Mjólkurlaust í Bolungarvík 4. janúar 2005 00:01 Rýma þurfti nítján hús í Bolungarvík í gær en fyrir var búið að rýma sjö hús í bænum og hafa alls 92 þurft að yfirgefa heimili sín. Flestir leituðu á náðir vina og ættingja. Gylfi Þór Gíslason, varðstjóri í Bolungarvík, segir að athugað verði í dag hvort fólk fái að fara heim til sín. Eins verður athugað hvort Óshlíðin verði rudd í dag en hún hefur verði lokuð vegna óveðursins og snjóflóðahættu. Olgeir Hávarðarson, meðeigandi verslunar Bjarna Eiríkssonar, segir bæði mjólk og brauð uppurið í bænum, hann fékk síðast mjólk í verslunina á fimmtudaginn fyrir tæpri viku síðan. Fyrst eftir að mjólkin kláraðist á mánudag keypti fólk kaffirjóma, kókómjólk og g-mjólk en í gær kláruðust þær birgðir líka. Olgeir segir lítið eftir nema safa og gos sem ætti þó að duga í nokkra daga. Ari Hólmsteinsson, íbúi við Traðarland 18 í Bolungarvík, þurfti að fara að heiman með fjölskyldu sína vegna snjóflóðahættu á sunnudag. "Auðvitað fer maður um leið og það er einhver hætta, það er mín skoðun. Þó veit ég að einhverjir nágranna minna eru ekki sammála," segir Ari en hann er svo heppinn að systir hans býr í Bolungarvík. Hún er með aukaherbergi sem Ari, eiginkona hans og níu ára sonur þeirra hafa til afnota. Ari hefur ekki komist á vinnustað sinn frá áramótum en hann vinnur hjá Símanum á Ísafirði. "Ég þarf bara netsamband til að geta unnið og er búinn að koma mér upp vinnuaðstöðu á stofuborðinu hjá systur minni," segir Ari. Þegar hann fór að heiman ásamt fjölskyldu sinni tóku þau með sér svolítið af fötum og annað dót sem þau þurfa til daglegra nota. Hann segir veraldlegu munina ekki skipta máli, þá sé hægt að finna aftur eða bæta. SNJÓFLÓÐ HAFA FALLIÐ VÍÐA. Veðurstofu Íslands hefur borist yfir 40 tilkynningar um snjóflóð síðan á nýársdag, flest hver á Vestfjörðum en líka á Norðurlandi. Vitað er að snjóflóð hafa fallið á Patreksfirði, Bíldudal, Bolungarvík, Súgandafjörð, Skutulsfjörð, Ísafjörð, Hnífsdal, Káradal og í Ólafsfirði. Þar að auki hafa íbúðarhús verið rýmd vegna snjóflóðahættu á Patreksfirði, Tálknafirði, í Dýrafirði og Önundarfirði, Bolungarvík, Hnífsdal og Ísafirði. Fréttir Innlent Veður Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Sjá meira
Rýma þurfti nítján hús í Bolungarvík í gær en fyrir var búið að rýma sjö hús í bænum og hafa alls 92 þurft að yfirgefa heimili sín. Flestir leituðu á náðir vina og ættingja. Gylfi Þór Gíslason, varðstjóri í Bolungarvík, segir að athugað verði í dag hvort fólk fái að fara heim til sín. Eins verður athugað hvort Óshlíðin verði rudd í dag en hún hefur verði lokuð vegna óveðursins og snjóflóðahættu. Olgeir Hávarðarson, meðeigandi verslunar Bjarna Eiríkssonar, segir bæði mjólk og brauð uppurið í bænum, hann fékk síðast mjólk í verslunina á fimmtudaginn fyrir tæpri viku síðan. Fyrst eftir að mjólkin kláraðist á mánudag keypti fólk kaffirjóma, kókómjólk og g-mjólk en í gær kláruðust þær birgðir líka. Olgeir segir lítið eftir nema safa og gos sem ætti þó að duga í nokkra daga. Ari Hólmsteinsson, íbúi við Traðarland 18 í Bolungarvík, þurfti að fara að heiman með fjölskyldu sína vegna snjóflóðahættu á sunnudag. "Auðvitað fer maður um leið og það er einhver hætta, það er mín skoðun. Þó veit ég að einhverjir nágranna minna eru ekki sammála," segir Ari en hann er svo heppinn að systir hans býr í Bolungarvík. Hún er með aukaherbergi sem Ari, eiginkona hans og níu ára sonur þeirra hafa til afnota. Ari hefur ekki komist á vinnustað sinn frá áramótum en hann vinnur hjá Símanum á Ísafirði. "Ég þarf bara netsamband til að geta unnið og er búinn að koma mér upp vinnuaðstöðu á stofuborðinu hjá systur minni," segir Ari. Þegar hann fór að heiman ásamt fjölskyldu sinni tóku þau með sér svolítið af fötum og annað dót sem þau þurfa til daglegra nota. Hann segir veraldlegu munina ekki skipta máli, þá sé hægt að finna aftur eða bæta. SNJÓFLÓÐ HAFA FALLIÐ VÍÐA. Veðurstofu Íslands hefur borist yfir 40 tilkynningar um snjóflóð síðan á nýársdag, flest hver á Vestfjörðum en líka á Norðurlandi. Vitað er að snjóflóð hafa fallið á Patreksfirði, Bíldudal, Bolungarvík, Súgandafjörð, Skutulsfjörð, Ísafjörð, Hnífsdal, Káradal og í Ólafsfirði. Þar að auki hafa íbúðarhús verið rýmd vegna snjóflóðahættu á Patreksfirði, Tálknafirði, í Dýrafirði og Önundarfirði, Bolungarvík, Hnífsdal og Ísafirði.
Fréttir Innlent Veður Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Sjá meira