Vægi jólabókasölunnar fer dvínandi 21. desember 2004 00:01 Bókaútgefendum ber saman um að bókasala sé með besta móti þetta árið. Hins vegar skiptir jólavertíðin ekki jafn miklu máli fyrir afkomu þeirra og áður þar sem sala á bókum er orðin mun dreifðari yfir árið. Þetta árið eru 649 titlar auglýstir í Bókatíðindum, sem Félag íslenskra bókaútgefenda gefa út, en 38 útgáfur eiga aðild að samtökunum. Vísast er handagangur í öskjunni á flestum þessara forlaga enda er samkeppnin hörð að venju. Þeir forleggjarar sem Fréttablaðið ræddi við voru sammála um að allt útlit væri fyrir meiri uppgrip í bókasölunni þetta árið en í fyrra. Auk þess telja þeir að salan sé jafnari en oft áður og dreifist á fleiri titla. Kleifarvatn Arnaldar Indriðasonar er þó í algerum sérflokki því bókin virðist ætla að seljast í ríflega 20.000 eintökum en aldrei hefur innbundin bók selst í fleiri eintökum á einni vertíð. Á sama tíma og jólabækurnar rokseljast hefur vægi þeirra í afkomu útgáfanna minnkað. Þetta er einkum raunin hjá stærri forlögunum. Þannig telja forsvarsmenn JPV útgáfu að jólaveltan nemi um 60-65 prósentum af ársveltunni og hjá Eddu er hlutfallið ennþá lægra, í kringum tuttugu prósent. Að sögn Páls Braga Kristjónssonar, forstjóra Eddu útgáfu, er ástæðan mikil aukning í sölu á stærri ritverkum sem seld eru beinni sölu, einkum í gegnum síma. Salan í nóvember og desember er þó eftir sem áður þýðingarmikil fyrir gróandann í bókmenntunum því á þessum tíma geta nýir rithöfundar helst komið sér á framfæri. Egill Örn Jóhannsson, frkvstj. JPV útgáfu, telur aftur á móti að vöxtur í útgáfu pappírskilja sé megin skýringin á þessari þróun. Ívar Gissurarson Egill Örn Jóhannsson Hrannar B. Arnarson Rússnesk rúllettaVandasamt valArnaldur í sérflokki Bókaútgáfan Skrudda er smá í sniðum og er háðari góðri afkomu um jólin er stærri forlög. "Jólavertíðin er í raun fáránlega stór hluti af veltunni, kannski um 75 prósent. Það er allt undir," segir Ívar Gissurarson, annar eigenda hennar. Hann er ánægður með útkomuna þessi jólin en ekki er langt síðan forlagið breytti um áherslur og tók að gefa út vinsælli bækur meðfram metnaðarfyllri og dýrari verkum. "Maður verður að græða einhverja peninga til að geta haldið úti slíkri útgerð. Það er hins vegar ekki alltaf á vísan að róa í þessum efnum, bókaútgáfa er nánast eins og rússnesk rúlletta." Ívar segja skipta sköpum fyrir afkomuna að eigendurnir tveir gangi sjálfir í öll verk. "Eins og ágætur maður orðaði það, þetta er fínt upplegg á fyrirtæki, það er bara yfirbygging." "Mín tilfinning er sú að þetta séu prýðisjól, við erum að gera betur í ár en í fyrra," segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri JPV útgáfu. Hann segir söluna vera dreifðari en oft áður. "Þetta sér maður þegar listarnir eru bornir saman á milli vikna því þeir eru svo ólíkir." Egill segir vægi jólasölunnar fara minnkandi, desemberveltan sé nú 60-65 prósent af ársveltunni. "Engu að síður er þetta sá árstími sem sker úr um afkomu fyrirtækjanna." Það er vandasamt að velja hvaða bækur eru teknar til útgáfu og segir Egill erfitt að spá fyrir um hverjar muni seljast. Hann hafnar því hins vegar að eingöngu söluvænlegustu titlarnir séu gefnir út. "Langt í frá, ef maður gæfi einungis út þær bækur sem maður teldi að yrðu metsölurit yrði útgáfan heldur rýr og forlagið færi fljótt á hausinn." "Þetta er auðvitað mjög mikilvægur tími fyrir alla en hins vegar hefur salan hjá Eddu alltaf verið jöfn yfir árið. Því eru jólin minni partur af kökunni hér en víða annars staðar," segir Hrannar B. Arnarsson, markaðsstjóri Eddu. Í svipaðan streng tekur Páll Bragi Kristjónsson forstjóri, sem telur að þrátt fyrir góða bóksölu sé hluti jólavertíðarinnar aðeins tuttugu prósent af heildarveltu fyrirtækisins. Hrannar segir ljóst að bækur Arnaldar Indriðasonar og Guðrúnar Helgadóttur séu í sérflokki. Kleifarvatn virðist ætla að seljast í 20.000 eintökum en aldrei hefur bók selst svo vel á einni jólavertíð. Aðspurður hvort útnefna ætti gullbækur líkt og plötuútgefendur gera segir Hrannar að Íslensku bókmenntaverðlaunin þjóni að sumu leyti sama tilgangi. "Við höfum hins vegar nálgast þetta út frá gæðum frekar en magni." Innlent Jól Mest lesið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Gyðingakökur Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Jóladagatal Vísis: Ofnæmi á ofnæmi ofan Jólin Jólasaga: Gamla jólatréð Jól Þegar jólaljósin kviknuðu Jól Rafræn jólakort Jólin Frá ljósanna hásal Jól Fagurkeri með fastmótaðar hefðir Jól Lystaukandi forréttir Jól
