Taugspenna á lokasprettinum 18. desember 2004 00:01 Lokahnykkur margra mánaða vinnu Baugs við undirbúning kaupa á Big Food var dramatískur. Samkvæmt reglum varð að liggja fyrir samkomulag um kaupin fyrir miðnætti á föstudagskvöld. Hópur bankamanna og hundrað lögfræðingar unnnu að því að koma saman flóknustu og umfangsmestu viðskiptum sem íslenskt fyrirtæki hefur komið að. Unnið var í mörgum herbergjum og þegar klukkuna vantaði 20 mínútur í miðnætti var ljóst að enn voru nokkur óleyst mál. "Það var gríðarleg taugaspenna í salnum," segir Pálmi Haraldsson sem fer fyrir hópi fjárfesta sem mun stýra Iceland verslununum. "Við erum búnir að vinna að þessum kaupum myrkranna á milli í marga mánuði." Taugaspennan réð ríkjum og allir lögfræðingar voru kallaðir fram. Deutce bank var ráðgefandi aðili í viðskiptunum og forystumaður bankans kallaði alla hersinguna fram og sagði ljóst að viðskiptin myndu ekki klárast fyrir miðnætti. Hann lagði til að samningsaðilar myndu skuldbinda sig til að leysa það sem út af stóð um nóttina. Að öðrum kosti yrði að blása viðskiptin af. Fulltrúar íslenskra banka, Bank of Scotland og Baugs römbuðu á barmi taugaáfalls. Yfirlýsingin yrði að vera skuldbindandi. Ekki mætti standa upp frá borði án niðurstöðu. Nú var unnið hratt og aðilar viðskiptanna gátu gefið út skuldbindandi yfirlýsingar, fyrir utan það að fulltrúar Bank of Scotland þurftu leyfi á æðri stöðum fyrir einni ákvörðun. Klukkan tifaði og þegar hana vantaði fimm mínútur í tólf lá leyfið ekki fyrir. Samkvæmt lýsingu viðstaddra var andrúmsloftið rafmagnað, menn öskruðu hver á annan: "Is it yes?" Eina mínútu í tólf sagði Bank of Scotland já. Þegar menn náðu andanum heyrðist sagt við fulltrúa Baugs. "Gerið þið ykkur grein fyrir að þið eruð stærsti einstaki viðskipavinur Bank of Scotland." Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Sjá meira
Lokahnykkur margra mánaða vinnu Baugs við undirbúning kaupa á Big Food var dramatískur. Samkvæmt reglum varð að liggja fyrir samkomulag um kaupin fyrir miðnætti á föstudagskvöld. Hópur bankamanna og hundrað lögfræðingar unnnu að því að koma saman flóknustu og umfangsmestu viðskiptum sem íslenskt fyrirtæki hefur komið að. Unnið var í mörgum herbergjum og þegar klukkuna vantaði 20 mínútur í miðnætti var ljóst að enn voru nokkur óleyst mál. "Það var gríðarleg taugaspenna í salnum," segir Pálmi Haraldsson sem fer fyrir hópi fjárfesta sem mun stýra Iceland verslununum. "Við erum búnir að vinna að þessum kaupum myrkranna á milli í marga mánuði." Taugaspennan réð ríkjum og allir lögfræðingar voru kallaðir fram. Deutce bank var ráðgefandi aðili í viðskiptunum og forystumaður bankans kallaði alla hersinguna fram og sagði ljóst að viðskiptin myndu ekki klárast fyrir miðnætti. Hann lagði til að samningsaðilar myndu skuldbinda sig til að leysa það sem út af stóð um nóttina. Að öðrum kosti yrði að blása viðskiptin af. Fulltrúar íslenskra banka, Bank of Scotland og Baugs römbuðu á barmi taugaáfalls. Yfirlýsingin yrði að vera skuldbindandi. Ekki mætti standa upp frá borði án niðurstöðu. Nú var unnið hratt og aðilar viðskiptanna gátu gefið út skuldbindandi yfirlýsingar, fyrir utan það að fulltrúar Bank of Scotland þurftu leyfi á æðri stöðum fyrir einni ákvörðun. Klukkan tifaði og þegar hana vantaði fimm mínútur í tólf lá leyfið ekki fyrir. Samkvæmt lýsingu viðstaddra var andrúmsloftið rafmagnað, menn öskruðu hver á annan: "Is it yes?" Eina mínútu í tólf sagði Bank of Scotland já. Þegar menn náðu andanum heyrðist sagt við fulltrúa Baugs. "Gerið þið ykkur grein fyrir að þið eruð stærsti einstaki viðskipavinur Bank of Scotland."
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Sjá meira