Reykbúr flutt vegna dópsala 15. desember 2004 00:01 Dópsalar hafa lagt snörur sínar fyrir sjúklinga á geðsviði Landspítala háskólasjúkrahúss, með því að reyna að selja þeim fíkniefni. Dópsalarnir hafa nýtt sér reykingaskýli sem er við innganginn á byggingunni í þessum tilgangi. Þá hefur komið fyrir að utanaðkomandi fólk hefur fundist sofandi í skýlinu að morgni. Til að stemma stigu við þessu hefur verið ákveðið að flytja reykingaaðstöðina inn í bygginguna þar sem óviðkomandi hafa alls ekki aðgang að henni. Eydís Sveinbjarnardóttir sviðsstjóri á geðsviði LSH staðfesti aðspurð við Fréttablaðið að borið hefði á ofangreindum vandamálum. Hún sagði að þau heyrðu brátt sögunni til þegar aðstaðan yrði flutt. Stranglega yrði fylgst með að ekki færu aðrir inn í hana en þeir sem þar mættu vera. Hún sagði enn fremur, að stjórnendur á geðsviði hefðu lengi verið á móti því að reykingaaðstaðan væri við fyrstu aðkomu að byggingunni eins og verið hefði. Hún sagði það hins vegar ekki endilega markmið stjórnenda geðsviðsins að fólk hætti að reykja í meðferð. "Ef fólki líður illa andlega er það kannski ekki það fyrsta sem það hugsar um, að reyna að hætta að reykja," sagði Eydís. "Við höfum skapað reykaðstaða fyrir sjúklinga okkar. Hér á Hringbrautinni hefur það verið þetta glerbúr við innganginn, sem okkur hefur fundist miður skemmtilega staðsett, alveg við aðkomuna inn í húsið." Eydís sagði að nú ætti að nota tækifærið, þar sem veitt hefði verið fjármagn í fyrstu hæð byggingarinnar, og færa reykaðstöðuna in í horn á gangi, þannig að innangengt yrði í hana af öllum deildunum, sem væru fjórar talsins. Henni yrði lokað að öðru leyti þannig, að fólk sem væri fyrir utan gengi ekki beint inn í reykingabúrið heldur þyrfti að fara fram hjá öryggisvörðunum. "Þeir hafa átt erfitt með að fylgjast grannt með umgangi um húsið vegna þess að það er svo mikill umferð í og úr reykhúsinu," sagði Eydís. "En nú verður það flutt." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Lög og regla Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Sýna íslensku með hreim þolinmæði Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Dópsalar hafa lagt snörur sínar fyrir sjúklinga á geðsviði Landspítala háskólasjúkrahúss, með því að reyna að selja þeim fíkniefni. Dópsalarnir hafa nýtt sér reykingaskýli sem er við innganginn á byggingunni í þessum tilgangi. Þá hefur komið fyrir að utanaðkomandi fólk hefur fundist sofandi í skýlinu að morgni. Til að stemma stigu við þessu hefur verið ákveðið að flytja reykingaaðstöðina inn í bygginguna þar sem óviðkomandi hafa alls ekki aðgang að henni. Eydís Sveinbjarnardóttir sviðsstjóri á geðsviði LSH staðfesti aðspurð við Fréttablaðið að borið hefði á ofangreindum vandamálum. Hún sagði að þau heyrðu brátt sögunni til þegar aðstaðan yrði flutt. Stranglega yrði fylgst með að ekki færu aðrir inn í hana en þeir sem þar mættu vera. Hún sagði enn fremur, að stjórnendur á geðsviði hefðu lengi verið á móti því að reykingaaðstaðan væri við fyrstu aðkomu að byggingunni eins og verið hefði. Hún sagði það hins vegar ekki endilega markmið stjórnenda geðsviðsins að fólk hætti að reykja í meðferð. "Ef fólki líður illa andlega er það kannski ekki það fyrsta sem það hugsar um, að reyna að hætta að reykja," sagði Eydís. "Við höfum skapað reykaðstaða fyrir sjúklinga okkar. Hér á Hringbrautinni hefur það verið þetta glerbúr við innganginn, sem okkur hefur fundist miður skemmtilega staðsett, alveg við aðkomuna inn í húsið." Eydís sagði að nú ætti að nota tækifærið, þar sem veitt hefði verið fjármagn í fyrstu hæð byggingarinnar, og færa reykaðstöðuna in í horn á gangi, þannig að innangengt yrði í hana af öllum deildunum, sem væru fjórar talsins. Henni yrði lokað að öðru leyti þannig, að fólk sem væri fyrir utan gengi ekki beint inn í reykingabúrið heldur þyrfti að fara fram hjá öryggisvörðunum. "Þeir hafa átt erfitt með að fylgjast grannt með umgangi um húsið vegna þess að það er svo mikill umferð í og úr reykhúsinu," sagði Eydís. "En nú verður það flutt."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Lög og regla Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Sýna íslensku með hreim þolinmæði Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira