Fær ekki að hitta dóttur sína 5. nóvember 2005 06:00 Helgi Steinþór Elíeserson hefur barist í níu ár við að fá að hitta dóttur sína, sem nú er 12 ára. Þótt bæði sýslumaðurinn í Reykjavík og dómsmálaráðuneytið hafi úrskurðað honum umgengnisrétt, hitti hann dóttur sína einungis tvisvar á síðasta ári, og höfðu feðginin þá ekki sést í þrjú ár. "Þetta er ofboðslega sárt. Stundum held ég að ég sé búinn að sætta mig við þetta, en svo kemur sársaukinn bara upp aftur og aftur," segir Helgi, og bætir við að hann sé orðinn langþreyttur á baráttunni fyrir því að geta átt eðlileg samskipti við dóttur sína. Að sögn Helga hefur hann lagalegan rétt til samskipta annan hvern laugardag. Helgi og barnsmóðir hans slitu samvistum þegar telpan var þriggja ára. Sambúðarslitin voru að Helga sögn erfið og lenti hann í óreglu næsta árið, en fór svo í meðferð á fjögurra ára afmælisdegi dóttur sinnar. Hann segist hafa staðið sig síðan og að hann hafi haft forsjá með öðrum börnum sínum án vandkvæða. Frá upphafi gerðu foreldrarnir samning um að móðirin héldi telpunni, en Helgi hefði umgengnisrétt. Dómar hafa fallið í málinu, og Helga jafnan verið veittur umgengnisréttur við dóttur sína. Í forræðisdeilu voru bæði dæmd jafnhæf en dómurinn úrskurðaði að ylli barninu minni röskun ef hún yrði áfram hjá móður sinni. Fram að tólf ára aldri barnsins, gat Helgi farið fram á dagssektir, þar sem móðirin yrði sektuð í hvert sinn sem hann fengi ekki barnið, en Helgi segist ekki hafa haft áhuga á því. "Það er ekki hagur minn að láta sekta hana, því það sem ég er að sækjast eftir er umgengni við barnið." Einnig stendur Helga til boða að sækja telpuna með fulltrúa sýslumanns. "En ég myndi aldrei fara með lögregluna á heimilið og ná í barnið mitt," segir Helgi. Barnsmóðir Helga vildi ekki tjá sig um málið. Innlent Lífið Menning Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Sjá meira
Helgi Steinþór Elíeserson hefur barist í níu ár við að fá að hitta dóttur sína, sem nú er 12 ára. Þótt bæði sýslumaðurinn í Reykjavík og dómsmálaráðuneytið hafi úrskurðað honum umgengnisrétt, hitti hann dóttur sína einungis tvisvar á síðasta ári, og höfðu feðginin þá ekki sést í þrjú ár. "Þetta er ofboðslega sárt. Stundum held ég að ég sé búinn að sætta mig við þetta, en svo kemur sársaukinn bara upp aftur og aftur," segir Helgi, og bætir við að hann sé orðinn langþreyttur á baráttunni fyrir því að geta átt eðlileg samskipti við dóttur sína. Að sögn Helga hefur hann lagalegan rétt til samskipta annan hvern laugardag. Helgi og barnsmóðir hans slitu samvistum þegar telpan var þriggja ára. Sambúðarslitin voru að Helga sögn erfið og lenti hann í óreglu næsta árið, en fór svo í meðferð á fjögurra ára afmælisdegi dóttur sinnar. Hann segist hafa staðið sig síðan og að hann hafi haft forsjá með öðrum börnum sínum án vandkvæða. Frá upphafi gerðu foreldrarnir samning um að móðirin héldi telpunni, en Helgi hefði umgengnisrétt. Dómar hafa fallið í málinu, og Helga jafnan verið veittur umgengnisréttur við dóttur sína. Í forræðisdeilu voru bæði dæmd jafnhæf en dómurinn úrskurðaði að ylli barninu minni röskun ef hún yrði áfram hjá móður sinni. Fram að tólf ára aldri barnsins, gat Helgi farið fram á dagssektir, þar sem móðirin yrði sektuð í hvert sinn sem hann fengi ekki barnið, en Helgi segist ekki hafa haft áhuga á því. "Það er ekki hagur minn að láta sekta hana, því það sem ég er að sækjast eftir er umgengni við barnið." Einnig stendur Helga til boða að sækja telpuna með fulltrúa sýslumanns. "En ég myndi aldrei fara með lögregluna á heimilið og ná í barnið mitt," segir Helgi. Barnsmóðir Helga vildi ekki tjá sig um málið.
Innlent Lífið Menning Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Sjá meira