Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkinga, mátti vera ánægður með liðið sitt í kvöld. Þær náðu að knýja fram leik númer fjögur í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinni í körfubolta með því að vinna Hauka í æsispennandi leik 93-95. Körfubolti 7.5.2025 22:18
Krista Gló: Ætluðum að vinna Krista Gló Magnúsdóttir var hetja Njarðvíkinga í kvöld þegar Njarðvíkinga náðu sér í einn leik í það minnsta í viðbót í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Krista negldi niður þrist til að koma Njarðvík í 93-95 sem urðu lokatölu leiksins ásamt því að stela boltanum þegar skammt var eftir. Körfubolti 7.5.2025 21:25
Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Misbrestur er á að leyfi íþróttafélaga til aðhvað selja áfengi á kappleikjum sínum séu í lagi og dæmi eru um að lögregla hafi verið kölluð til vegna átaka. Lögreglan ætlar að efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaviðburðum. Innlent 7.5.2025 19:09
Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfuboltaþjálfarinn Gregg Popovich hætti á dögunum sem þjálfari San Antonio Spurs en hann þjálfaði NBA liðið í 29 tímabil frá 1996 til 2025. Körfubolti 6. maí 2025 22:00
Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Ármann vann í kvöld þriðja leikinn í einvíginu við Hamar um laust sæti í Bónus deild karla í körfubolta á næstu leiktíð. Körfubolti 6. maí 2025 21:09
Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Íslenskum körfuboltamanni hafa borist líflátshótanir og börnum hans verið hótað af fólki sem hefur veðjað á leiki hans. Í úrslitakeppninni bárust honum rætin skilaboð eftir að hafa klikkað á vítum. Innlent 6. maí 2025 20:02
Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni Aaron Gordon hefur heldur betur reynst Denver Nuggets mikilvægur í úrslitakeppninni í NBA. Í nótt skoraði hann sigurkörfu Denver gegn Oklahoma City Thunder. Þetta var önnur sigurkarfa hans í úrslitakeppninni. Körfubolti 6. maí 2025 10:30
„Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Ég er í alvörunni þakklátur fyrir að fá að vera 42 ára og geta átt sæmilegan leik,“ sagði Hlynur Bæringsson, gamli landsliðsfyrirliðinn sem enn lætur til sín taka á körfuboltavellinum og er kominn í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn. Körfubolti 6. maí 2025 10:02
„Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Nikola Jokic var í góðu skapi eftir sigur Denver Nuggets á Los Angeles Clippers í oddaleik um sæti í annarri umferð úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta. Körfubolti 5. maí 2025 23:20
Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Fyrirliði Grindvíkinga átti mjög erfitt eftir tapleikinn á móti Stjörnunni í kvöld í hreinum úrslitaleik um sæti í úrslitaeinvígi Bónus deildar karla í körfubolta. Körfubolti 5. maí 2025 23:11
„Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var ansi ósáttur við dómgæsluna í kvöld þegar hann mætti í viðtal við Andra Más eftir tap gegn Stjörnunni 74-70 í oddaleik. Körfubolti 5. maí 2025 22:46
„Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Hilmar Smári Henningsson var stigahæstur Stjörnumanna í kvöld þegar liðið tryggði sér sæti í úrslitum Bónus-deildar karla í dramatískum oddaleik gegn Grindavík. Körfubolti 5. maí 2025 21:47
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Það var rafmögnuð stemming í Umhyggjuhöllinni í kvöld þegar Stjarnan og Grindavík mættust í oddaleik. Grindvíkingar lentu 2-0 undir í einvíginu en tryggðu sér oddaleikinn með ótrúlegri endurkomu í síðasta leik. Körfubolti 5. maí 2025 18:31
Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Það eru engin vettlingatök í Lögmáli leiksins sem verður á dagskrá Stöðvar 2 Sports 2 í kvöld. Körfubolti 5. maí 2025 16:30
Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Stjarnan og Grindavík mætast í oddaleik í undanúrslitum Bónus deildar karla í körfubolta í kvöld. Eftir spennutrylli í leik fjögur segist Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar, sjaldan á Íslandi hafa þurft að glíma við lið með eins mikil einstaklingsgæði og lið Grindavíkur. Körfubolti 5. maí 2025 12:01
„Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Rósa Björk Pétursdóttir gerir allt til að liðið sitt vinni og það skilaði sér í gær þegar Haukar unnu Njarðvík og komust í 2-0 í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Körfubolti 5. maí 2025 10:30
Sendu Houston enn á ný í háttinn Golden State Warriors slógu Houston Rockets enn á ný út úr úrslitakeppni NBA-deildarinnar í gærkvöld og varð áttunda og síðasta liðið til að komast áfram í 2. umferð. Körfubolti 5. maí 2025 07:31
„Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Benedikt Guðmundsson taldi ekki tímabært að svara því áður en tímabilið klárast hvort Tindastóll sé besta lið sem hann hefur þjálfað, en játaði ást sína á Sigtryggi Arnari Björnssyni. Körfubolti 4. maí 2025 22:30
Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Diamond Battles var ein af mörgum sem setti þung lóð á vogaskálarnar til að tryggja Haukum sigur á Njarðvíkingum í leik nr. 2 í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn endaði 72-90 en varnarleikur gestanna var magnaður í seinni hálfleik. Körfubolti 4. maí 2025 21:24
Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Haukar tóku Njarðvíkinga í kennslustundí seinni hálfleik þegar þær unnu sannfærandi 18 stiga sigur í öðrum leik úrslita Bónus deildar kvenna í Icemar höllinni í kvöld. Leikar enduðu 72-90 en Njarðvík var með forskot í hálfleik. Körfubolti 4. maí 2025 18:30
Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum Eftir tvö töp í röð vann Belfius Mons sigur á Zwolle, 80-83, í BNXT-deildinni í körfubolta. Um er að ræða sameiginlega deild Hollendinga og Belga. Körfubolti 4. maí 2025 14:17
„Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Hörður Axel Vilhjálmsson lék sinn síðasta leik á ferlinum þegar Álftanes tapaði fyrir Tindastóli í gær. Eftir leikinn fóru sérfræðingar Bónus Körfuboltakvölds yfir feril Harðar Axels. Körfubolti 4. maí 2025 10:33
Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Denver Nuggets tryggði sér sæti í undanúrslitum Vesturdeildar NBA með öruggum sigri á Los Angeles Clippers, 120-101, í nótt. Körfubolti 4. maí 2025 09:32
„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Hörður Axel Vilhjálmsson er hættur í körfubolta. Álftanes féll úr leik í úrslitakeppninni gegn Tindastóli í kvöld og Hörður tilkynnti eftir leik að skórnir væru á leið upp á hillu. Körfubolti 3. maí 2025 21:32