Hansína er nýi bæjarstjórinn 19. desember 2004 00:01 Hansína Á. Björgvinsdóttir tekur við sem bæjarstjóri í Kópavogi á fyrsta vinnudegi á nýju ári. Hún þurfti góðan umhugsunarfrest áður en hún ákvað að takast á við verkefnið. "Það hafði aldrei hvarflað að mér að þurfa að kljást við þetta verkefni," segir hún. Samkomulag var milli fulltrúa flokkanna í meirihluta Kópavogs um bæjarstjóraskipti 1. júní á næsta ári. Gunnar I. Birgisson, oddviti Sjálfstæðisflokks, hefði þá orðið bæjarstjóri og Sigurður Geirdal, oddviti Framsóknarflokksins, hefði orðið formaður bæjarráðs en þetta breyttist við óvænt fráfall Sigurðar. Rökrétt þótti að Hansína Á. Björgvinsdóttir, sem skipaði annað sæti Framsóknarflokksins, gengi inn í samkomulagið og tæki sæti bæjarstjóra. "Það tók mig dálítinn tíma að gera upp minn hug. Þetta voru óvæntar breytingar og ég þurfti að glíma við sjálfa mig í því efni," segir Hansína. "Þetta bar afskaplega sorglega að. Sigurður var náttúrlega bæjarstjórinn. Það var alveg heillandi skemmtilegt að starfa með honum og mikil sorg hjá öllum bæjarbúum, hvar sem þeir stóðu í flokki, þegar hann féll frá. Allir bæjarbúar voru harmi slegnir. Það hafði aldrei hvarflað að mér að þurfa að kljást við þetta embætti. Fjölskylda mín var búin að skipuleggja ýmislegt sem við þurftum að breyta og svo varð ég að vita hvort ég treysti mér í þetta þannig að þetta tók dálítinn tíma," segir hún. Í mörg horn er að líta þegar embætti bæjarstjóra er annars vegar. Kópavogsbær verður 50 ára á næsta ári og stendur afmælishátíðin allt árið þó að hún nái hápunkti á afmælisdeginum 11. maí. "Það segir sig sjálft að hlutverk bæjarstjóra er stórt í því. Svo eru náttúrlega ýmis verkefni sem allir bæjarstjórar sinna. Ég tek við sérstaklega góðu búi. Fjárhagsáætlun lítur vel út og tekjuafgangur er sérlega góður. Skuldirnar lækka frekar en hitt og við höfum góðan rekstrarafgang miðað við önnur sveitarfélög," segir Hansína. En hver er hún þessi kona sem sest í bæjarstjórastólinn í Kópavogi um áramót? Hansína er fædd á Eyrarbakka árið 1946. Faðir hennar var Björgvin Jónsson, kaupfélagsstjóri og fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, sem er látinn. Móðir hennar heitir Ólína Þorleifsdóttir. Hún bjó á Eyrarbakka og Selfossi fyrstu æviárin, fjölskyldan flutti svo til Seyðisfjarðar og ólst hún þar upp í stórum systkinahópi. Þegar Hansína var 17 ára fluttist fjölskyldan á mölina. Hansína hefur búið í Kópavogi frá 1971. Hansína er gift Ingva Þorkelssyni, kennara við Fjölbrautaskólann í Garðabæ. Þau eiga þrjú börn og þrjú barnabörn. Hún hefur starfað sem grunnskólakennari nánast allan sinn starfsaldur, síðustu árin í Kópavogsskóla. "Síðustu árin hef ég ekki verið að kenna. Það var svo ansi snúið að vera bæði í kennslu og bæjarstjórn. Mér fannst ég vera farin að sinna kennslunni illa því að ég þurfti svo oft að fá annan til að kenna fyrir mig," segir hún. Hansína hefur verið bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Kópavogi frá 1998, en áður var hún varabæjarfulltrúi eitt kjörtímabil og gegndi þá jafnframt formennsku í félagsmálaráði. Áhugamál hennar eru bundin við æskulýðsmál, stjórnmál og fjölskyldu auk þess sem hún veiðir með manni sínum á sumrin. "Svo hef ég gaman af fjölskyldu- og heimilislífi, sérstaklega barnabörnunum. Mér þykir óskaplega skemmtilegt að eiga barnabörn." Fréttir Innlent Lífið Menning Stj.mál Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Hansína