Jafntefli í kaflaskiptum leik 11. desember 2005 07:15 Arnar Jón Agnarsson lék ágætlega fyrir Fylki í gær. Hann skorar hér eitt þriggja marka sinna. Það var mikil spenna í Kópavogi í gær þegar HK tók á móti Fylki í DHL-deild karla í handbolta en leiknum lauk með jafntefli 27-27. Heimamenn byrjuðu leikinn betur en um miðbik fyrri hálfleiks misstu þeir tvo menn af velli og tveimur fleiri náðu Fylkismenn að komast yfir í fyrsta sinn í leiknum. Þegar jafnt varð í liðum á ný tóku HK-ingar síðan forystuna aftur og höfðu yfir 15-13 í hálfleik. Þeir virtust hafa mætt ákveðnari til leiks en náðu ekki að halda sama skriðinu í seinni hálfleik. Fylkismenn unnu upp forskot HK en þegar staðan var 20-18, HK í vil, komu skyndilega fimm mörk í röð frá gestunum sem náðu þriggja marka forskoti. HK jafnaði metin og síðustu mínúturnar skiptust liðin á að skora, þegar mínúta var eftir kom Remigijus Cepulis heimamönnum yfir en Eymar Krüger jafnaði þegar tuttugu sekúndur voru til leiksloka. HK fór í síðustu sókn leiksins en hún rann út í sandinn og úrslitin 27-27. "Ég er alveg langt frá því að vera sáttur við þessi úrslit. Fylkir var ekkert að spila vel en við vorum algjörir klaufar að ná ekki að nýta okkur það og sigra þennan leik, við áttum að klára þetta í fyrri hálfleik. Sóknarleikurinn var hrikalegur og varnarleikurinn var eiginlega ekki til staðar," sagði Arnar Reynisson, markvörður HK, eftir leikinn en hann varði fimmtán skot. Hlynur Morthens í marki Fylkis varði nítján. Heimir Örn Árnason var í aðalhlutverki hjá Fylki að vanda en hann skoraði sex mörk, Remigijus Cepulis skoraði mest fyrir HK eða átta mörk. Eftir þessi úrslit eru Fylkismenn komnir upp í þriðja sæti deildarinnar en hafa reyndar leikið fleiri leiki en liðin á eftir. Barátta HK-inga fyrir því að ná að enda í efri hlutanum heldur áfram en liðið er í níunda sæti en kringum þá er pakkinn mjög þéttur. Íslenski handboltinn Innlendar Íþróttir Olís-deild karla Mest lesið Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Í beinni: ÍA - KR | Blóðug botnbarátta á Skaganum Íslenski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Einu ósigruðu liðin eigast við Enski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Golf Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Í beinni: Atlético Madrid - Real Madrid | Madrídarslagur Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Einu ósigruðu liðin eigast við Í beinni: Chelsea - Brighton | Bláu liðin mætast á Brúnni Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Í beinni: FH - Breiðablik | Lið á ólíku skriði Í beinni: ÍA - KR | Blóðug botnbarátta á Skaganum Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Sjá meira
Það var mikil spenna í Kópavogi í gær þegar HK tók á móti Fylki í DHL-deild karla í handbolta en leiknum lauk með jafntefli 27-27. Heimamenn byrjuðu leikinn betur en um miðbik fyrri hálfleiks misstu þeir tvo menn af velli og tveimur fleiri náðu Fylkismenn að komast yfir í fyrsta sinn í leiknum. Þegar jafnt varð í liðum á ný tóku HK-ingar síðan forystuna aftur og höfðu yfir 15-13 í hálfleik. Þeir virtust hafa mætt ákveðnari til leiks en náðu ekki að halda sama skriðinu í seinni hálfleik. Fylkismenn unnu upp forskot HK en þegar staðan var 20-18, HK í vil, komu skyndilega fimm mörk í röð frá gestunum sem náðu þriggja marka forskoti. HK jafnaði metin og síðustu mínúturnar skiptust liðin á að skora, þegar mínúta var eftir kom Remigijus Cepulis heimamönnum yfir en Eymar Krüger jafnaði þegar tuttugu sekúndur voru til leiksloka. HK fór í síðustu sókn leiksins en hún rann út í sandinn og úrslitin 27-27. "Ég er alveg langt frá því að vera sáttur við þessi úrslit. Fylkir var ekkert að spila vel en við vorum algjörir klaufar að ná ekki að nýta okkur það og sigra þennan leik, við áttum að klára þetta í fyrri hálfleik. Sóknarleikurinn var hrikalegur og varnarleikurinn var eiginlega ekki til staðar," sagði Arnar Reynisson, markvörður HK, eftir leikinn en hann varði fimmtán skot. Hlynur Morthens í marki Fylkis varði nítján. Heimir Örn Árnason var í aðalhlutverki hjá Fylki að vanda en hann skoraði sex mörk, Remigijus Cepulis skoraði mest fyrir HK eða átta mörk. Eftir þessi úrslit eru Fylkismenn komnir upp í þriðja sæti deildarinnar en hafa reyndar leikið fleiri leiki en liðin á eftir. Barátta HK-inga fyrir því að ná að enda í efri hlutanum heldur áfram en liðið er í níunda sæti en kringum þá er pakkinn mjög þéttur.
Íslenski handboltinn Innlendar Íþróttir Olís-deild karla Mest lesið Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Í beinni: ÍA - KR | Blóðug botnbarátta á Skaganum Íslenski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Einu ósigruðu liðin eigast við Enski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Golf Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Í beinni: Atlético Madrid - Real Madrid | Madrídarslagur Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Einu ósigruðu liðin eigast við Í beinni: Chelsea - Brighton | Bláu liðin mætast á Brúnni Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Í beinni: FH - Breiðablik | Lið á ólíku skriði Í beinni: ÍA - KR | Blóðug botnbarátta á Skaganum Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Sjá meira