Liðið stendur og fellur með mér 6. desember 2004 00:01 Fjórir riðlar í meistaradeildinni í fótbolta ljúka keppni í kvöld og verður þá ljóst hvaða átta lið fara upp úr þessum fjórum riðlum. Fimm lið, PSV Eindhoven, AC Milan, Barcelona, Internazionale og Chelsea eru örugg áfram í sextán liða úrslit. Hart er barist um hin þrjú sætin sem í boði eru. Arsenal og gríska liðið Panathinaikos berjast um lausa sætið í E-riðli. Arsenal stendur með pálmann í höndunum þar sem liðið þarf eingöngu að vinna norska liðið Rosenborg á sínum eigin heimavelli til að komast áfram. Rosenborg hefur ekki unnið leik í meistaradeildinni í þrjú ár og ekki unnið leik á útivelli í fimm ár, tapað fjórtán leikjum af þeim fimmtán sem liðið hefur spilað á þeim tímapunkti. Patrick Vieira og Lauren verða í banni en framherjinn magnaði Thierry Henry, sem skoraði tvö mörk Arsenal gegn Birmingham um helgina, veit að það er aðeins hann sem kemur til með að skilja á milli feigs og ófeigs í tilfelli Arsenal. Henry mun væntanlega verða fyrirliði Arsenal í fjarveru Patricks Vieira og finnur til ábyrgðar. "Ef liðið vinnur ekki gegn Rosenborg þá veit ég að ég verð gagnrýndur, hvernig sem ég spila. Ef við dettum út úr keppninni þá verður það mín sök hvort sem mér líkar það betur eða verr og þannig er það bara. Þið getið þó treyst því að ég mun ekki missa svefn yfir því og myndi aldrei vilja vera í annarri aðstöðu. Þetta er ástæðan fyrir því að ég vildi spila fótbolta. Þegar illa gengur þá verða menn að sætta sig við það, leggja sig fram, bera höfuðið hátt og koma til baka," sagði Henry. Það er lítil spenna í F-riðli því AC Milan og Barcelona hafa bæði tryggt sér sæti í sextán liða úrslitum. Eina spennan í riðlinum er hvort Celtic eða úkraínska liðið Shakhtar nái þriðja sætinu í riðlinum og þar með sæti í Evrópukeppni félagsliða. Forráðamenn Barcelona höfðu áhyggjur af öryggi sinna manna í Úkraínu vegna öngþveitisins sem þar ríkir en Shakhtar hefur sýnt Knattspyrnusambandi Evrópu fram á að tilhlýðilegar öryggisráðstafanir verði gerðar. Barcelona ætlar sér væntanlega að reyna að velta AC Milan úr sessi í toppsætinu og getur gert það ef ítalska liðið tapar og það vinnur í Úkraínu. Celtic þarf hins vegar að ná betri úrslitum en Shakhtar þar sem úkraínska liðið er með betri árangur í innbyrðisviðureignum. Hinn eiginlegi úrslitaleikur kvöldsins fer fram á Mestalla-leikvanginum í Valencia þar sem Valencia og þýsku meistararnir Werder Bremen mætast í hreinum úrslitaleik um það hvort liðið kemst í sextán liða úrslitin úr G-riðli en Internazionale er þegar búið að tryggja sig áfram. Valencia verður að vinna Werder Bremen með meira en einu marki þar sem Bremen er með þriggja stiga forystu og vann fyrri leik liðanna 2-1. Helsti markaskorari Bremen, Króatinn Ivan Klasnic, er meiddur og verður væntanlega ekki með og það gæti haft áhrif á lið Werder Bremen. Helsta spennan í H-riðli snýst um hvort Jose Mourinho, stjóri Chelsea, komist lifandi frá heimsókn sinni til föðurlandsins. Hann er með sex lífverði á sínum snærum en þarf ekki að hafa áhyggjur af úrslitunum því Chelsea hefur fyrir lifandis löngu tryggt sér sigur í riðlinum. Porto gæti komist í sögubækurnar sem fyrsta meistaraliðið sem kemst ekki í átta liða úrslit því liðið þarf að vinna Chelsea og treysta á að CSKA Moskva vinni Paris St. Germain á útivelli. Rússarnir eiga einnig möguleika ef þeir vinna í París og Porto vinnur ekki Chelsea. Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Nýr landsliðsþjálfari kynntur Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ „Gerðum gott úr þessu“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Sjá meira
