Þróunarríki örvænta 26. desember 2004 00:01 Lofslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Búenos Aíres lauk með málamiðlunum um hvernig bregðast eigi við hlýnun á jörðinni. Einungis náðist samkomulag um hvernig viðræðum Evrópusambandsins og Bandaríkjanna verði háttað á næstunni. Fallist var á nokkurra daga málþing á næsta ári þar sem rætt verður um vandann og möguleg viðbrögð. Helstu ágreiningsefni milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins snerust um hvað eigi að gera þegar Kyoto-samkomulaginu lýkur árið 2012. Stjórn Bandaríkjanna sagði sig frá samkomulaginu árið 2001 og hefur fram til þessa neitað að taka þátt í viðræðum um hvað taki við að því loknu. Í Kyoto-samkomulaginu er gert ráð fyrir að þjóðir sem undirrituðu samkomulagið dragi úr losun gróðurhúsalofttegunda um 5,2 prósent frá því sem hún var árið 1990. Evrópusambandið hefur reynt að fá Bandaríkin og fjölmenn lönd eins og Kína og Indland til að undirbúa samkomulag um enn frekari takmarkanir við losun gróðurhúsalofttegunda eftir árið 2012. Suður-Afríka og fleiri þróunarríki tóku undir afstöðu Evrópusambandsins. Eyríki sem stafar ógn af hækkun yfirborðs sjávar hvöttu til þess að hert yrði á baráttunni gegn hlýnun jarðar. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, sat fundinn í Búenos Aíres. Hann segir að fulltrúar Bandaríkjanna hafi einsett sér að eyðileggja fundinn en tekist hafi að bjarga því fyrir horn. Kyoto-samkomulagið lifi og byrjað verði á samningaviðræðum á næsta ári um hvernig taka eigi á málum eftir 2012. Hann segir Bandaríkjastjórn og George Bush Bandaríkjaforseta leggjast gegn aðgerðum en Evrópa, Japan og Kanada reyni að halda sínu striki, en þessar þjóðir hafi kosið að gera eitthvað til að forða loftslagsbreytingum. Hins vegar hafi örvæntingar gætt hjá fulltrúum eyríkja og fátækra þróunarríkja á ráðstefnunni í Búenos Aíres. Bæði vegna þess að þau verði mest fyrir barðinu á loftslagsbreytingum og breyttu veðurfari, auk þess sem þau hafa ekki fjárhagslegt bolmagn til að taka á afleiðingunum. Hann segir Hollendinga gera ráð fyrir því að verja fimmtán milljónum evra í eflingu sjóvarnargarða vegna hækkunar sjávar. Slíka fjármuni hafi fátækari ríki hins vegar ekki og eigi þannig erfiðara um vik að verjast flóðum. "Úrræðaleysi einkenndi málflutning fulltrúa margra þjóða," segir Árni. "Þarna var maður frá Bangladess sem spurði hvert 120 milljónir íbúa landsins ættu að flýja þegar það verður óbýlt vegna flóða." Nýsjálendingar hafa þegar boðist til að taka á móti íbúum eyjunnar Túvalú vegna hækkun yfirborðs sjávar, en þeir eru aðeins nokkur þúsund talsins. Fréttir Innlent Veður Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Sjá meira
Lofslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Búenos Aíres lauk með málamiðlunum um hvernig bregðast eigi við hlýnun á jörðinni. Einungis náðist samkomulag um hvernig viðræðum Evrópusambandsins og Bandaríkjanna verði háttað á næstunni. Fallist var á nokkurra daga málþing á næsta ári þar sem rætt verður um vandann og möguleg viðbrögð. Helstu ágreiningsefni milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins snerust um hvað eigi að gera þegar Kyoto-samkomulaginu lýkur árið 2012. Stjórn Bandaríkjanna sagði sig frá samkomulaginu árið 2001 og hefur fram til þessa neitað að taka þátt í viðræðum um hvað taki við að því loknu. Í Kyoto-samkomulaginu er gert ráð fyrir að þjóðir sem undirrituðu samkomulagið dragi úr losun gróðurhúsalofttegunda um 5,2 prósent frá því sem hún var árið 1990. Evrópusambandið hefur reynt að fá Bandaríkin og fjölmenn lönd eins og Kína og Indland til að undirbúa samkomulag um enn frekari takmarkanir við losun gróðurhúsalofttegunda eftir árið 2012. Suður-Afríka og fleiri þróunarríki tóku undir afstöðu Evrópusambandsins. Eyríki sem stafar ógn af hækkun yfirborðs sjávar hvöttu til þess að hert yrði á baráttunni gegn hlýnun jarðar. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, sat fundinn í Búenos Aíres. Hann segir að fulltrúar Bandaríkjanna hafi einsett sér að eyðileggja fundinn en tekist hafi að bjarga því fyrir horn. Kyoto-samkomulagið lifi og byrjað verði á samningaviðræðum á næsta ári um hvernig taka eigi á málum eftir 2012. Hann segir Bandaríkjastjórn og George Bush Bandaríkjaforseta leggjast gegn aðgerðum en Evrópa, Japan og Kanada reyni að halda sínu striki, en þessar þjóðir hafi kosið að gera eitthvað til að forða loftslagsbreytingum. Hins vegar hafi örvæntingar gætt hjá fulltrúum eyríkja og fátækra þróunarríkja á ráðstefnunni í Búenos Aíres. Bæði vegna þess að þau verði mest fyrir barðinu á loftslagsbreytingum og breyttu veðurfari, auk þess sem þau hafa ekki fjárhagslegt bolmagn til að taka á afleiðingunum. Hann segir Hollendinga gera ráð fyrir því að verja fimmtán milljónum evra í eflingu sjóvarnargarða vegna hækkunar sjávar. Slíka fjármuni hafi fátækari ríki hins vegar ekki og eigi þannig erfiðara um vik að verjast flóðum. "Úrræðaleysi einkenndi málflutning fulltrúa margra þjóða," segir Árni. "Þarna var maður frá Bangladess sem spurði hvert 120 milljónir íbúa landsins ættu að flýja þegar það verður óbýlt vegna flóða." Nýsjálendingar hafa þegar boðist til að taka á móti íbúum eyjunnar Túvalú vegna hækkun yfirborðs sjávar, en þeir eru aðeins nokkur þúsund talsins.
Fréttir Innlent Veður Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Sjá meira