Ólætin í Grindavík rædd á morgun 27. desember 2004 00:01 Bæjarráð Grindavíkur hittist á morgun til að ræða ólæti sem brutust út á jóladagskvöld fimmtu jólin í röð. Ólafur Örn Ólafsson bæjarstjóri segir að í samráði við bæjarbúa verði leitað allra leiða til koma í veg fyrir að þetta ástand verði viðvarandi. Slík skrílslæti hafa þekkst á gamlárskvöld og þrettándanum á fleiri stöðum á landinu í gegnum tíðina. "Það var auðséð að við réðum ekkert við ástandið. Þarna voru á ferð nokkrir ólátabelgir sem höfðu safnað áhorfendum sem hvöttu þá til dáða," segir Hlöðver Magnússon, aðstoðarvarðstjóri á Selfossi, en þar var ástandið slæmt á þrettándanum um nokkurt skeið. Hlöðver meiddist á auga og á höfði í látum árið 1980 þegar hann fékk tvö klakastykki í hausinn sem kastað var að lögreglumönnunum. Næstu tvö ár á eftir var fengin hjálp frá lögreglunni úr Reykjavík til að vinna bug á ástandinu. Guðjón Axelsson, hjá lögreglunni á Selfossi, segir að ástandið hafi verið orðið gott um árið 1985. Fram að þeim tíma hafi óeirðaseggirnir hent drasli og dóti út á götur, hvolft úr ruslafötum og brotið rúður í húsum. Hann segir að upphaflega hafi slík læti verið bundin við gamlárskvöld þegar ekkert sjónvarp var. En ólætin hafi færst yfir á þrettándann þegar föst dagskrá var í sjónvarpinu á gamlárskvöld. Ófremdarástand var í Hafnarfirði í tuttugu til þrjátíu ár á þrettándanum þar til fyrir um tíu árum síðan. Þar safnaðist fjöldi ungmenna saman í miðbænum. Rúður voru brotnar, bílum velt og bátar dregnir eftir götum. Ólafur Emilsson, hjá lögreglunni í Hafnarfirði, segir að með samstilltu átaki margra hafi tekist að vinna bug á ólátunum og er Hafnarfjörður nú friðsæll og til fyrirmyndar á þrettándanum. Stríðsástand var á Sauðárkróki á gamlárskvöld í fjölda ára. Bæjaryfirvöldum, sýslumanni og lögreglu tókst hins vegar að stöðva þróunina og hefur ástandið verið mjög gott síðustu 23 ár að sögn Guðmundar Óla Pálssonar, varðstjóra á Sauðárkróki. Guðmundur segir að ólætin hafi byrjað um kvöldmatarleytið á gamlárskvöld og þau hafi staðið í þrjá til fjóra klukkutíma. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Sjá meira
Bæjarráð Grindavíkur hittist á morgun til að ræða ólæti sem brutust út á jóladagskvöld fimmtu jólin í röð. Ólafur Örn Ólafsson bæjarstjóri segir að í samráði við bæjarbúa verði leitað allra leiða til koma í veg fyrir að þetta ástand verði viðvarandi. Slík skrílslæti hafa þekkst á gamlárskvöld og þrettándanum á fleiri stöðum á landinu í gegnum tíðina. "Það var auðséð að við réðum ekkert við ástandið. Þarna voru á ferð nokkrir ólátabelgir sem höfðu safnað áhorfendum sem hvöttu þá til dáða," segir Hlöðver Magnússon, aðstoðarvarðstjóri á Selfossi, en þar var ástandið slæmt á þrettándanum um nokkurt skeið. Hlöðver meiddist á auga og á höfði í látum árið 1980 þegar hann fékk tvö klakastykki í hausinn sem kastað var að lögreglumönnunum. Næstu tvö ár á eftir var fengin hjálp frá lögreglunni úr Reykjavík til að vinna bug á ástandinu. Guðjón Axelsson, hjá lögreglunni á Selfossi, segir að ástandið hafi verið orðið gott um árið 1985. Fram að þeim tíma hafi óeirðaseggirnir hent drasli og dóti út á götur, hvolft úr ruslafötum og brotið rúður í húsum. Hann segir að upphaflega hafi slík læti verið bundin við gamlárskvöld þegar ekkert sjónvarp var. En ólætin hafi færst yfir á þrettándann þegar föst dagskrá var í sjónvarpinu á gamlárskvöld. Ófremdarástand var í Hafnarfirði í tuttugu til þrjátíu ár á þrettándanum þar til fyrir um tíu árum síðan. Þar safnaðist fjöldi ungmenna saman í miðbænum. Rúður voru brotnar, bílum velt og bátar dregnir eftir götum. Ólafur Emilsson, hjá lögreglunni í Hafnarfirði, segir að með samstilltu átaki margra hafi tekist að vinna bug á ólátunum og er Hafnarfjörður nú friðsæll og til fyrirmyndar á þrettándanum. Stríðsástand var á Sauðárkróki á gamlárskvöld í fjölda ára. Bæjaryfirvöldum, sýslumanni og lögreglu tókst hins vegar að stöðva þróunina og hefur ástandið verið mjög gott síðustu 23 ár að sögn Guðmundar Óla Pálssonar, varðstjóra á Sauðárkróki. Guðmundur segir að ólætin hafi byrjað um kvöldmatarleytið á gamlárskvöld og þau hafi staðið í þrjá til fjóra klukkutíma.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Sjá meira