Úr gæslu fyrir mistök 13. janúar 2005 00:01 Maður sem er þekktur af líkamsmeiðingum og hótunum gengur nú laus vegna mistaka lögreglu. Í janúar í fyrra var manninum gert að sæta nálgunarbanni og honum bannað að koma í námunda við heimili fólks sem hann hafði sýnt ógnandi tilburði. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald til klukkan tólf þann 3. janúar vegna brota á nálgunarbanninu. Embætti lögreglunnar í Reykjavík fór fram á það að morgni þess dags að gæsluvarðhaldið yrði framlengt og var lögreglunni á Selfossi falið að sækja manninn á Litla-Hraun og færa hann fyrir héraðsdóm í Reykjavík. Hún tafðist hins vegar vegna færðar og fangaverðir á Litla-Hrauni höfðu ekki aðra úrkosti en að láta manninn lausan á hádegi þrátt fyrir að lögreglan væri ekki komin á staðinn. Skömmu síðar handtók lögreglan manninn þar sem hann var á gangi skammt frá Litla-Hrauni og færði hann fyrir héraðsdóm um klukkan hálf tvö þar sem hann var úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Maðurinn kærði þessa niðurstöðu til Hæstaréttar sem komst að þeirri niðurstöðu að krafa um áframhaldandi gæsluvarðhald hafi verið kynnt manninum eftir að eldri gæsluvarðhaldsúrskurður var útrunninn. Því var málinu vísað frá dómi og maðurinn látinn laus. Egill Stephensen, saksóknari hjá lögreglustjóranum í Reykjavík, segir að áhersla verði lögð á að flýta málinu eins og mögulegt sé þar sem maðurinn gangi laus þangað til að dómur gengur í málinu. Egill vonast til þess að það verði tekið fyrir í héraðsdómi í dag. Hann telur þetta mál sýna vel fram á hversu óheppilegt það sé að hafa gæsluvarðhaldsfangelsi austur á Litla-Hrauni. Ljóst er að maðurinn sem gengur nú laus er hættulegur og lögreglan taldi að það væri eindreginn ásetningur mannsins að skaða ákveðinn mann og jafnvel myrða hann. Til vitnis um geðveilu mannsins eru tvö bréf sem hann sendi lögreglunni þar sem koma fram bollaleggingar um alvarlegan glæp. Í bréfunum segir meðal annars: "í hjarta mínu ber ég svo mikla reiði í garð ákveðins manns, að ég færi létt með að fremja glæp sem ylli því að ég fengi 16 ára fangelsisdóm ... ég hef líf þessa manns í hendi mér." Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Maður sem er þekktur af líkamsmeiðingum og hótunum gengur nú laus vegna mistaka lögreglu. Í janúar í fyrra var manninum gert að sæta nálgunarbanni og honum bannað að koma í námunda við heimili fólks sem hann hafði sýnt ógnandi tilburði. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald til klukkan tólf þann 3. janúar vegna brota á nálgunarbanninu. Embætti lögreglunnar í Reykjavík fór fram á það að morgni þess dags að gæsluvarðhaldið yrði framlengt og var lögreglunni á Selfossi falið að sækja manninn á Litla-Hraun og færa hann fyrir héraðsdóm í Reykjavík. Hún tafðist hins vegar vegna færðar og fangaverðir á Litla-Hrauni höfðu ekki aðra úrkosti en að láta manninn lausan á hádegi þrátt fyrir að lögreglan væri ekki komin á staðinn. Skömmu síðar handtók lögreglan manninn þar sem hann var á gangi skammt frá Litla-Hrauni og færði hann fyrir héraðsdóm um klukkan hálf tvö þar sem hann var úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Maðurinn kærði þessa niðurstöðu til Hæstaréttar sem komst að þeirri niðurstöðu að krafa um áframhaldandi gæsluvarðhald hafi verið kynnt manninum eftir að eldri gæsluvarðhaldsúrskurður var útrunninn. Því var málinu vísað frá dómi og maðurinn látinn laus. Egill Stephensen, saksóknari hjá lögreglustjóranum í Reykjavík, segir að áhersla verði lögð á að flýta málinu eins og mögulegt sé þar sem maðurinn gangi laus þangað til að dómur gengur í málinu. Egill vonast til þess að það verði tekið fyrir í héraðsdómi í dag. Hann telur þetta mál sýna vel fram á hversu óheppilegt það sé að hafa gæsluvarðhaldsfangelsi austur á Litla-Hrauni. Ljóst er að maðurinn sem gengur nú laus er hættulegur og lögreglan taldi að það væri eindreginn ásetningur mannsins að skaða ákveðinn mann og jafnvel myrða hann. Til vitnis um geðveilu mannsins eru tvö bréf sem hann sendi lögreglunni þar sem koma fram bollaleggingar um alvarlegan glæp. Í bréfunum segir meðal annars: "í hjarta mínu ber ég svo mikla reiði í garð ákveðins manns, að ég færi létt með að fremja glæp sem ylli því að ég fengi 16 ára fangelsisdóm ... ég hef líf þessa manns í hendi mér."
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira