Sport

LeBron James í miklum ham

Krónprinsinn í NBA körfuboltanum, LeBron James, fór hamförum þegar lið hans, Cleveland Cavaliers, sigaði Atlanta Hawks með 111 stigum gegn 102. LeBron James, sem verður tvítugur á morgun, skoraði 40 stig, hirti 9 fráköst og gaf sjö stoðsendingar og sló tvö met í leiðinni. Hann er yngsti leikmaður NBA deildarinnar sem skorar yfir 500 stig og nær yfir 500 fráköstum. Koby Bryant gerði enn betur því hann skoraði 48 stig fyrir Los Angeles Lakers sem sigruðu Toronto Raptors með 117 stigum gegn 99. Önnur stigamaskína, Allen Iverson, skoraði 34 stig, hirti 9 fráköst og gaf 7 stoðsendingar þegar lið hans, Philadelphia, vann Seattle með 114 stigum gegn 107. Þýska stálið, Dirk Nowitzki var í miklum ham hjá Dallas og skoraði 29 stig fyrir Dallas sem sigraði New Jersey Nets, 84-80. Vince Carter skoraði 25 stig fyrir Nets. Tony Parker skoraði 29 stig fyrir San Antonio Spurs sem lagði Phoenix 115-94.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×