Söng í hippakommúnu 1. desember 2004 00:01 Eftirminnilegustu jól sem Sólveig Eiríksdóttir heilsufrömuður segist muna eru þau sem hún eyddi í Danaveldi fyrir einum sautján árum og hún hlær þegar hún rifjar upp stemmninguna. "Ég var nýflutt aftur hingað til lands eftir sjö ára vist í Danmörku en ætlaði reyndar að eiga hugguleg jól ytra með vinkonu minni og hennar fjölskyldu á Jótlandi. Allt átti þetta að vera afskaplega rólegt. Systir hennar bjó aftur á móti í nágrenni við Árósa, í alveg dásamlegri hippakommúnu í félagi við hundrað manns, þar sem allir höfðu sína litlu íbúð en ráku sameiginlegan matsal. Þangað fórum við stöllurnar í heimsókn og sá ég fljótlega hversu vel þetta hentaði mér, enda er ég sjálf svo mikill hippi." Þegar upp fyrir Dönunum í kommúnunni rann að í hús var genginn kokkur sem eldaði græna rétti segir Sólveig fjör hafa færst í leikinn. "Án þess að nokkuð væri planað fannst fólkinu alveg frábært að fá lítinn grænmetiskokk í hús og þannig endaði ég í jólaeldhúsinu, þar sem ég gerði gott fyrir þá sem vildu hollustu yfir hátíðirnar. Þeir vildu slá tvær flugur í einu höggi, en siðirnir ytra eru aðeins öðruvísi og þannig voru allir skikkaðir til að stíga á stokk með skemmtiatriði." Þegar líða tók á kvöld og heimafólk var farið að gæða sér á góðum veigum, fóru atriði eitthvað fyrir ofan garð og neðan. Listakokkurinn Sólveig skoraðist þó ekki undan skyldum sínum á ögurstundu og segir fjöldasöng hafa komið sér í hug á síðustu stundu. "Þetta bara dró ég upp úr pússi mínu þegar líða tók á. Söngurinn er enn í minnum manna en lagið hét Lille Ole og var leikið með alls kyns handahreyfingum. Enda hitti Ole fyrir fjöldann allan af dýrum og því urðu allir að leika dýrin og framleiða hin og þessi hljóð með viðeigandi hreyfingum. Það var ekki bara að uppákoman væri hrikalega krúttleg, heldur tókst söngurinn það vel að nú, sautján árum seinna, verður fólki gjarna tíðrætt um litla grænmetiskokkinn sem klykkti út með hundrað manna fjöldasöng að lokinni máltíð. Og svei mér þá ef þau eru ekki bara enn þá að tala um þetta í kommúnunni. Í það minnsta eru þetta eftirminnilegustu jól sem ég hef upplifað." Jól Mest lesið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Gyðingakökur Jól Frá ljósanna hásal Jól Baksýnisspegillinn Jól Íslenskir jólaveinar frá Kína Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Borgardætur - Þorláksmessa Jól Steiktar rjúpubringur á kremuðu grænkáli með bláberjum og gráðosti Jól Gekk ég yfir sjó og land Jól Nótur fyrir píanó Jól
Eftirminnilegustu jól sem Sólveig Eiríksdóttir heilsufrömuður segist muna eru þau sem hún eyddi í Danaveldi fyrir einum sautján árum og hún hlær þegar hún rifjar upp stemmninguna. "Ég var nýflutt aftur hingað til lands eftir sjö ára vist í Danmörku en ætlaði reyndar að eiga hugguleg jól ytra með vinkonu minni og hennar fjölskyldu á Jótlandi. Allt átti þetta að vera afskaplega rólegt. Systir hennar bjó aftur á móti í nágrenni við Árósa, í alveg dásamlegri hippakommúnu í félagi við hundrað manns, þar sem allir höfðu sína litlu íbúð en ráku sameiginlegan matsal. Þangað fórum við stöllurnar í heimsókn og sá ég fljótlega hversu vel þetta hentaði mér, enda er ég sjálf svo mikill hippi." Þegar upp fyrir Dönunum í kommúnunni rann að í hús var genginn kokkur sem eldaði græna rétti segir Sólveig fjör hafa færst í leikinn. "Án þess að nokkuð væri planað fannst fólkinu alveg frábært að fá lítinn grænmetiskokk í hús og þannig endaði ég í jólaeldhúsinu, þar sem ég gerði gott fyrir þá sem vildu hollustu yfir hátíðirnar. Þeir vildu slá tvær flugur í einu höggi, en siðirnir ytra eru aðeins öðruvísi og þannig voru allir skikkaðir til að stíga á stokk með skemmtiatriði." Þegar líða tók á kvöld og heimafólk var farið að gæða sér á góðum veigum, fóru atriði eitthvað fyrir ofan garð og neðan. Listakokkurinn Sólveig skoraðist þó ekki undan skyldum sínum á ögurstundu og segir fjöldasöng hafa komið sér í hug á síðustu stundu. "Þetta bara dró ég upp úr pússi mínu þegar líða tók á. Söngurinn er enn í minnum manna en lagið hét Lille Ole og var leikið með alls kyns handahreyfingum. Enda hitti Ole fyrir fjöldann allan af dýrum og því urðu allir að leika dýrin og framleiða hin og þessi hljóð með viðeigandi hreyfingum. Það var ekki bara að uppákoman væri hrikalega krúttleg, heldur tókst söngurinn það vel að nú, sautján árum seinna, verður fólki gjarna tíðrætt um litla grænmetiskokkinn sem klykkti út með hundrað manna fjöldasöng að lokinni máltíð. Og svei mér þá ef þau eru ekki bara enn þá að tala um þetta í kommúnunni. Í það minnsta eru þetta eftirminnilegustu jól sem ég hef upplifað."
Jól Mest lesið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Gyðingakökur Jól Frá ljósanna hásal Jól Baksýnisspegillinn Jól Íslenskir jólaveinar frá Kína Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Borgardætur - Þorláksmessa Jól Steiktar rjúpubringur á kremuðu grænkáli með bláberjum og gráðosti Jól Gekk ég yfir sjó og land Jól Nótur fyrir píanó Jól