Grunur um undanskot eigna 20. desember 2004 00:01 Uppboð á húseignunum að Brjánsstöðum gekk í gegn með eðlilegum hætti en upp kom grunur um að búið væri að selja út úr eigninni fimm smáhýsi og hugsanlega eitthvað af innbúi eða innréttingum. Verðmæti smáhýsanna og innréttinganna getur numið að minnsta kosti 2,5 milljónum króna. Gylfi Sigurðsson, fyrrverandi eigandi og einn af kröfuhöfum í eignina, segist búast við að gerð verði kyrrsetningarkrafa, riftunarkrafa eða jafnvel kæra vegna undanskots eigna. Málavextir eru þeir að hlutafélagið Karat ehf., Sigrún Hauksdóttir og Jón Þorsteinn Hjaltason, keypti bændagistinguna á Brjánsstöðum fyrir tveimur árum fyrir 165 milljónir króna. Þau tóku yfir þær skuldir sem hvíldu á eigninni og greiddu kaupverðið m.a. með skuldabréfi og veði í smáhýsunum. Ekki hafði verið gefið út afsal. Hjónunum tókst ekki að standa í skilum og var því haldið nauðungaruppboð að beiðni Skeiða- og Gnúpaverjahrepps, Landsbanka Íslands og Eignanets ehf. Í uppboðinu bauð hæst Gylfi Sigurðsson, sá sem byggði upp bændagistinguna og seldi hjónunum fyrir tæpum tveimur árum á 165 milljónir króna. Tilboði hans upp á 141 milljón var tekið og fékk hann nokkra daga til að ganga frá greiðslunni. Það tókst þó ekki og fékk því næsti uppboðsbjóðandi, KB banki, eignina fyrir 140 milljónir. Hjónin á Brjánsstöðum keyptu bændagistinguna ásamt fasteignum fyrir tveimur árum. Kaupin vöktu undrun á þeim tíma því að þau höfðu þá nýverið orðið gjaldþrota með minni rekstur að Efri-Brú. Ríkið keypti þá eign undir Byrgið og hjónin keyptu bændagistinguna að Brjánsstöðum og reka þar nú Hótel Heklu. Lögmaður Karat ehf. segir að um misskilning og mistök sé að ræða. Munnleg heimild hafi verið gefin fyrir sölu smáhýsanna og fyrir því séu vitni. Sigrún Hauksdóttir segir að engu hafi verið skotið úr búinu á Brjánsstöðum. Smáhýsin séu í nágrenni jarðarinnar. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Uppboð á húseignunum að Brjánsstöðum gekk í gegn með eðlilegum hætti en upp kom grunur um að búið væri að selja út úr eigninni fimm smáhýsi og hugsanlega eitthvað af innbúi eða innréttingum. Verðmæti smáhýsanna og innréttinganna getur numið að minnsta kosti 2,5 milljónum króna. Gylfi Sigurðsson, fyrrverandi eigandi og einn af kröfuhöfum í eignina, segist búast við að gerð verði kyrrsetningarkrafa, riftunarkrafa eða jafnvel kæra vegna undanskots eigna. Málavextir eru þeir að hlutafélagið Karat ehf., Sigrún Hauksdóttir og Jón Þorsteinn Hjaltason, keypti bændagistinguna á Brjánsstöðum fyrir tveimur árum fyrir 165 milljónir króna. Þau tóku yfir þær skuldir sem hvíldu á eigninni og greiddu kaupverðið m.a. með skuldabréfi og veði í smáhýsunum. Ekki hafði verið gefið út afsal. Hjónunum tókst ekki að standa í skilum og var því haldið nauðungaruppboð að beiðni Skeiða- og Gnúpaverjahrepps, Landsbanka Íslands og Eignanets ehf. Í uppboðinu bauð hæst Gylfi Sigurðsson, sá sem byggði upp bændagistinguna og seldi hjónunum fyrir tæpum tveimur árum á 165 milljónir króna. Tilboði hans upp á 141 milljón var tekið og fékk hann nokkra daga til að ganga frá greiðslunni. Það tókst þó ekki og fékk því næsti uppboðsbjóðandi, KB banki, eignina fyrir 140 milljónir. Hjónin á Brjánsstöðum keyptu bændagistinguna ásamt fasteignum fyrir tveimur árum. Kaupin vöktu undrun á þeim tíma því að þau höfðu þá nýverið orðið gjaldþrota með minni rekstur að Efri-Brú. Ríkið keypti þá eign undir Byrgið og hjónin keyptu bændagistinguna að Brjánsstöðum og reka þar nú Hótel Heklu. Lögmaður Karat ehf. segir að um misskilning og mistök sé að ræða. Munnleg heimild hafi verið gefin fyrir sölu smáhýsanna og fyrir því séu vitni. Sigrún Hauksdóttir segir að engu hafi verið skotið úr búinu á Brjánsstöðum. Smáhýsin séu í nágrenni jarðarinnar.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira