Leggja saman kraftana í kortin 10. desember 2004 00:01 Hjónin Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra, og Edda Guðmundsdóttir senda heimagerð jólakort í ár eins og oft áður. Kortin prýðir mynd af málverki eftir Eddu sem er frístundamálari en Steingrímur vinnur kortin í tölvunni og prentar þau út á góðan pappír. "Konan er búin að mála í mörg ár en ég byrjaði nú ekki að búa til þessi kort fyrr en fyrir svona sex árum. Ég hef yfirleitt tekið myndir af málverkunum hennar og svo valið eitthvað úr þeim. En einu sinni notuðum við reyndar mynd sem var tekin af okkur feðgum þremur saman á toppi Hvannadalshnjúks," segir Steingrímur. Hversu mörg kort skyldi hann svo búa til þetta árið? "Við sendum svona 100 og ég er búinn með 26. Þá kláraðist liturinn í prentaranum og ég á eftir að ná mér í nýjan." Edda með kortið í ár og fyrirmyndina.Sýnishorn af kortum fyrri ára. Jól Mest lesið Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 2. desember Jól Jólakaka frá ömmu Jólin Óhefðbundinn jólamatur meistarakokksins: Rauðkál með rauðum berjum og steikt spregilkál Jólin Ljós í myrkri Jól Kalkúnafylling Jól Grýla kallar á börnin sín Jól Hljómsveitin gafst upp Jólin Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 13. desember Jól Opnunartímar Kringlunnar Jól Glys og glamúr um hátíðarnar Jól
Hjónin Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra, og Edda Guðmundsdóttir senda heimagerð jólakort í ár eins og oft áður. Kortin prýðir mynd af málverki eftir Eddu sem er frístundamálari en Steingrímur vinnur kortin í tölvunni og prentar þau út á góðan pappír. "Konan er búin að mála í mörg ár en ég byrjaði nú ekki að búa til þessi kort fyrr en fyrir svona sex árum. Ég hef yfirleitt tekið myndir af málverkunum hennar og svo valið eitthvað úr þeim. En einu sinni notuðum við reyndar mynd sem var tekin af okkur feðgum þremur saman á toppi Hvannadalshnjúks," segir Steingrímur. Hversu mörg kort skyldi hann svo búa til þetta árið? "Við sendum svona 100 og ég er búinn með 26. Þá kláraðist liturinn í prentaranum og ég á eftir að ná mér í nýjan." Edda með kortið í ár og fyrirmyndina.Sýnishorn af kortum fyrri ára.
Jól Mest lesið Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 2. desember Jól Jólakaka frá ömmu Jólin Óhefðbundinn jólamatur meistarakokksins: Rauðkál með rauðum berjum og steikt spregilkál Jólin Ljós í myrkri Jól Kalkúnafylling Jól Grýla kallar á börnin sín Jól Hljómsveitin gafst upp Jólin Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 13. desember Jól Opnunartímar Kringlunnar Jól Glys og glamúr um hátíðarnar Jól