Slæmt að þagnarskylda skuli rofin 22. desember 2004 00:01 Skattrannsóknarstjóri hefur lokið rannsókn á Baugi og vísað ákveðnum þáttum skattrannsóknarinnar til Ríkislögreglustjóra. Það var Ríkislögreglustjóri sem vísaði málinu til Skattrannsóknarstjóra í fyrrahaust. Kristín Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Gaums, segir slæmt að embættin hafi rofið þagnarskyldu. Lögreglurannsókn á Baugi hófst árið 2002 í framhaldi af kæru Jóns Geralds Sullenbergers í lok ágúst það ár. Skömmu seinna var gerð húsleit í höfuðstöðvum SMS í Færeyjum sem Baugur átti þá helming í. Litlu seinna sendi Ríkislögreglustjóri gögn úr húsleitinni til Skattrannsóknarstjóra vegna gruns um að skattalög hefðu verið brotin. Í framhaldi af því gerði Skattrannsóknarstjóri húsleit í skrifstofum Baugs og fjárfestingarfélaginu Gaumi. Í vor aflaði lögreglan upplýsinga um viðskipti tengd Baugi Group og Gaumi sem eiga stóran hlut í Baugi, hjá Kaupthing Bank SA í Lúxemborg. Skattrannsóknarstjóri afhenti svo forsvarsmönnum Baugs drög að skýrslu í júní og gaf þriggja vikna andmælafrest. Um miðjan síðasta mánuð var síðan tekin ákvörðun um að senda hluta rannsóknarinnar Ríkislögreglustjóra til meðferðar, en það er gert ef grunur er uppi um sérlega stórfelld og alvarleg brot. Forsvarsmenn Baugs saka Ríkislögreglustjóra og Skattrannsóknarstjóra um að rjúfa þagnarskyldu og segja tímasetninguna athyglisverða, ekki síst þar sem upphaf lögreglurannsóknarinnar og húsleitin á sínum tíma setti kaup félagsins á Arcadia í uppnám haustið 2002 og ekkert varð af viðskiptunum. Fréttirnar núna koma í kjölfar þess að á föstudag gerði Baugur formlegt yfirtökutilboð í bresku matvörukeðjuna Big Food Group ásamt fleiri fjárfestum. Jón H. Snorrason hjá Ríkislögreglustjóra vildi ekki tjá sig um málið á þessari stundu. Kristín Jóhannesdóttir hjá Gaumi staðfesti að ákveðin atriði hefðu verið send til Ríkislögreglustjóra. Hún vildi ekki staðfesta hvers eðlis þau væru eða hversu alvarleg hún teldi þau vera. Hún segir slæmt að embættin rjúfi þagnarskyldu um rannsóknina og tímasetningin sé sérkennileg. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Sjá meira
Skattrannsóknarstjóri hefur lokið rannsókn á Baugi og vísað ákveðnum þáttum skattrannsóknarinnar til Ríkislögreglustjóra. Það var Ríkislögreglustjóri sem vísaði málinu til Skattrannsóknarstjóra í fyrrahaust. Kristín Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Gaums, segir slæmt að embættin hafi rofið þagnarskyldu. Lögreglurannsókn á Baugi hófst árið 2002 í framhaldi af kæru Jóns Geralds Sullenbergers í lok ágúst það ár. Skömmu seinna var gerð húsleit í höfuðstöðvum SMS í Færeyjum sem Baugur átti þá helming í. Litlu seinna sendi Ríkislögreglustjóri gögn úr húsleitinni til Skattrannsóknarstjóra vegna gruns um að skattalög hefðu verið brotin. Í framhaldi af því gerði Skattrannsóknarstjóri húsleit í skrifstofum Baugs og fjárfestingarfélaginu Gaumi. Í vor aflaði lögreglan upplýsinga um viðskipti tengd Baugi Group og Gaumi sem eiga stóran hlut í Baugi, hjá Kaupthing Bank SA í Lúxemborg. Skattrannsóknarstjóri afhenti svo forsvarsmönnum Baugs drög að skýrslu í júní og gaf þriggja vikna andmælafrest. Um miðjan síðasta mánuð var síðan tekin ákvörðun um að senda hluta rannsóknarinnar Ríkislögreglustjóra til meðferðar, en það er gert ef grunur er uppi um sérlega stórfelld og alvarleg brot. Forsvarsmenn Baugs saka Ríkislögreglustjóra og Skattrannsóknarstjóra um að rjúfa þagnarskyldu og segja tímasetninguna athyglisverða, ekki síst þar sem upphaf lögreglurannsóknarinnar og húsleitin á sínum tíma setti kaup félagsins á Arcadia í uppnám haustið 2002 og ekkert varð af viðskiptunum. Fréttirnar núna koma í kjölfar þess að á föstudag gerði Baugur formlegt yfirtökutilboð í bresku matvörukeðjuna Big Food Group ásamt fleiri fjárfestum. Jón H. Snorrason hjá Ríkislögreglustjóra vildi ekki tjá sig um málið á þessari stundu. Kristín Jóhannesdóttir hjá Gaumi staðfesti að ákveðin atriði hefðu verið send til Ríkislögreglustjóra. Hún vildi ekki staðfesta hvers eðlis þau væru eða hversu alvarleg hún teldi þau vera. Hún segir slæmt að embættin rjúfi þagnarskyldu um rannsóknina og tímasetningin sé sérkennileg.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Sjá meira