Fjórir riðlar í meistaradeildinni í fótbolta ljúka keppni í kvöld og verður þá ljóst hvaða átta lið fara upp úr þessum fjórum riðlum. Fimm lið, PSV Eindhoven, AC Milan, Barcelona, Internazionale og Chelsea eru örugg áfram í sextán liða úrslit. Hart er barist um hin þrjú sætin sem í boði eru. Arsenal og gríska liðið Panathinaikos berjast um lausa sætið í E-riðli. Arsenal stendur með pálmann í höndunum þar sem liðið þarf eingöngu að vinna norska liðið Rosenborg á sínum eigin heimavelli til að komast áfram. Rosenborg hefur ekki unnið leik í meistaradeildinni í þrjú ár og ekki unnið leik á útivelli í fimm ár, tapað fjórtán leikjum af þeim fimmtán sem liðið hefur spilað á þeim tímapunkti. Patrick Vieira og Lauren verða í banni en framherjinn magnaði Thierry Henry, sem skoraði tvö mörk Arsenal gegn Birmingham um helgina, veit að það er aðeins hann sem kemur til með að skilja á milli feigs og ófeigs í tilfelli Arsenal. Henry mun væntanlega verða fyrirliði Arsenal í fjarveru Patricks Vieira og finnur til ábyrgðar. "Ef liðið vinnur ekki gegn Rosenborg þá veit ég að ég verð gagnrýndur, hvernig sem ég spila. Ef við dettum út úr keppninni þá verður það mín sök hvort sem mér líkar það betur eða verr og þannig er það bara. Þið getið þó treyst því að ég mun ekki missa svefn yfir því og myndi aldrei vilja vera í annarri aðstöðu. Þetta er ástæðan fyrir því að ég vildi spila fótbolta. Þegar illa gengur þá verða menn að sætta sig við það, leggja sig fram, bera höfuðið hátt og koma til baka," sagði Henry. Það er lítil spenna í F-riðli því AC Milan og Barcelona hafa bæði tryggt sér sæti í sextán liða úrslitum. Eina spennan í riðlinum er hvort Celtic eða úkraínska liðið Shakhtar nái þriðja sætinu í riðlinum og þar með sæti í Evrópukeppni félagsliða. Forráðamenn Barcelona höfðu áhyggjur af öryggi sinna manna í Úkraínu vegna öngþveitisins sem þar ríkir en Shakhtar hefur sýnt Knattspyrnusambandi Evrópu fram á að tilhlýðilegar öryggisráðstafanir verði gerðar. Barcelona ætlar sér væntanlega að reyna að velta AC Milan úr sessi í toppsætinu og getur gert það ef ítalska liðið tapar og það vinnur í Úkraínu. Celtic þarf hins vegar að ná betri úrslitum en Shakhtar þar sem úkraínska liðið er með betri árangur í innbyrðisviðureignum. Hinn eiginlegi úrslitaleikur kvöldsins fer fram á Mestalla-leikvanginum í Valencia þar sem Valencia og þýsku meistararnir Werder Bremen mætast í hreinum úrslitaleik um það hvort liðið kemst í sextán liða úrslitin úr G-riðli en Internazionale er þegar búið að tryggja sig áfram. Valencia verður að vinna Werder Bremen með meira en einu marki þar sem Bremen er með þriggja stiga forystu og vann fyrri leik liðanna 2-1. Helsti markaskorari Bremen, Króatinn Ivan Klasnic, er meiddur og verður væntanlega ekki með og það gæti haft áhrif á lið Werder Bremen. Helsta spennan í H-riðli snýst um hvort Jose Mourinho, stjóri Chelsea, komist lifandi frá heimsókn sinni til föðurlandsins. Hann er með sex lífverði á sínum snærum en þarf ekki að hafa áhyggjur af úrslitunum því Chelsea hefur fyrir lifandis löngu tryggt sér sigur í riðlinum. Porto gæti komist í sögubækurnar sem fyrsta meistaraliðið sem kemst ekki í átta liða úrslit því liðið þarf að vinna Chelsea og treysta á að CSKA Moskva vinni Paris St. Germain á útivelli. Rússarnir eiga einnig möguleika ef þeir vinna í París og Porto vinnur ekki Chelsea.
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Nýr landsliðsþjálfari kynntur Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ „Gerðum gott úr þessu“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða