Nöfnin fari hugsanlega á Netið 13. janúar 2005 00:01 Samtök lögmanna í Noregi og Danmörku birta á Netinu nöfn þeirra lögmanna sem verða uppvísir að afglöpum í starfi. Slíkt er ekki gert hér á landi en formaður Lögmannafélagsins útilokar ekki að þessu fordæmi verði fylgt. Úrskurðarnefnd lögmanna í Danmörku birti nýlega í fyrsta sinn nafn lögmanns á heimasíðu sinni sem hefur verið fundinn sekur um afglöp í starfi og hlotið sekt fyrir. Í dönskum fjölmiðlum er sagt að þetta sé gert til að almenningur hafi tækifæri til að sneiða hjá slíkum lögmönnum. Norska lögmannafélagið hefur gert þetta um nokkurt skeið, en hvernig ætli málum sé háttað hér á landi? Gestur Jónsson, fomaður úrskurðarnefndar lögmanna, segir að nafnleynd sé meginreglan en heimilt sé að víkja frá henni í sérstökum tilvikum. Hann segir að frá því að úrskurðarnefndin hafi tekið til starfa sumarið 1999 hafi þeirri heimild aldrei verið beitt. Gestur segir erfitt að svara þeirri spurningu hvernig almenningur eigi að geta varast þá lögmenn sem ekki standa sig í stykkinu ef slíkar upplýsingar eru hvergi aðgengilegar. Menn skapi sér orðspor og með þeim hætti velji fólk sér þá sem það getur treyst. Gunnar Jónsson, formaður Lögmannafélags Íslands, segir að þetta hafi ekki verið rætt í stjórn félagsins. Hann segir sjálfur að það truflaði hann ekki þótt nöfn þeirra lögmanna sem gerðust sekir um afglöp í starfi yrðu birt á Netinu. Slíkt auki aðhald með lögmönnum og segir hann öruggt að þessu verði velt upp hér á landi ef þetta festist í sessi á meðal annarra Norðurlandaþjóða enda fylgi íslenskir lögmenn oft góðu fordæmi norrænna starfsbræðra sinna. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Fleiri fréttir Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Sjá meira
Samtök lögmanna í Noregi og Danmörku birta á Netinu nöfn þeirra lögmanna sem verða uppvísir að afglöpum í starfi. Slíkt er ekki gert hér á landi en formaður Lögmannafélagsins útilokar ekki að þessu fordæmi verði fylgt. Úrskurðarnefnd lögmanna í Danmörku birti nýlega í fyrsta sinn nafn lögmanns á heimasíðu sinni sem hefur verið fundinn sekur um afglöp í starfi og hlotið sekt fyrir. Í dönskum fjölmiðlum er sagt að þetta sé gert til að almenningur hafi tækifæri til að sneiða hjá slíkum lögmönnum. Norska lögmannafélagið hefur gert þetta um nokkurt skeið, en hvernig ætli málum sé háttað hér á landi? Gestur Jónsson, fomaður úrskurðarnefndar lögmanna, segir að nafnleynd sé meginreglan en heimilt sé að víkja frá henni í sérstökum tilvikum. Hann segir að frá því að úrskurðarnefndin hafi tekið til starfa sumarið 1999 hafi þeirri heimild aldrei verið beitt. Gestur segir erfitt að svara þeirri spurningu hvernig almenningur eigi að geta varast þá lögmenn sem ekki standa sig í stykkinu ef slíkar upplýsingar eru hvergi aðgengilegar. Menn skapi sér orðspor og með þeim hætti velji fólk sér þá sem það getur treyst. Gunnar Jónsson, formaður Lögmannafélags Íslands, segir að þetta hafi ekki verið rætt í stjórn félagsins. Hann segir sjálfur að það truflaði hann ekki þótt nöfn þeirra lögmanna sem gerðust sekir um afglöp í starfi yrðu birt á Netinu. Slíkt auki aðhald með lögmönnum og segir hann öruggt að þessu verði velt upp hér á landi ef þetta festist í sessi á meðal annarra Norðurlandaþjóða enda fylgi íslenskir lögmenn oft góðu fordæmi norrænna starfsbræðra sinna.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Fleiri fréttir Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Sjá meira