Kröfur um frestun kosninga aukast 5. desember 2004 00:01 Kröfur um að fresta írösku kosningunum verða sífellt háværari samhliða því sem fleiri látast í árásum vígamanna. Tæplega hundrað manns hafa farist í árásum vígamanna síðustu þrjá daga og virðist ekkert lát vera á árásum. "Hvernig geta menn ímyndað sér, í öllu því ofbeldi sem geisar, að frambjóðendur geti farið í kosningaferðalög og hvernig er hægt að tryggja að kjósendur geti farið á kjörstað án þess að stofna lífi sínu í hættu?" spurði Mishan al-Juburi, einn um 200 stjórnmálamanna úr röðum súnní-múslima sem komu saman í Bagdad í gær. Fundarmenn í Bagdad, fulltrúar margra smárra flokka, hvöttu til þess að kosningunum, sem eiga að fara fram 30. janúar, yrði frestað. Þeir sögðu það betra en að þær færu fram við núverandi aðstæður sem byðu upp á að kosningarnar yrðu mislukkaðar, slíkt græfi undan lögmæti samkomunnar sem verður kosin og á að setja Írak stjórnsýslulög. Ghazi al-Yawar, forseti Íraks, sagði í gær að Írakar stæðu frammi fyrir vandamálum sem gerðu það erfiðleikum bundið að halda kosningar en sagði það þó hægt ef alþjóðasamélagið veitti Írökum nægilegan stuðning. "Við teljum ekki að það leysi nokkurn vanda að fresta kosningunum," sagði forsetinn í viðtali á NBC sjónvarpsstöðinni. Skrásetning kjósenda hófst í síðasta mánuði en hefur gengið misjafnlega eftir landsvæðum. Sums staðar í Írak, einkum í súnní-þríhyrningnum, hefur ástandið þótt of hættulegt til að hægt væri að hefja skráningu. Blóðbaðið í gær hófst með því að sjö vígamenn réðust á tvær rútur sem fluttu starfsmenn fjölþjóðahersins í Tikrit í gærmorgun. Árásarmennirnir skutu úr hríðskotarifflum sínum á rúturnar og myrtu sautján manns auk þess sem þrettán særðust. Klukkustund síðar sprakk bílsprengja á eftirlitsstöð íraska þjóðvarðliðsins í Beiji og vígamenn hófu skothríð á þjóðvarðliðana, þrír þeirra féllu og átján særðust. Síðar um daginn sátu skæruliðar fyrir sveit íraskra þjóðvarðliða í Latifiyah, felldu tvo og særðu tíu. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Sjá meira
Kröfur um að fresta írösku kosningunum verða sífellt háværari samhliða því sem fleiri látast í árásum vígamanna. Tæplega hundrað manns hafa farist í árásum vígamanna síðustu þrjá daga og virðist ekkert lát vera á árásum. "Hvernig geta menn ímyndað sér, í öllu því ofbeldi sem geisar, að frambjóðendur geti farið í kosningaferðalög og hvernig er hægt að tryggja að kjósendur geti farið á kjörstað án þess að stofna lífi sínu í hættu?" spurði Mishan al-Juburi, einn um 200 stjórnmálamanna úr röðum súnní-múslima sem komu saman í Bagdad í gær. Fundarmenn í Bagdad, fulltrúar margra smárra flokka, hvöttu til þess að kosningunum, sem eiga að fara fram 30. janúar, yrði frestað. Þeir sögðu það betra en að þær færu fram við núverandi aðstæður sem byðu upp á að kosningarnar yrðu mislukkaðar, slíkt græfi undan lögmæti samkomunnar sem verður kosin og á að setja Írak stjórnsýslulög. Ghazi al-Yawar, forseti Íraks, sagði í gær að Írakar stæðu frammi fyrir vandamálum sem gerðu það erfiðleikum bundið að halda kosningar en sagði það þó hægt ef alþjóðasamélagið veitti Írökum nægilegan stuðning. "Við teljum ekki að það leysi nokkurn vanda að fresta kosningunum," sagði forsetinn í viðtali á NBC sjónvarpsstöðinni. Skrásetning kjósenda hófst í síðasta mánuði en hefur gengið misjafnlega eftir landsvæðum. Sums staðar í Írak, einkum í súnní-þríhyrningnum, hefur ástandið þótt of hættulegt til að hægt væri að hefja skráningu. Blóðbaðið í gær hófst með því að sjö vígamenn réðust á tvær rútur sem fluttu starfsmenn fjölþjóðahersins í Tikrit í gærmorgun. Árásarmennirnir skutu úr hríðskotarifflum sínum á rúturnar og myrtu sautján manns auk þess sem þrettán særðust. Klukkustund síðar sprakk bílsprengja á eftirlitsstöð íraska þjóðvarðliðsins í Beiji og vígamenn hófu skothríð á þjóðvarðliðana, þrír þeirra féllu og átján særðust. Síðar um daginn sátu skæruliðar fyrir sveit íraskra þjóðvarðliða í Latifiyah, felldu tvo og særðu tíu.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Sjá meira