Síminn sækir 35 milljarða 9. desember 2005 03:30 Á hluthafafundi Símans 20. desember verður samþykkt heimild til stjórnar til að auka hlutafé félagsins um að minnsta kosti 35 milljarða króna að markaðsvirði. Jafnframt verður samþykktum Símans breytt þannig að fyrirtækinu verður heimilt að veita aðra þjónustu en snýr eingöngu að fjarskipta- og upplýsingatækni. Til samanburðar var Síminn seldur á tæpa 67 milljarða í lok síðasta sumars. "Við gefum ekki upp að hvaða verkefnum við vinnum," sagði Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, um hvaða verkefni væru fram undan sem nota ætti milljarðana í. Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, segist hafa heyrt af því að Síminn sé að skoða möguleika á að selja raforku í smásölu. Eftir áramót taka ný lög gildi sem heimila fyrirtækjum, sem hafa leyfi stjórnvalda, að selja raforku beint til fyrirtækja og einstaklinga. Spurður um þetta ítrekaði Brynjólfur að ekki væri gefið upp að hvaða verkefnum væri unnið innan fyrirtækisins. Síminn væri þjónustufyrirtæki sem hygðist vinna á fleiri mörkuðum en þeim sem sneru eingöngu að fjarskiptum, upplýsingatækni og afþreyingu. Erlendur Hjaltason, stjórnarformaður Skipta, sem á tæp 99 prósent hlutafjár Símans, vildi heldur ekki gefa upp áform fyrirtækisins. "Við erum að sækja nýtt hlutafé til að stjórnin hafi rými til athafna," sagði Erlendur. Báðir sögðu ýmis verkefni í skoðun, bæði hérlendis og erlendis. "Við munum setja mark okkar á fyrirtækið í framhaldinu og því má búast við breytingum," sagði Lýður Guðmundsson eftir að hann var kjörinn nýr stjórnarformaður Símans í september. Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir aðstoðarorkumálastjóri segir aðeins Hitaveitu Suðurnesja hafa fengið formlegt leyfi til að selja raforku utan dreifisvæðis síns. Dreifiveitur hafi frest til áramóta til að sækja um formlegt leyfi. Aðrir aðilar séu einnig að skoða slíka möguleika. Hún segist ekki vita hvort Síminn sé einn þeirra. Sömu sögu hefur Helgi Bjarnason, skrifstofustjóri orkumála í iðnaðarráðueytinu, að segja. Þeir sem hyggjast selja raforku í smásölu án þess að framleiða hana sjálfir verða að gera orkukaupasamning við raforkuframleiðendur. Landsvirkjun er með markaðsráðandi stöðu og á raforku aflögu. Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segist ekki vita til þess að búið sé að ganga frá neinum slíkum samningum. Innlent Viðskipti Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Sjá meira
Á hluthafafundi Símans 20. desember verður samþykkt heimild til stjórnar til að auka hlutafé félagsins um að minnsta kosti 35 milljarða króna að markaðsvirði. Jafnframt verður samþykktum Símans breytt þannig að fyrirtækinu verður heimilt að veita aðra þjónustu en snýr eingöngu að fjarskipta- og upplýsingatækni. Til samanburðar var Síminn seldur á tæpa 67 milljarða í lok síðasta sumars. "Við gefum ekki upp að hvaða verkefnum við vinnum," sagði Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, um hvaða verkefni væru fram undan sem nota ætti milljarðana í. Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, segist hafa heyrt af því að Síminn sé að skoða möguleika á að selja raforku í smásölu. Eftir áramót taka ný lög gildi sem heimila fyrirtækjum, sem hafa leyfi stjórnvalda, að selja raforku beint til fyrirtækja og einstaklinga. Spurður um þetta ítrekaði Brynjólfur að ekki væri gefið upp að hvaða verkefnum væri unnið innan fyrirtækisins. Síminn væri þjónustufyrirtæki sem hygðist vinna á fleiri mörkuðum en þeim sem sneru eingöngu að fjarskiptum, upplýsingatækni og afþreyingu. Erlendur Hjaltason, stjórnarformaður Skipta, sem á tæp 99 prósent hlutafjár Símans, vildi heldur ekki gefa upp áform fyrirtækisins. "Við erum að sækja nýtt hlutafé til að stjórnin hafi rými til athafna," sagði Erlendur. Báðir sögðu ýmis verkefni í skoðun, bæði hérlendis og erlendis. "Við munum setja mark okkar á fyrirtækið í framhaldinu og því má búast við breytingum," sagði Lýður Guðmundsson eftir að hann var kjörinn nýr stjórnarformaður Símans í september. Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir aðstoðarorkumálastjóri segir aðeins Hitaveitu Suðurnesja hafa fengið formlegt leyfi til að selja raforku utan dreifisvæðis síns. Dreifiveitur hafi frest til áramóta til að sækja um formlegt leyfi. Aðrir aðilar séu einnig að skoða slíka möguleika. Hún segist ekki vita hvort Síminn sé einn þeirra. Sömu sögu hefur Helgi Bjarnason, skrifstofustjóri orkumála í iðnaðarráðueytinu, að segja. Þeir sem hyggjast selja raforku í smásölu án þess að framleiða hana sjálfir verða að gera orkukaupasamning við raforkuframleiðendur. Landsvirkjun er með markaðsráðandi stöðu og á raforku aflögu. Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segist ekki vita til þess að búið sé að ganga frá neinum slíkum samningum.
Innlent Viðskipti Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Sjá meira