Þakklát fyrir líf þeirra sem lifðu 5. desember 2004 00:01 Líf þriggja ungmenna hékk á bláþræði í eldsvoðanum á Bárustíg á Sauðárkróki á laugardag, þar sem 21 árs maður lét lífið. Piltur sem fannst meðvitundarlaus inni í húsinu er á batavegi og fékk að fara af sjúkrahúsi í gær. Björn Mikaelsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, segir að þakka megi fyrir að slökkviliðsmennirnir hafi fyrst farið inn um þvottahúsið því annars hefði líklega ekki náðst til piltsins í tæka tíð. Björn segir slökkviliðsmann hafa nánast hnotið um piltinn þar sem hann lá í holi fyrir innan þvottahúsið. Stúlka sem var í húsinu var hvött af vegfarendum til að stökka út um glugga þar sem hún stóð sótug í miklum reyk. Piltur sem einnig var á efri hæð hússins komst að sjálfsdáðum niður af svölum þess. Full kirkja var við helgistund í Sauðárkrókskirkju í gær. "Þetta var bænastund þar sem aðallega var verið að þakka fyrir líf þeirra þriggja sem björguðust í brunanum og piltsins sem lést var minnst," segir Guðbjörg Jóhannesdóttir, sóknarprestur á Sauðárkróki. Einnig var minnst á slökkviliðsmennina og aðra sem unnu þrekvirki og voru hætt komnir við störf. Guðbjörg segir mjög dýrmætt að geta sameinast, hugsað til aðstandenda og þakkað fyrir björgunarstarfið sem var unnið. Hún segir mikinn samhug vera á meðal íbúa Sauðárkróks. Eftir bænastundina var jólatré bæjarins tendrað en því hafði verið frestað um einn dag vegna hins hörmulega atburðar. Ungu fólki sem tengjast ungmennunum, sem lentu í brunanum, verður boðið upp að hittast á fundi í dag þar sem veitt verður hópáfallahjálp. Ekki er hægt að segja til um eldsupptök að öðru leyti en að eldurinn var mestur í stofu hússins, í þeim hluta þar sem sófi og stólar eru. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Niceair aflýsir jómfrúarfluginu „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Sjá meira
Líf þriggja ungmenna hékk á bláþræði í eldsvoðanum á Bárustíg á Sauðárkróki á laugardag, þar sem 21 árs maður lét lífið. Piltur sem fannst meðvitundarlaus inni í húsinu er á batavegi og fékk að fara af sjúkrahúsi í gær. Björn Mikaelsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, segir að þakka megi fyrir að slökkviliðsmennirnir hafi fyrst farið inn um þvottahúsið því annars hefði líklega ekki náðst til piltsins í tæka tíð. Björn segir slökkviliðsmann hafa nánast hnotið um piltinn þar sem hann lá í holi fyrir innan þvottahúsið. Stúlka sem var í húsinu var hvött af vegfarendum til að stökka út um glugga þar sem hún stóð sótug í miklum reyk. Piltur sem einnig var á efri hæð hússins komst að sjálfsdáðum niður af svölum þess. Full kirkja var við helgistund í Sauðárkrókskirkju í gær. "Þetta var bænastund þar sem aðallega var verið að þakka fyrir líf þeirra þriggja sem björguðust í brunanum og piltsins sem lést var minnst," segir Guðbjörg Jóhannesdóttir, sóknarprestur á Sauðárkróki. Einnig var minnst á slökkviliðsmennina og aðra sem unnu þrekvirki og voru hætt komnir við störf. Guðbjörg segir mjög dýrmætt að geta sameinast, hugsað til aðstandenda og þakkað fyrir björgunarstarfið sem var unnið. Hún segir mikinn samhug vera á meðal íbúa Sauðárkróks. Eftir bænastundina var jólatré bæjarins tendrað en því hafði verið frestað um einn dag vegna hins hörmulega atburðar. Ungu fólki sem tengjast ungmennunum, sem lentu í brunanum, verður boðið upp að hittast á fundi í dag þar sem veitt verður hópáfallahjálp. Ekki er hægt að segja til um eldsupptök að öðru leyti en að eldurinn var mestur í stofu hússins, í þeim hluta þar sem sófi og stólar eru.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Niceair aflýsir jómfrúarfluginu „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Sjá meira