Bókaútgefendum ber saman um að bókasala sé með besta móti þetta árið. Hins vegar skiptir jólavertíðin ekki jafn miklu máli fyrir afkomu þeirra og áður þar sem sala á bókum er orðin mun dreifðari yfir árið. Þetta árið eru 649 titlar auglýstir í Bókatíðindum, sem Félag íslenskra bókaútgefenda gefa út, en 38 útgáfur eiga aðild að samtökunum. Vísast er handagangur í öskjunni á flestum þessara forlaga enda er samkeppnin hörð að venju. Þeir forleggjarar sem Fréttablaðið ræddi við voru sammála um að allt útlit væri fyrir meiri uppgrip í bókasölunni þetta árið en í fyrra. Auk þess telja þeir að salan sé jafnari en oft áður og dreifist á fleiri titla. Kleifarvatn Arnaldar Indriðasonar er þó í algerum sérflokki því bókin virðist ætla að seljast í ríflega 20.000 eintökum en aldrei hefur innbundin bók selst í fleiri eintökum á einni vertíð. Á sama tíma og jólabækurnar rokseljast hefur vægi þeirra í afkomu útgáfanna minnkað. Þetta er einkum raunin hjá stærri forlögunum. Þannig telja forsvarsmenn JPV útgáfu að jólaveltan nemi um 60-65 prósentum af ársveltunni og hjá Eddu er hlutfallið ennþá lægra, í kringum tuttugu prósent. Að sögn Páls Braga Kristjónssonar, forstjóra Eddu útgáfu, er ástæðan mikil aukning í sölu á stærri ritverkum sem seld eru beinni sölu, einkum í gegnum síma. Salan í nóvember og desember er þó eftir sem áður þýðingarmikil fyrir gróandann í bókmenntunum því á þessum tíma geta nýir rithöfundar helst komið sér á framfæri. Egill Örn Jóhannsson, frkvstj. JPV útgáfu, telur aftur á móti að vöxtur í útgáfu pappírskilja sé megin skýringin á þessari þróun. Ívar Gissurarson Egill Örn Jóhannsson Hrannar B. Arnarson Rússnesk rúllettaVandasamt valArnaldur í sérflokki Bókaútgáfan Skrudda er smá í sniðum og er háðari góðri afkomu um jólin er stærri forlög. "Jólavertíðin er í raun fáránlega stór hluti af veltunni, kannski um 75 prósent. Það er allt undir," segir Ívar Gissurarson, annar eigenda hennar. Hann er ánægður með útkomuna þessi jólin en ekki er langt síðan forlagið breytti um áherslur og tók að gefa út vinsælli bækur meðfram metnaðarfyllri og dýrari verkum. "Maður verður að græða einhverja peninga til að geta haldið úti slíkri útgerð. Það er hins vegar ekki alltaf á vísan að róa í þessum efnum, bókaútgáfa er nánast eins og rússnesk rúlletta." Ívar segja skipta sköpum fyrir afkomuna að eigendurnir tveir gangi sjálfir í öll verk. "Eins og ágætur maður orðaði það, þetta er fínt upplegg á fyrirtæki, það er bara yfirbygging." "Mín tilfinning er sú að þetta séu prýðisjól, við erum að gera betur í ár en í fyrra," segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri JPV útgáfu. Hann segir söluna vera dreifðari en oft áður. "Þetta sér maður þegar listarnir eru bornir saman á milli vikna því þeir eru svo ólíkir." Egill segir vægi jólasölunnar fara minnkandi, desemberveltan sé nú 60-65 prósent af ársveltunni. "Engu að síður er þetta sá árstími sem sker úr um afkomu fyrirtækjanna." Það er vandasamt að velja hvaða bækur eru teknar til útgáfu og segir Egill erfitt að spá fyrir um hverjar muni seljast. Hann hafnar því hins vegar að eingöngu söluvænlegustu titlarnir séu gefnir út. "Langt í frá, ef maður gæfi einungis út þær bækur sem maður teldi að yrðu metsölurit yrði útgáfan heldur rýr og forlagið færi fljótt á hausinn." "Þetta er auðvitað mjög mikilvægur tími fyrir alla en hins vegar hefur salan hjá Eddu alltaf verið jöfn yfir árið. Því eru jólin minni partur af kökunni hér en víða annars staðar," segir Hrannar B. Arnarsson, markaðsstjóri Eddu. Í svipaðan streng tekur Páll Bragi Kristjónsson forstjóri, sem telur að þrátt fyrir góða bóksölu sé hluti jólavertíðarinnar aðeins tuttugu prósent af heildarveltu fyrirtækisins. Hrannar segir ljóst að bækur Arnaldar Indriðasonar og Guðrúnar Helgadóttur séu í sérflokki. Kleifarvatn virðist ætla að seljast í 20.000 eintökum en aldrei hefur bók selst svo vel á einni jólavertíð. Aðspurður hvort útnefna ætti gullbækur líkt og plötuútgefendur gera segir Hrannar að Íslensku bókmenntaverðlaunin þjóni að sumu leyti sama tilgangi. "Við höfum hins vegar nálgast þetta út frá gæðum frekar en magni."
Innlent Jól Mest lesið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Gyðingakökur Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Jóladagatal Vísis: Ofnæmi á ofnæmi ofan Jólin Jólasaga: Gamla jólatréð Jól Þegar jólaljósin kviknuðu Jól Rafræn jólakort Jólin Frá ljósanna hásal Jól Fagurkeri með fastmótaðar hefðir Jól Lystaukandi forréttir Jól