Handbolti

Fram á­fram með fullt hús

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Steinunn Björnsdóttir fór á kostum í kvöld.
Steinunn Björnsdóttir fór á kostum í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Fram fór illa með Gróttu í Olís-deild kvenna í handbolta þegar liðin mættust á Seltjarnarnesi í kvöld, fimmtudag. Lokatölur 20-29 og gestirnir fara því með stigin tvö heim í Grafarholtið.

Sigurinn var gríðarlega öruggur en Fram var sex mörkum yfir í hálfleik, staðan þá 8-14. Sóknarleikur heimaliðsins skánaði í síðari hálfleik en það dugði þó ekki til þar sem Fram var alltaf skrefi á undan.

Þegar flautað var til leiksloka var munurinn níu mörk, lokatölur 20-29. Tinna Valgerður Gísladóttir var markahæst með 6 mörk í liði Gróttu á meðan Steinunn Björnsdóttir fór fyrir liði Fram með 9 mörk. Þar á eftir kom Alfa Brá Hagalín með 7 mörk.

Sigur Fram þýðir að liðið er búið að vinna fyrstu þrjá leiki sína á leiktíðinni og heldur þar með í við Íslandsmeistara Vals sem eru einnig með þrjá sigra. Grótta hefur á sama tíma unnið einn leik en nú tapað tveimur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×