Átta augnslys eftir fikt 2. janúar 2005 00:01 Átta augnslys hafa orðið á börnum vegna flugeldasprenginga síðan 30. desember. María Soffía Gottfreðsdóttir, sérfræðingur í augnlækningum á Landspítala-háskólasjúkrahúsi, segir nokkur tilvik þar sem börn brennast vegna flugelda koma upp á hverju ári. "Í ár eru fjögur af slysunum nokkuð slæm, það síðasta í fyrrinótt þar sem leggja þurfti barn inn. Fjögur af slysunum hafa hins vegar verið minniháttar þar sem börnin eru send heim eftir skoðun. Þetta eru allt drengir undir átján ára, nema einn sem er eldri," segir María en alvarlegustu slysin geta haft hræðilegar afleiðingar. "Sem betur fer missti enginn augað núna en kröftugustu sprengingarnar geta sprengt augað. Þá þurfa sjúklingar að gangast undir flóknar og oft endurteknar aðgerðir og getur farið svo að sjúklingur missi augað. Eitt barn um þessi áramót gekkst undir aðgerð og tvísýnt er með annað auga þess." Að sögn Maríu gerast slysin oft þegar börn eru að taka sundur sprengjur, safna púðri í rör og búat il kröftugari sprengjur. "Margir strákar fikta með flugelda en flugeldar eru alls engin leikföng. Ekki öll slys verða þannig en sú tilraunstarfsemi að búa til nýjar sprengjur er mjög varasöm. Það er afar sjaldgæft að stelpur sé að stunda þetta og slasast þær oftast sem áhorfendur." María segir ekki öll slys verða um sjálf áramótin heldur bæði fyrir og eftir og er verið að taka á móti sjúklingum nær allan janúar mánuð sökum flugeldasprenginga. "Ábyrgð foreldranna er mikil. Foreldrar eiga að passa börnin sín, fylgjast með þeim og brýna fyrir þeim hætturnar sem fylgja flugeldum. Það er mikilvægt að börn séu með hlífðargleraugu og hanska og skjóta bara upp flugeldum með foreldrum sínum. Það á alls ekki að taka flugelda í sundur heldur nota þá á réttan hátt og fara eftir leiðbeiningum. Það er aldrei of varlega farið." Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira
Átta augnslys hafa orðið á börnum vegna flugeldasprenginga síðan 30. desember. María Soffía Gottfreðsdóttir, sérfræðingur í augnlækningum á Landspítala-háskólasjúkrahúsi, segir nokkur tilvik þar sem börn brennast vegna flugelda koma upp á hverju ári. "Í ár eru fjögur af slysunum nokkuð slæm, það síðasta í fyrrinótt þar sem leggja þurfti barn inn. Fjögur af slysunum hafa hins vegar verið minniháttar þar sem börnin eru send heim eftir skoðun. Þetta eru allt drengir undir átján ára, nema einn sem er eldri," segir María en alvarlegustu slysin geta haft hræðilegar afleiðingar. "Sem betur fer missti enginn augað núna en kröftugustu sprengingarnar geta sprengt augað. Þá þurfa sjúklingar að gangast undir flóknar og oft endurteknar aðgerðir og getur farið svo að sjúklingur missi augað. Eitt barn um þessi áramót gekkst undir aðgerð og tvísýnt er með annað auga þess." Að sögn Maríu gerast slysin oft þegar börn eru að taka sundur sprengjur, safna púðri í rör og búat il kröftugari sprengjur. "Margir strákar fikta með flugelda en flugeldar eru alls engin leikföng. Ekki öll slys verða þannig en sú tilraunstarfsemi að búa til nýjar sprengjur er mjög varasöm. Það er afar sjaldgæft að stelpur sé að stunda þetta og slasast þær oftast sem áhorfendur." María segir ekki öll slys verða um sjálf áramótin heldur bæði fyrir og eftir og er verið að taka á móti sjúklingum nær allan janúar mánuð sökum flugeldasprenginga. "Ábyrgð foreldranna er mikil. Foreldrar eiga að passa börnin sín, fylgjast með þeim og brýna fyrir þeim hætturnar sem fylgja flugeldum. Það er mikilvægt að börn séu með hlífðargleraugu og hanska og skjóta bara upp flugeldum með foreldrum sínum. Það á alls ekki að taka flugelda í sundur heldur nota þá á réttan hátt og fara eftir leiðbeiningum. Það er aldrei of varlega farið."
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira