Miltisbrandssýkt hross brennd 9. desember 2004 00:01 Hræ fjögurra hrossa sem greindust með miltisbrand við eyðibýlið Sjónarhól á Vatnsleysuströnd voru brennd í gær. Tíu manns hafa fengið læknismeðferð vegna hugsanlegrar miltisbrandssýkingar. Guðrún Sigmundsdóttir, yfirlæknir á sóttvarnarsviði Landlæknis, segir fólkið ekki vera veikt en það fái sýklalyf í skamman tíma sem fyrirbyggjandi meðferð. Guðrún segist ekki gera ráð fyrir fleiri svona tilfellum í dýrum en fólk eigi samt að vera meðvitað um einkennin. Hún segir mjög litlar líkur á því að sýkingin berist í fólk en ef það komi niður á dýraleifar í jarðvegi beri því að hafa samband við dýralækni. Athygli vakti að grafa sem var notuð til að urða eitt hrossanna hafði verið flutt austur í Þingvallasveit án athugasemda heilbrigðisyfirvalda. Magnús Guðjónsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, segir að ekki hafi verið vitað að hrossið væri sýkt af miltisbrandi þegar grafan var flutt austur. Auk þess séu engin líkindi á því að grafan flytji smit þar sem dýr verði að komast í snertingu við sýkt dýr eða jarðveg til að veikjast. Svæðið í kringum Sjónarhól er ennþá afgirt og umferð um það verður áfram takmörkuð. Búið er að taka sýni úr tjörn sem verður rannsakað en Magnús segir litlar líkur á því að finna upptök sýkingarinnar nema að menn rambi á hræ, hugsanlega í fjörukambinum. Yfirleitt kemur sýkingin upp við jarðvegsrof. Sigurður Sigurðarson dýralæknir auglýsti nýlega eftir upplýsingum frá almenningi um hvar miltisbrandssýkt dýr væru grafin. "Það er mikilvægt að menn vakni til vitundar um þessa hættu sem leynist undir yfirborðinu," segir Sigurður. Hann biður þá sem vita um slíka staði að láta sig vita. Á milli þrjátíu og fjörutíu manns hafa hringt í hann með upplýsingar. Meðal annars hefur komið í ljós að sýkt kýr var grafin þar sem Hlemmur er nú og honum hefur verið greint frá nokkrum stöðum á Seltjarnarnesi og í Hafnarfirði. Sigurður biður menn um að vera á varðbergi gagnvart þessu, sérstaklega verktakar sem grafa fyrir húsum. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja Sjá meira
Hræ fjögurra hrossa sem greindust með miltisbrand við eyðibýlið Sjónarhól á Vatnsleysuströnd voru brennd í gær. Tíu manns hafa fengið læknismeðferð vegna hugsanlegrar miltisbrandssýkingar. Guðrún Sigmundsdóttir, yfirlæknir á sóttvarnarsviði Landlæknis, segir fólkið ekki vera veikt en það fái sýklalyf í skamman tíma sem fyrirbyggjandi meðferð. Guðrún segist ekki gera ráð fyrir fleiri svona tilfellum í dýrum en fólk eigi samt að vera meðvitað um einkennin. Hún segir mjög litlar líkur á því að sýkingin berist í fólk en ef það komi niður á dýraleifar í jarðvegi beri því að hafa samband við dýralækni. Athygli vakti að grafa sem var notuð til að urða eitt hrossanna hafði verið flutt austur í Þingvallasveit án athugasemda heilbrigðisyfirvalda. Magnús Guðjónsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, segir að ekki hafi verið vitað að hrossið væri sýkt af miltisbrandi þegar grafan var flutt austur. Auk þess séu engin líkindi á því að grafan flytji smit þar sem dýr verði að komast í snertingu við sýkt dýr eða jarðveg til að veikjast. Svæðið í kringum Sjónarhól er ennþá afgirt og umferð um það verður áfram takmörkuð. Búið er að taka sýni úr tjörn sem verður rannsakað en Magnús segir litlar líkur á því að finna upptök sýkingarinnar nema að menn rambi á hræ, hugsanlega í fjörukambinum. Yfirleitt kemur sýkingin upp við jarðvegsrof. Sigurður Sigurðarson dýralæknir auglýsti nýlega eftir upplýsingum frá almenningi um hvar miltisbrandssýkt dýr væru grafin. "Það er mikilvægt að menn vakni til vitundar um þessa hættu sem leynist undir yfirborðinu," segir Sigurður. Hann biður þá sem vita um slíka staði að láta sig vita. Á milli þrjátíu og fjörutíu manns hafa hringt í hann með upplýsingar. Meðal annars hefur komið í ljós að sýkt kýr var grafin þar sem Hlemmur er nú og honum hefur verið greint frá nokkrum stöðum á Seltjarnarnesi og í Hafnarfirði. Sigurður biður menn um að vera á varðbergi gagnvart þessu, sérstaklega verktakar sem grafa fyrir húsum.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja Sjá meira