Fylgjast með ferðum til Íslands 12. janúar 2005 00:01 Sérstaklega er leitað í skipum og flugvélum á leið til Íslands, að sögn upplýsingafulltrúa hjá tollinum í Bremerhaven, en tveir Íslendingar sitja í gæsluvarðhaldi í Þýskalandi eftir að sjö kíló af fíkniefnum fundust um borð í Hauki ÍS. Upplýsingafulltrúinn segir Íslendingana ekkert hafa gefið upp í yfirheyrslum sem gæti gert það að verkum að dómurinn yfir þeim yrði þyngri en ella. Málið stórt á þýskan mælikvarða Þrjú og hálft kíló af kókaíni og sama magn af hassi fundust í skipsklefum mannanna þar sem efnunum hafði verið pakkað í ferðatöskur. Hann segir skip og flugvélar á leið til Íslands undir meira eftirlit eftir að stórt mál kom upp í Þýskalandi á síðasta ári. Fimm til sex sinnum hærra verð fæst fyrir fíkniefni á Íslandi en í Þýskalandi. 24 ára karlmaður var handtekinn í Þýskalandi seinni hluta síðasta árs með tíu kíló af hassi í bílaleigubíl sem maðurinn og kærasta hans ferðuðust í. Kærastan fékk að fara heim til Íslands en hann er í gæsluvarðhaldi. Þá sitja Rúnar Ben Maitsland og Þjóðverjinn Clause Friehe af sér fangelsisdóma hér á landi sem þeir fengu fyrir innflutning á tæpum 900 grömmum af amfetamíni og tæpu kílói af kannabis. Mál Maitsland og Friehe tengdist þýskum smyglhring þar sem höfuðpaurinn Shröder var dæmdur til margra ára fangelsis í Þýskalandi. Upplýsingafulltrúi tollsins í Bremerhaven segir aðra skipverja á Hauki ÍS ekki liggja undir grun. Þeir sem voru teknir eru 50 ára og 38 ára gamlir og hefur sá yngri áður komið við sögu lögreglu. Mennirnir eru í gæsluvarðhaldi og hafa engin samskipti við aðra fanga en geta þó fengið heimsóknir undir eftirliti og samkvæmt ákveðnum reglum. Upplýsingafulltrúinn segist ekki geta sagt til um hversu lengi mennirnir verða í haldi en það verði þó þar til dómur gengur í málinu. Hann segir málið vera alvarlegt, einkum vegna magns kókaínsins. Málið sé þó ekki í hópi alvarlegustu málanna þar í landi heldur sé það meðalstórt á þýskan mælikvarða. Hámarksrefsing við brotinu er fimmtán ára fangelsi en upplýsingafulltrúinn segir ólíklegt að mennirnir fái svo þungan dóm. Maður sem var tekinn með eitt og hálft kíló af kókaíni í Þýskanlandi hlaut nýverið sjö ára fangelsi en hann hafði margoft brotið af sér áður. Fíkniefnin verðmætari en aflinn "Ég hef ekkert um málið að segja, mér finnst það bara sorglegt," segir Eiríkur Böðvarsson, eigandi Hauks ÍS, og bætir við að honum finnist óviðeigandi að blanda útgerðinni í málið þó að tveir starfsmenn hennar hafi brotið af sér. Eiríkur segir að ekki hafi fiskast vel að undanförnu. Samkvæmt heimildum blaðsins fór Haukur ÍS með rúm sjötíu tonn af karfa og tíu kíló af þorski til Þýskalands. Verðmæti aflans er talið vera á bilinu ellefu til fjórtán milljónir. Reyndur sjómaður sagði í samtali við blaðið að margir teldu hæpið að sigla til Þýskalands með ekki meiri verðmæti en þetta. Mat þýska tollsins er að söluverðmæti fíkniefnanna, sem tekin voru um borð í Hauki ÍS, sé um fimmtíu milljónir ef þau eru seld á Íslandi. