Deilt um hagnað af samráði 13. janúar 2005 00:01 Við málflutning fyrir áfrýjunarnefnd samkeppnismála á mánudag var hart deilt á skýrslu þeirra Tryggva Þórs Herbertssonar, forstöðumanns Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, og Jóns Þórs Sturlusonar, sérfræðings á stofnuninni, sem þeir gerðu fyrir olíufélögin og var lögð fram til varnar olíufélögunum í haust. Tvímenningarnir fullyrtu í skýrslunni að mat Samkeppnisstofnunar á hagnaði olíufélaganna af samráði væri órökstutt og líkur væru á að hagnaðurinn ætti sér aðrar og eðlilegar skýringar. Samkeppnisráð taldi fjárhagslegan ávinning olíufélaganna af samráðinu hafa verið um 6,5 milljarða króna. Samkeppnisstofnun gagnrýndi fræðileg vinnubrögð Tryggva Þórs og Jóns og töldu skýrsluna hafa verið unna að beiðni olíufélaganna og að yfirbragð hennar væri líkara málflutningi fyrir hönd félaganna en úttekt óháðra sérfræðinga. Stofnunin taldi gagnrýnina byggjast að mestu á almennum forsendum í hagfræði en að takmörkuðu leyti á þeim aðferðum sem erlend samkeppnisyfirvöld hafa beitt við mat á ávinningi við sambærilegar aðstæður. Tryggvi og Jón sögðu þá að ásakanirnar væru alvarlegar og bentu á að Samkeppnisstofnun hefði getað leitað eftir mati frá utanaðkomandi fræðimönnum frekar en að ráðast með aðdróttunum að heiðri þeirra. Þetta fræðilega mat liggur nú fyrir og við málflutninginn á mánudag lagði Samkeppnisstofnun fram greinargerð óháðra fræðimanna þar sem niðurstaða tvímenninganna frá Hagfræðistofnun var gagnrýnd harkalega. Gylfi Magnússon, deildarforseti viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands, segir að starfsmenn Hagfræðistofnunar megi taka að sér verk fyrir utan vinnu. Þetta leiði hins vegar til þess að erfitt sé að greina á milli skýrslna sem gerðar eru í nafni starfsmanna stofnana annars vegar og þeirra sem stofnunin sjálf gerir hins vegar. Sérstaklega sé erfitt að koma því á framfæri í opinberri umræðu. Hann segir að það sé stjórnar stofnunarinnar sjálfrar að taka ákvörðun um það hvort breytingar á þessu verði gerðar þannig að starfsmönnum hennar verði ekki eins frjálst að vinna sjálfstætt. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Sjá meira
Við málflutning fyrir áfrýjunarnefnd samkeppnismála á mánudag var hart deilt á skýrslu þeirra Tryggva Þórs Herbertssonar, forstöðumanns Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, og Jóns Þórs Sturlusonar, sérfræðings á stofnuninni, sem þeir gerðu fyrir olíufélögin og var lögð fram til varnar olíufélögunum í haust. Tvímenningarnir fullyrtu í skýrslunni að mat Samkeppnisstofnunar á hagnaði olíufélaganna af samráði væri órökstutt og líkur væru á að hagnaðurinn ætti sér aðrar og eðlilegar skýringar. Samkeppnisráð taldi fjárhagslegan ávinning olíufélaganna af samráðinu hafa verið um 6,5 milljarða króna. Samkeppnisstofnun gagnrýndi fræðileg vinnubrögð Tryggva Þórs og Jóns og töldu skýrsluna hafa verið unna að beiðni olíufélaganna og að yfirbragð hennar væri líkara málflutningi fyrir hönd félaganna en úttekt óháðra sérfræðinga. Stofnunin taldi gagnrýnina byggjast að mestu á almennum forsendum í hagfræði en að takmörkuðu leyti á þeim aðferðum sem erlend samkeppnisyfirvöld hafa beitt við mat á ávinningi við sambærilegar aðstæður. Tryggvi og Jón sögðu þá að ásakanirnar væru alvarlegar og bentu á að Samkeppnisstofnun hefði getað leitað eftir mati frá utanaðkomandi fræðimönnum frekar en að ráðast með aðdróttunum að heiðri þeirra. Þetta fræðilega mat liggur nú fyrir og við málflutninginn á mánudag lagði Samkeppnisstofnun fram greinargerð óháðra fræðimanna þar sem niðurstaða tvímenninganna frá Hagfræðistofnun var gagnrýnd harkalega. Gylfi Magnússon, deildarforseti viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands, segir að starfsmenn Hagfræðistofnunar megi taka að sér verk fyrir utan vinnu. Þetta leiði hins vegar til þess að erfitt sé að greina á milli skýrslna sem gerðar eru í nafni starfsmanna stofnana annars vegar og þeirra sem stofnunin sjálf gerir hins vegar. Sérstaklega sé erfitt að koma því á framfæri í opinberri umræðu. Hann segir að það sé stjórnar stofnunarinnar sjálfrar að taka ákvörðun um það hvort breytingar á þessu verði gerðar þannig að starfsmönnum hennar verði ekki eins frjálst að vinna sjálfstætt.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Sjá meira