
„Ég er alltaf stressuð“
Tinna Guðrún Alexandersdóttir mætti á háborðið til Harðar, Pálínu og Helenu eftir magnaða endurkomu Haukakvenna í einvígi sínu við Grindavík.
Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.
Tinna Guðrún Alexandersdóttir mætti á háborðið til Harðar, Pálínu og Helenu eftir magnaða endurkomu Haukakvenna í einvígi sínu við Grindavík.
Dallas Mavericks og Miami Heat tryggðu sér í nótt bæði sæti í úrslitaleik um síðasta sætið sem er í boði í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta. Sacramento Kings og Chicago Bulls eru aftur á móti komin í sumarfrí.
Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var svekktur með niðurstöðu kvöldsins þegar Grindvíkingar töpuðu í oddaleik í Ólafssal gegn Haukum 79-64 og var tíðrætt um hversu þungt það reyndist liðinu að missa miðherja sinn, Isabellu Ósk Sigurðardóttur, í meiðsli á ögurstundu.
Luka Dončić hefur stolið öllum fyrirsögnunum síðan hin ótrúlegu félagaskipti hans frá Dallas Mavericks til Los Angeles Lakers áttu sér stað. Skiptunum fylgdi gríðarleg treyjusala sem gerði það að verkum að treyja með Dončić og 77 á bakinu er nú sú vinsælasta í NBA.
Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var að vonum ekki sáttur með að ljúka leik í kvöld þegar Njarðvíkingar töpuðu á Álftanesi 104-89 en þegar upp er staðið situr tapið í fyrsta leik á heimavelli mest í honum.
Hörður Axel Vilhjálmsson, fyrirliði Álftaness, var mættur í viðtal hjá Andra Má Eggertssyni strax eftir sigurinn gegn Njarðvík í kvöld en Álftnesingar tryggðu sig í undanúrslit í fyrsta sinn með 104-89 sigri.
„Auðvitað er ég vonsvikinn, ég bjóst við fara í fimmta leikinn, en ég er alveg gríðarlega stoltur af öllu sem við gerðum“ sagði Borche Illievski, þjálfari ÍR, fljótlega eftir að liðið féll úr leik í úrslitakeppninni eftir tap gegn Stjörnunni. Borche tók við liðinu á slæmum stað fyrr í vetur, kom því í úrslitakeppnina og gengur stoltur frá tímabilinu. Hann heldur áfram þjálfun ÍR og nú hefst samtal við stjórnina um enn frekari fjárfestingar og uppbyggingu.
Það var rafmögnuð stemming í Kaldalónshöllinni í kvöld þar sem Álftnesingar gátu tryggt sig í undanúrslit í fyrsta skipti í sögunni. Þeir mættu til leiks án miðherjans David Okeke en það virtist hreinlega ekki há þeim neitt.
Stjarnan er komin í undanúrslit eftir 74-80 sigur á útivelli í fjórða leik gegn ÍR. Stjarnan var með fína forystu allan leikinn en missti hana niður í fjórða leikhluta, aðeins eitt stig þegar ein mínúta var eftir. Nær komst ÍR hins vegar ekki og liðið er á leið í sumarfrí.
NBA körfuboltafélagið Phoenix Suns ákvað í gær að reka þjálfara sinn Mike Budenholzer eftir að liðinu mistókst að komast í úrslitakeppnina þrátt fyrir að vera með stórstjörnulið.
Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, ræddi frammistöðu bróðurs síns í síðustu leikjum og það að missa föður sinn á þessu mjög svo krefjandi tímabil fyrir bræðurna tvo sem eru leiðtogar Grindavíkurliðsins.
Berglind Björg Þorvalsdóttir er mætt heim til Breiðabliks eftir vondan viðskilnað við Val, staðráðin í að sanna sig á ný eftir erfitt tímabil í fyrra. Hún kemur inn í mótið í ár í góðu formi, ekki misst af æfingu eða leik á undirbúningstímabilinu.
Kristófer Acox segir að orkustigið hafi breyst í seinni hálfleik er Íslandsmeistarar Vals féllu úr leik í átta liða úrslitum eftir þriðja tapið í röð gegn Grindavík í kvöld.
Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, var eðlilega sár og svekktur eftir að hans menn féllu úr leik í átta liða úrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta í kvöld.
DeAndre Kane, leikmaður Grindavíkur, gat leyft sér að vera kokhraustur eftir að liðið sendi Íslandsmeistara Vals í sumarfrí í kvöld.
Íslandsmeistarar Vals eru úr leik í úrslitakeppni Bónus-deildar karla í körfubolta eftir átta stiga tap gegn Grindavík í fjórða leik liðanna í átta liða úrslitum í kvöld, 82-74.
Luka Doncic og dramatísk endurkoma hans til Dallas í síðustu viku er á meðal þess sem menn munu ræða um í sérstökum uppgjörsþætti af Lögmálum leiksins í kvöld.
Mikal Bridges spilaði alla 82 leiki í boði í NBA deildinni í körfubolta á þessu tímabili og þessi járnmaður deildarinnar heldur því áfram að missa ekki úr leik.
Íslenska landsliðskonan Danielle Rodriguez og félagar hennar í Fribourg Basket eru komnar alla leið í úrslitaeinvígið um svissneska meistaratitilinn í kvennakörfunni.
Þjálfarinn Finnur Freyr Stefánsson og leikmenn Vals eru á leiðinni í sumarfrí ef þeir vinna ekki gegn Grindavík í Smáranum í kvöld. Finnur segir liðið hafa saknað Kára Jónssonar þegar líða fór á síðustu leiki, þrátt fyrir það hafi leikirnir verið í járnum og liðið þurfi einfaldlega að halda betur einbeitingu þegar mest á reynir.
Valur sendi Þórsara í sumarfrí í Bónus deild kvenna í kvöld þegar þær höfðu betur með fimm stigum 75-70 og um leið 3-1 í seríu.
Valur tók á móti Þór Akureyri í 8-liða úrsltium Bónus-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Eftir mikinn baráttuleik var það lið Vals sem reyndist sterkari í lokin og höfðu betur 75-70 og 3-1 í einvíginu.
Haukar knúðu fram oddaleik með því að hafa betur gegn Grindavík 81-86 í æsispennandi fjórða leik liðanna í átta liða úrslitum Bónus-deildar kvenna í körfubolta í Smáranum í kvöld.
Elvar Már Friðriksson gat fagnað fyrsta sigrinum síðan um miðjan janúar með félagsliði sínu Maroussi, sem vann 90-85 í leik sínum gegn Lavrio í neðri hluta grísku úrvalsdeildarinnar í körfubolta. Elvar endaði stiga- og stoðsendingahæstur í leiknum.