Úrslit úr Meistaradeildinni 7. desember 2004 00:01 Þá er leikjum í E, F, G og H riðli í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu lokið. Í E-riðli Sigraði Arsenal Rosenborg frá Noregi auðveldlega með fimm mörkum gegn einu. Reyes, Henry og Fabregas komu Arsenal í 3-0, en Erik Hoftun minnkaði muninn fyrir Rosenborg. Robert Pires kom Arsenal í 4-1 með marki úr vítaspyrnu og Robin Van Persie inniglaði svo sigurinn eftir að hafa komið inná sem varamaður með marki fimm mínútum fyrir leikslok. Í hinum leik riðilsins sigraði Panathinaikos PSV örugglega 4-1 á Apostolos Nikolaidis Stadium í Grikklandi. Dimitrios Papadopoulos kom heimamönnum yfir eftir hálftíma leik, en DaMarcus Beasley jafnaði sjö mínútum síðar. Markus Munch kom svo heimamönnum í 3-1 með tveimur mörkum, því fyrra úr vítaspyrnu, áður en Lucian Sanmartean innsiglaði sigurinn níu mínútum fyrir leikslok. Arsenal og PSV komast upp úr riðlinum en Panathinaikos fer í UEFA keppnina. Í F-riðli Sigraði Shakhtar Donetsk Barselona 2-0 með tveimur mörkum frá Julius Aghahowa í fyrri hálfleik. Í hinum leiknum gerðu Celtic og AC Milan markalaust jafntefli í Skotlandi. Fyrir kvöldið voru bæði Barcelona og AC Milan komin áfram og því aðeins spurning um hvort Celtic eða Shakhtar Donetsk kæmist í UEFA keppnina. Með sigri Shakhtar Donetsk tryggðu þeir sér þriðja sætið og sæti í UEFA keppninni, en Celtic situr eftir með sárt ennið. Í G-riðli Sigraði Inter Anderlecht 3-0. Julio Cruz kom Inter yfir á 32. mínútu og hinn ungi Obafemi Martins bætti tveimur mörkum við í síðari hálfleik. Í hinum leik riðilsins tapaði Valencia fyrir Werder Bremen á Mesalla vellinum í Valencia. Með sigrinum tryggði Bremen sig áfram, ásamt Inter, en Valencia þarf að gera sér sæti í UEFA keppninni að góðu. Í H-riðli tapaði Chelsea gegn Porto á Estadio do Dragao í Portúgal. Damien Duff kom Chelsea yfir í fyrri hálfleik en Ribas Diego og Benni McCarthy tryggðu Porto sigur í þeim síðari. Í hinum leik riðilsins sigraði CSKA Moskva PSG í Frakklandi. Sergei Semak kom CSKA Moskva yfir á 29. mínútu en Fabrice Pancrate jafnaði á þeirri 37. Á 54. mínútu var Deividas Semberas rekinn af velli hjá CSKA, en einum færri tókst þeim að skora á 64. mínútu og var þar að verki Sergei Semak aftur. Á 70. mínútu fullkomnaði Semak síðan þrennuna og tryggði CSKA 3-1 sigur. Á loka mínútu leiksins var síðan Bernard Mendy rekin af velli hjá Frökkunum. Eftir úrslit kvöldsins er ljóst að Chelsea og Porto komast áfram í 16-liða úrslitin, en CSKA Moskva fer í UEFA keppnina. Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Þá er leikjum í E, F, G og H riðli í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu lokið. Í E-riðli Sigraði Arsenal Rosenborg frá Noregi auðveldlega með fimm mörkum gegn einu. Reyes, Henry og Fabregas komu Arsenal í 3-0, en Erik Hoftun minnkaði muninn fyrir Rosenborg. Robert Pires kom Arsenal í 4-1 með marki úr vítaspyrnu og Robin Van Persie inniglaði svo sigurinn eftir að hafa komið inná sem varamaður með marki fimm mínútum fyrir leikslok. Í hinum leik riðilsins sigraði Panathinaikos PSV örugglega 4-1 á Apostolos Nikolaidis Stadium í Grikklandi. Dimitrios Papadopoulos kom heimamönnum yfir eftir hálftíma leik, en DaMarcus Beasley jafnaði sjö mínútum síðar. Markus Munch kom svo heimamönnum í 3-1 með tveimur mörkum, því fyrra úr vítaspyrnu, áður en Lucian Sanmartean innsiglaði sigurinn níu mínútum fyrir leikslok. Arsenal og PSV komast upp úr riðlinum en Panathinaikos fer í UEFA keppnina. Í F-riðli Sigraði Shakhtar Donetsk Barselona 2-0 með tveimur mörkum frá Julius Aghahowa í fyrri hálfleik. Í hinum leiknum gerðu Celtic og AC Milan markalaust jafntefli í Skotlandi. Fyrir kvöldið voru bæði Barcelona og AC Milan komin áfram og því aðeins spurning um hvort Celtic eða Shakhtar Donetsk kæmist í UEFA keppnina. Með sigri Shakhtar Donetsk tryggðu þeir sér þriðja sætið og sæti í UEFA keppninni, en Celtic situr eftir með sárt ennið. Í G-riðli Sigraði Inter Anderlecht 3-0. Julio Cruz kom Inter yfir á 32. mínútu og hinn ungi Obafemi Martins bætti tveimur mörkum við í síðari hálfleik. Í hinum leik riðilsins tapaði Valencia fyrir Werder Bremen á Mesalla vellinum í Valencia. Með sigrinum tryggði Bremen sig áfram, ásamt Inter, en Valencia þarf að gera sér sæti í UEFA keppninni að góðu. Í H-riðli tapaði Chelsea gegn Porto á Estadio do Dragao í Portúgal. Damien Duff kom Chelsea yfir í fyrri hálfleik en Ribas Diego og Benni McCarthy tryggðu Porto sigur í þeim síðari. Í hinum leik riðilsins sigraði CSKA Moskva PSG í Frakklandi. Sergei Semak kom CSKA Moskva yfir á 29. mínútu en Fabrice Pancrate jafnaði á þeirri 37. Á 54. mínútu var Deividas Semberas rekinn af velli hjá CSKA, en einum færri tókst þeim að skora á 64. mínútu og var þar að verki Sergei Semak aftur. Á 70. mínútu fullkomnaði Semak síðan þrennuna og tryggði CSKA 3-1 sigur. Á loka mínútu leiksins var síðan Bernard Mendy rekin af velli hjá Frökkunum. Eftir úrslit kvöldsins er ljóst að Chelsea og Porto komast áfram í 16-liða úrslitin, en CSKA Moskva fer í UEFA keppnina.
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira