Hvorki reiður né þakklátur Guðjóni Þórðarsyni 24. nóvember 2005 08:30 Guðni greinir frá frægum samskiptum sínum við Guðjón Þórðarson í bókinni en hann er ekki ánægður með framkomu Guðjóns í sinn garð. fréttablaðið/valli Það er fáir íslenskir knattspyrnumenn sem státa af eins glæsilegum knattspyrnuferli og Guðni Bergsson. Fjölmiðlamaðurinn Þorsteinn J. Vilhjálmsson hefur skráð sögu Guðna sem er ekki ævisaga heldur fótboltasaga, Í bókinni er ferill Guðna rakinn ítarlega frá uppeldinu hjá Val til tímans hjá Tottenham og Bolton. Saga Guðna með landsliðinu er ekki undanskilin en sú saga var ekki eins glæst og hún hefði getað verið. Ástæðan var ágreiningur við Guðjón Þórðarson, þáverandi landsliðsþjálfara, sem leiddi til þess að Guðni heyrði ekki frá knattspyrnuforystunni á Íslandi í fimm ár. Margar sögur hafa verið á kreiki um ástæður þess að kastaðist í kekki á milli Guðna og Guðjóns. Guðni segir frá sinni hlið mála í bókinni. Sagan um samskipti Guðna og Guðjóns er athyglisverð en Guðni lenti tvisvar í umdeildum málum með landsliðinu. Þeir félagar hittust þrátt fyrir það á kaffihúsi síðar og grófu stríðsöxina. Fór afar vel á með þeim að því er fram kemur í bókinni. "Hann var mjög opinskár og einlægur. Við vorum eiginlega komnir á trúnaðarstigið, eins og sagt er, yfir kaffinu. Það lá við að við féllumst í faðma þegar við skildum. En við létum nægja að takast í hendur og hann sagði: "Við sjáumst eftir nokkrar vikur, Guðni." Gerum það," svaraði ég," segir í bók Guðna. Eftir þennan fund heyrðist hvorki hósti né stuna frá Guðjóni eða KSÍ í heil fimm ár. Það fannst Guðna vera sárt. "Ég hafði tekið frumkvæði að því að ganga frá málinu og taldi okkur vera á sömu línu. Svo þegar annað kemur í ljós þá var eðlilega hundur í manni," sagði Guðni á blaðamannafundi í gær en hann hefur aldrei leitað svara hjá Guðjóni við því af hverju hann hefði kosið að ganga á bak orða sinna og ekki valið hann aftur í landsliðið? "Ég hef hitt hann einu sinni og við áttum stutt spjall en það var ekki alveg eins vinalegt og á kaffihúsinu áður. Hann hefur eflaust sína skýringu. Ég hefði samt viljað heyra hana frá honum sjálfum." Guðni reyndi þrátt fyrir þetta að gera gott úr málunum en það að leika ekki með landsliðinu gaf honum meiri hvíld og hann spilaði fyrir vikið lengur og betur með Bolton. Er Guðni þá reiður eða þakklátur Guðjóni? "Ég er ekki reiður honum. Ég fer ekkert ofan af því að þetta var ekki góð framkoma. Ég var ekki sáttur við hana þá og er ekki enn þann dag í dag. Ég er ekki reiður honum en ég er ekkert sérstaklega þakklátur honum heldur. Hann hefði átt að tala við mig og ég fer ekkert ofan af því," sagði Guðni Bergsson. Íslenski boltinn Fréttir Innlendar Íþróttir Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Sjá meira
Það er fáir íslenskir knattspyrnumenn sem státa af eins glæsilegum knattspyrnuferli og Guðni Bergsson. Fjölmiðlamaðurinn Þorsteinn J. Vilhjálmsson hefur skráð sögu Guðna sem er ekki ævisaga heldur fótboltasaga, Í bókinni er ferill Guðna rakinn ítarlega frá uppeldinu hjá Val til tímans hjá Tottenham og Bolton. Saga Guðna með landsliðinu er ekki undanskilin en sú saga var ekki eins glæst og hún hefði getað verið. Ástæðan var ágreiningur við Guðjón Þórðarson, þáverandi landsliðsþjálfara, sem leiddi til þess að Guðni heyrði ekki frá knattspyrnuforystunni á Íslandi í fimm ár. Margar sögur hafa verið á kreiki um ástæður þess að kastaðist í kekki á milli Guðna og Guðjóns. Guðni segir frá sinni hlið mála í bókinni. Sagan um samskipti Guðna og Guðjóns er athyglisverð en Guðni lenti tvisvar í umdeildum málum með landsliðinu. Þeir félagar hittust þrátt fyrir það á kaffihúsi síðar og grófu stríðsöxina. Fór afar vel á með þeim að því er fram kemur í bókinni. "Hann var mjög opinskár og einlægur. Við vorum eiginlega komnir á trúnaðarstigið, eins og sagt er, yfir kaffinu. Það lá við að við féllumst í faðma þegar við skildum. En við létum nægja að takast í hendur og hann sagði: "Við sjáumst eftir nokkrar vikur, Guðni." Gerum það," svaraði ég," segir í bók Guðna. Eftir þennan fund heyrðist hvorki hósti né stuna frá Guðjóni eða KSÍ í heil fimm ár. Það fannst Guðna vera sárt. "Ég hafði tekið frumkvæði að því að ganga frá málinu og taldi okkur vera á sömu línu. Svo þegar annað kemur í ljós þá var eðlilega hundur í manni," sagði Guðni á blaðamannafundi í gær en hann hefur aldrei leitað svara hjá Guðjóni við því af hverju hann hefði kosið að ganga á bak orða sinna og ekki valið hann aftur í landsliðið? "Ég hef hitt hann einu sinni og við áttum stutt spjall en það var ekki alveg eins vinalegt og á kaffihúsinu áður. Hann hefur eflaust sína skýringu. Ég hefði samt viljað heyra hana frá honum sjálfum." Guðni reyndi þrátt fyrir þetta að gera gott úr málunum en það að leika ekki með landsliðinu gaf honum meiri hvíld og hann spilaði fyrir vikið lengur og betur með Bolton. Er Guðni þá reiður eða þakklátur Guðjóni? "Ég er ekki reiður honum. Ég fer ekkert ofan af því að þetta var ekki góð framkoma. Ég var ekki sáttur við hana þá og er ekki enn þann dag í dag. Ég er ekki reiður honum en ég er ekkert sérstaklega þakklátur honum heldur. Hann hefði átt að tala við mig og ég fer ekkert ofan af því," sagði Guðni Bergsson.
Íslenski boltinn Fréttir Innlendar Íþróttir Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Sjá meira