús er svakalegt áfall," segir Baltasar. Dómurinn fellst ekki á að framangreindar staðhæfingar eigi að leiða til verðlækkunar á frystihúsinu og segir þær engum gögnum studdar. Baltasar segir ekki annað koma til greina en að áfrýja dómnum. "Við gerðum allt sem í okkar valdi stóð til að koma í veg fyrir brunann. Lögregla og slökkvilið voru á staðnum og við fengum þeirra samþykki. Auk þess hafi tökum verið seinkað þar til veðrið gengi niður og allar lögregluskýrslur styðja það, en eitthvað breyttist framburðurinn," segir Baltasar. Síldarvinnslan stefndi kvikmyndafélaginu Sögn og Tryggingamiðstöðinni vegna tjónsins sem varð á frystihúsinu. Tryggingafélagið var sýknað af kröfunum þar sem notkun á húsinu hafði breyst. Ekki hefði verið gert ráð fyrir að kveikt yrði í því viljandi. Frystihúsið hefur nú verið gert upp og klætt að utan í sama stíl og aðrar byggingar Síldarvinnslunnar í bænum. Verða efri hæðir hússins nýttar undir geymslur en á jarðhæð verður áfram aðstaða fyrirtækisins fyrir tilraunaeldi á hlýra og þorski eins og verið hefur. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Sjá meira
Kvikmyndafyrirtækinu Sögn var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmt til að greiða Síldarvinnslunni 73,4 milljónir króna vegna bruna sem varð í frystihúsinu í Neskaupstað þegar myndin Hafið var tekin upp, í byrjun desember árið 2001. Baltasar Kormákur, annar eigandi Sagnar, segir dóminn gríðarlegt fjárhagslegt áfall fyrir fyrirtækið og muni væntanlega setja það á hausinn reynist þetta verða endanleg niðurstaða. Eyvindur Sólnes, lögmaður Síldarvinnslunnar, vill ekki tjá sig um dóminn en segir hann vel rökstuddan. Þótti dómnum ákvörðun um tökur á brunaatriðinu hafa verið óvarleg og gáleysisleg. Á þeirri ákvörðun beri framleiðendur myndarinnar ábyrgð á. Telur dómurinn yfirgnæfandi líkur á að veðurhamur meðan á tökum stóð hafi valdið því að eldur hafi komist inn fyrir brunavarnir hússins. "Frystihúsið var ekki lengur í notkun og er á snjóflóðasvæði þannig að ekki mátti vinna í því á veturna. Að þurfa að greiða svo mikla peninga fyrir þetta hús er svakalegt áfall," segir Baltasar. Dómurinn fellst ekki á að framangreindar staðhæfingar eigi að leiða til verðlækkunar á frystihúsinu og segir þær engum gögnum studdar. Baltasar segir ekki annað koma til greina en að áfrýja dómnum. "Við gerðum allt sem í okkar valdi stóð til að koma í veg fyrir brunann. Lögregla og slökkvilið voru á staðnum og við fengum þeirra samþykki. Auk þess hafi tökum verið seinkað þar til veðrið gengi niður og allar lögregluskýrslur styðja það, en eitthvað breyttist framburðurinn," segir Baltasar. Síldarvinnslan stefndi kvikmyndafélaginu Sögn og Tryggingamiðstöðinni vegna tjónsins sem varð á frystihúsinu. Tryggingafélagið var sýknað af kröfunum þar sem notkun á húsinu hafði breyst. Ekki hefði verið gert ráð fyrir að kveikt yrði í því viljandi. Frystihúsið hefur nú verið gert upp og klætt að utan í sama stíl og aðrar byggingar Síldarvinnslunnar í bænum. Verða efri hæðir hússins nýttar undir geymslur en á jarðhæð verður áfram aðstaða fyrirtækisins fyrir tilraunaeldi á hlýra og þorski eins og verið hefur.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Sjá meira