Georg forstjóri Gæslunnar
Dómsmálaráðherra skipaði í dag Georg Kr. Lárusson, forstjóra Útlendingastofnunar, í embætti forstjóra Landhelgisgæslu Íslands frá og með 1. janúar næstkomandi. Georg var valinn úr hópi níu umsækjenda. Georg tekur við af Hafsteini Hafsteinssyni sem tekur við starfi skrifstofustjóra í utanríkisráðuneytinu um áramót.