Á. Björgvinsdóttir tekur við sem bæjarstjóri í Kópavogi á fyrsta vinnudegi á nýju ári. Hún þurfti góðan umhugsunarfrest áður en hún ákvað að takast á við verkefnið. "Það hafði aldrei hvarflað að mér að þurfa að kljást við þetta verkefni," segir hún. Samkomulag var milli fulltrúa flokkanna í meirihluta Kópavogs um bæjarstjóraskipti 1. júní á næsta ári. Gunnar I. Birgisson, oddviti Sjálfstæðisflokks, hefði þá orðið bæjarstjóri og Sigurður Geirdal, oddviti Framsóknarflokksins, hefði orðið formaður bæjarráðs en þetta breyttist við óvænt fráfall Sigurðar. Rökrétt þótti að Hansína Á. Björgvinsdóttir, sem skipaði annað sæti Framsóknarflokksins, gengi inn í samkomulagið og tæki sæti bæjarstjóra. "Það tók mig dálítinn tíma að gera upp minn hug. Þetta voru óvæntar breytingar og ég þurfti að glíma við sjálfa mig í því efni," segir Hansína. "Þetta bar afskaplega sorglega að. Sigurður var náttúrlega bæjarstjórinn. Það var alveg heillandi skemmtilegt að starfa með honum og mikil sorg hjá öllum bæjarbúum, hvar sem þeir stóðu í flokki, þegar hann féll frá. Allir bæjarbúar voru harmi slegnir. Það hafði aldrei hvarflað að mér að þurfa að kljást við þetta embætti. Fjölskylda mín var búin að skipuleggja ýmislegt sem við þurftum að breyta og svo varð ég að vita hvort ég treysti mér í þetta þannig að þetta tók dálítinn tíma," segir hún. Í mörg horn er að líta þegar embætti bæjarstjóra er annars vegar. Kópavogsbær verður 50 ára á næsta ári og stendur afmælishátíðin allt árið þó að hún nái hápunkti á afmælisdeginum 11. maí. "Það segir sig sjálft að hlutverk bæjarstjóra er stórt í því. Svo eru náttúrlega ýmis verkefni sem allir bæjarstjórar sinna. Ég tek við sérstaklega góðu búi. Fjárhagsáætlun lítur vel út og tekjuafgangur er sérlega góður. Skuldirnar lækka frekar en hitt og við höfum góðan rekstrarafgang miðað við önnur sveitarfélög," segir Hansína. En hver er hún þessi kona sem sest í bæjarstjórastólinn í Kópavogi um áramót? Hansína er fædd á Eyrarbakka árið 1946. Faðir hennar var Björgvin Jónsson, kaupfélagsstjóri og fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, sem er látinn. Móðir hennar heitir Ólína Þorleifsdóttir. Hún bjó á Eyrarbakka og Selfossi fyrstu æviárin, fjölskyldan flutti svo til Seyðisfjarðar og ólst hún þar upp í stórum systkinahópi. Þegar Hansína var 17 ára fluttist fjölskyldan á mölina. Hansína hefur búið í Kópavogi frá 1971. Hansína er gift Ingva Þorkelssyni, kennara við Fjölbrautaskólann í Garðabæ. Þau eiga þrjú börn og þrjú barnabörn. Hún hefur starfað sem grunnskólakennari nánast allan sinn starfsaldur, síðustu árin í Kópavogsskóla. "Síðustu árin hef ég ekki verið að kenna. Það var svo ansi snúið að vera bæði í kennslu og bæjarstjórn. Mér fannst ég vera farin að sinna kennslunni illa því að ég þurfti svo oft að fá annan til að kenna fyrir mig," segir hún. Hansína hefur verið bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Kópavogi frá 1998, en áður var hún varabæjarfulltrúi eitt kjörtímabil og gegndi þá jafnframt formennsku í félagsmálaráði. Áhugamál hennar eru bundin við æskulýðsmál, stjórnmál og fjölskyldu auk þess sem hún veiðir með manni sínum á sumrin. "Svo hef ég gaman af fjölskyldu- og heimilislífi, sérstaklega barnabörnunum. Mér þykir óskaplega skemmtilegt að eiga barnabörn."
Fréttir Innlent Lífið Menning Stj.mál Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira