Leiðist eldhúsið 22. nóvember 2004 00:01 "Heimilið í heild sinni er minn uppáhaldstaður, nema eldhúsið því ég er alger eldhúsþræll á mínu heimili og maðurinn minn er algerlega vonlaus í allri eldamennsku, en mér finnst reyndar bara best að fara til mömmu í mat - mamma er best," segir Erla en telur upp kosti hvers króks og kima á heimilinu. "Klósettið klikkar ekki, í herbergi eldri dóttur minnar er tónlistin, hjá yngri dótturinni eru dýrin og hlýjan og hjá syni mínum eru fjörið og litirnir, "segir Erla og bætir við að hjónaherbergið sé náttúrulega góður staður og toppurinn á tilverunni sé að liggja í bólinu með góða bók og konfekt. "Eftirlætisstaðurinn er hérna við borðstofuborðið, en það miðstöð heimilisins, eða stjórnstöðin eins og ég kýs að kalla það. Ég vil hafa yfirsýn yfir allt sem gerist á heimilinu, enda vil ég hafa stjórn á öllu," segir Erla hlæjandi og bætir við að þarna gerist allt á heimilinu. "Núna er ég að undirbúa prófin fyrir skólann og sit hérna við borðið daginn út og daginn inn. Próftíminn er alltaf spennandi og lyftir upp hversdagsleikanum," segir Erla en hún kennir meðal annars sögu og stjórnmálafræði í Flensborgarskóla auk þess sem hún er að útbúa námsefni í kynfræðslu ásamt vinkonu sinni fyrir nemendur í 9. og 10. bekk., en hún segir að slíkt námsefni skorti verulega. Flestir þekkja Erlu þó sennilega úr Dúkkulísunum, þó hún segi bandið sennilega vera það hlédrægasta sem til er. "Við erum mjög feimnar og þegar við gerðum síðasta myndbandið okkar vildum við alls ekki sjást mikið. Allra síst sem glansandi bíkínigellur að nudda okkur utan í gæja, enda erum við í uppreisn gegn slíkum myndböndum og ímyndarvæðingu," segir Erla en myndbandið var tilnefnt til Eddunnar. Hugmyndina að myndbandinu segir hún hafa komið frá þeim og þær hafi unnið það í samstarfi við þá Stefán og Gunnar sem framleiddu það. "Við erum núna í hljóðveri að taka upp næsta lag og erum þegar komnar með hugmynd að næsta myndbandi, við viljum endilega vera með á Eddunni á næsta ári, við skemmtum okkur svo vel núna," segir Erla Hús og heimili Mest lesið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Fleiri fréttir Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Sjá meira
"Heimilið í heild sinni er minn uppáhaldstaður, nema eldhúsið því ég er alger eldhúsþræll á mínu heimili og maðurinn minn er algerlega vonlaus í allri eldamennsku, en mér finnst reyndar bara best að fara til mömmu í mat - mamma er best," segir Erla en telur upp kosti hvers króks og kima á heimilinu. "Klósettið klikkar ekki, í herbergi eldri dóttur minnar er tónlistin, hjá yngri dótturinni eru dýrin og hlýjan og hjá syni mínum eru fjörið og litirnir, "segir Erla og bætir við að hjónaherbergið sé náttúrulega góður staður og toppurinn á tilverunni sé að liggja í bólinu með góða bók og konfekt. "Eftirlætisstaðurinn er hérna við borðstofuborðið, en það miðstöð heimilisins, eða stjórnstöðin eins og ég kýs að kalla það. Ég vil hafa yfirsýn yfir allt sem gerist á heimilinu, enda vil ég hafa stjórn á öllu," segir Erla hlæjandi og bætir við að þarna gerist allt á heimilinu. "Núna er ég að undirbúa prófin fyrir skólann og sit hérna við borðið daginn út og daginn inn. Próftíminn er alltaf spennandi og lyftir upp hversdagsleikanum," segir Erla en hún kennir meðal annars sögu og stjórnmálafræði í Flensborgarskóla auk þess sem hún er að útbúa námsefni í kynfræðslu ásamt vinkonu sinni fyrir nemendur í 9. og 10. bekk., en hún segir að slíkt námsefni skorti verulega. Flestir þekkja Erlu þó sennilega úr Dúkkulísunum, þó hún segi bandið sennilega vera það hlédrægasta sem til er. "Við erum mjög feimnar og þegar við gerðum síðasta myndbandið okkar vildum við alls ekki sjást mikið. Allra síst sem glansandi bíkínigellur að nudda okkur utan í gæja, enda erum við í uppreisn gegn slíkum myndböndum og ímyndarvæðingu," segir Erla en myndbandið var tilnefnt til Eddunnar. Hugmyndina að myndbandinu segir hún hafa komið frá þeim og þær hafi unnið það í samstarfi við þá Stefán og Gunnar sem framleiddu það. "Við erum núna í hljóðveri að taka upp næsta lag og erum þegar komnar með hugmynd að næsta myndbandi, við viljum endilega vera með á Eddunni á næsta ári, við skemmtum okkur svo vel núna," segir Erla
Hús og heimili Mest lesið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Fleiri fréttir Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Sjá meira