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Sérstaklega er leitað í skipum og flugvélum á leið til Íslands, að sögn upplýsingafulltrúa hjá tollinum í Bremerhaven, en tveir Íslendingar sitja í gæsluvarðhaldi í Þýskalandi eftir að sjö kíló af fíkniefnum fundust um borð í Hauki ÍS. Upplýsingafulltrúinn segir Íslendingana ekkert hafa gefið upp í yfirheyrslum sem gæti gert það að verkum að dómurinn yfir þeim yrði þyngri en ella. Málið stórt á þýskan mælikvarða Þrjú og hálft kíló af kókaíni og sama magn af hassi fundust í skipsklefum mannanna þar sem efnunum hafði verið pakkað í ferðatöskur. Hann segir skip og flugvélar á leið til Íslands undir meira eftirlit eftir að stórt mál kom upp í Þýskalandi á síðasta ári. Fimm til sex sinnum hærra verð fæst fyrir fíkniefni á Íslandi en í Þýskalandi. 24 ára karlmaður var handtekinn í Þýskalandi seinni hluta síðasta árs með tíu kíló af hassi í bílaleigubíl sem maðurinn og kærasta hans ferðuðust í. Kærastan fékk að fara heim til Íslands en hann er í gæsluvarðhaldi. Þá sitja Rúnar Ben Maitsland og Þjóðverjinn Clause Friehe af sér fangelsisdóma hér á landi sem þeir fengu fyrir innflutning á tæpum 900 grömmum af amfetamíni og tæpu kílói af kannabis. Mál Maitsland og Friehe tengdist þýskum smyglhring þar sem höfuðpaurinn Shröder var dæmdur til margra ára fangelsis í Þýskalandi. Upplýsingafulltrúi tollsins í Bremerhaven segir aðra skipverja á Hauki ÍS ekki liggja undir grun. Þeir sem voru teknir eru 50 ára og 38 ára gamlir og hefur sá yngri áður komið við sögu lögreglu. Mennirnir eru í gæsluvarðhaldi og hafa engin samskipti við aðra fanga en geta þó fengið heimsóknir undir eftirliti og samkvæmt ákveðnum reglum. Upplýsingafulltrúinn segist ekki geta sagt til um hversu lengi mennirnir verða í haldi en það verði þó þar til dómur gengur í málinu. Hann segir málið vera alvarlegt, einkum vegna magns kókaínsins. Málið sé þó ekki í hópi alvarlegustu málanna þar í landi heldur sé það meðalstórt á þýskan mælikvarða. Hámarksrefsing við brotinu er fimmtán ára fangelsi en upplýsingafulltrúinn segir ólíklegt að mennirnir fái svo þungan dóm. Maður sem var tekinn með eitt og hálft kíló af kókaíni í Þýskanlandi hlaut nýverið sjö ára fangelsi en hann hafði margoft brotið af sér áður. Fíkniefnin verðmætari en aflinn "Ég hef ekkert um málið að segja, mér finnst það bara sorglegt," segir Eiríkur Böðvarsson, eigandi Hauks ÍS, og bætir við að honum finnist óviðeigandi að blanda útgerðinni í málið þó að tveir starfsmenn hennar hafi brotið af sér. Eiríkur segir að ekki hafi fiskast vel að undanförnu. Samkvæmt heimildum blaðsins fór Haukur ÍS með rúm sjötíu tonn af karfa og tíu kíló af þorski til Þýskalands. Verðmæti aflans er talið vera á bilinu ellefu til fjórtán milljónir. Reyndur sjómaður sagði í samtali við blaðið að margir teldu hæpið að sigla til Þýskalands með ekki meiri verðmæti en þetta. Mat þýska tollsins er að söluverðmæti fíkniefnanna, sem tekin voru um borð í Hauki ÍS, sé um fimmtíu milljónir ef þau eru seld á Íslandi.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira