Sport

Hlakkar til að mæta Svíþjóð

Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englands, er sáttur við riðil Englands á heimsmeistaramótinu sem fram fer á næsta ári. Enska landsliðið er með Svíþjóð, Paragvæ og Trinidad og Tobago í B-riðli.

"Ég veit að þetta er ekki auðveldur riðill en hann hefði getað orðið mun verri. Ég er mjög sáttur. Fyrir dráttinn sagði ég að ég yrði ánægður ef við næðum að forðast það að að lenda í riðli með Ástralíu og Hollandi. Við höfum sigurstranglegasta liðið í riðlinum en allt getur gerst," sagði Eriksson.

Sjálfur er Eriksson frá Svíþjóð og hlakkar honum til að leika gegn þjóð sinni. "England hefur ekki náð að sigra Svíþjóð í 37 ár en með hverjum leiknum styttist í að við náum því. Þeir hafa mjög skipulagt og gott lið. Sóknarlínan er sérstaklega hættuleg með þá Zlatan Ibrahimovic og Henrik Larsson," sagði Eriksson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×