Kindur brunnu inni í eldsvoða 20. nóvember 2004 00:01 Fjörutíu og ein sauðkind brann inni í eldsvoða í úthúsi á bænum Hrútatungu í botni Hrútafjarðar í fyrrakvöld. Eldurinn kom upp í hlöðu sem er sambyggð fjárhúsunum. Gunnar Sæmundsson, bóndi í Hrútatungu, náði að hleypa fénu út úr fjárhúsunum en kindunum sem voru í hlöðunni varð ekki bjargað. Gunnar fékk snert af reykeitrun og var fluttur á heilbrigðisstofnunina á Hvammstanga þar sem hann dvaldi yfir nóttina. Gunnar er viss um að eldurinn hafi komið upp í dráttarvél sem hann hafði lagt inni í hlöðunni. "Fyrr um daginn hafði verið erfitt að koma dráttarvélinni í gang út af miklu frosti. Þegar ég var búinn að sækja heyrúllur, til að gefa tvo næstu daga, skildi ég dráttarvélina eftir inni í hlöðunni svo það yrði auðveldara að koma henni í gang daginn eftir," segir Gunnar. Hann fór úr fjárhúsunum um klukkan hálf sex. Upp úr klukkan hálf átta fór rafmagn af íbúðarhúsinu og þegar Gunnar fór að leita að vasaljósi varð hann var við eldinn í hlöðunni. Hann hljóp út að fjárhúsunum og hleypti fénu út. Kindurnar sem hýstar voru í hlöðunni brunnu inni en búið var að breyta hluta hlöðunnar í fjárhús. Tvær til þrjár kindur eru sárar og ekki víst hvort þær muni lifa. Gunnar var alls með 430 kindur. Mikill eldsmatur var í dráttarvélinni að sögn Gunnars. Í henni voru hátt í 150 lítrar af hráolíu og tugir lítra af smurolíu auk dekkjanna. Dráttarvélin er gjörónýt og hlaðan er mikið skemmd en það tókst að forða því að eldurinn færi í fjárhúsin. Þó urðu nokkrar skemmdir á þaki fjárhússins. Slökkvilið frá Hvammstanga, Borðeyri og Búðardal kom á staðinn auk þess sem nágrannar Gunnars komu til aðstoðar við að slökkva eldinn. Tankbíll frá Búðardal kom með vatn til slökkvistarfsins en annars þurfti að sækja vatn í Hrútafjarðará. Slökkvistarfi lauk klukkan þrjú um nóttina. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Fjörutíu og ein sauðkind brann inni í eldsvoða í úthúsi á bænum Hrútatungu í botni Hrútafjarðar í fyrrakvöld. Eldurinn kom upp í hlöðu sem er sambyggð fjárhúsunum. Gunnar Sæmundsson, bóndi í Hrútatungu, náði að hleypa fénu út úr fjárhúsunum en kindunum sem voru í hlöðunni varð ekki bjargað. Gunnar fékk snert af reykeitrun og var fluttur á heilbrigðisstofnunina á Hvammstanga þar sem hann dvaldi yfir nóttina. Gunnar er viss um að eldurinn hafi komið upp í dráttarvél sem hann hafði lagt inni í hlöðunni. "Fyrr um daginn hafði verið erfitt að koma dráttarvélinni í gang út af miklu frosti. Þegar ég var búinn að sækja heyrúllur, til að gefa tvo næstu daga, skildi ég dráttarvélina eftir inni í hlöðunni svo það yrði auðveldara að koma henni í gang daginn eftir," segir Gunnar. Hann fór úr fjárhúsunum um klukkan hálf sex. Upp úr klukkan hálf átta fór rafmagn af íbúðarhúsinu og þegar Gunnar fór að leita að vasaljósi varð hann var við eldinn í hlöðunni. Hann hljóp út að fjárhúsunum og hleypti fénu út. Kindurnar sem hýstar voru í hlöðunni brunnu inni en búið var að breyta hluta hlöðunnar í fjárhús. Tvær til þrjár kindur eru sárar og ekki víst hvort þær muni lifa. Gunnar var alls með 430 kindur. Mikill eldsmatur var í dráttarvélinni að sögn Gunnars. Í henni voru hátt í 150 lítrar af hráolíu og tugir lítra af smurolíu auk dekkjanna. Dráttarvélin er gjörónýt og hlaðan er mikið skemmd en það tókst að forða því að eldurinn færi í fjárhúsin. Þó urðu nokkrar skemmdir á þaki fjárhússins. Slökkvilið frá Hvammstanga, Borðeyri og Búðardal kom á staðinn auk þess sem nágrannar Gunnars komu til aðstoðar við að slökkva eldinn. Tankbíll frá Búðardal kom með vatn til slökkvistarfsins en annars þurfti að sækja vatn í Hrútafjarðará. Slökkvistarfi lauk klukkan þrjú um nóttina.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira