Sverðfiskur í bland við smjörfisk 14. janúar 2005 00:01 "Það hefur verið mitt aðal í gegnum árin að bjóða upp á öðruvísi fisk," segir Kristján Berg, eigandi fiskbúðarinnar Varar. "Það er til dæmis gaman að segja frá því að í hitteðfyrra fékk ég tvo sportkafara til að kafa eftir öðuskel í Hvalfirðinum. Þetta kunni fólk vel að meta þannig að við endurtókum leikinn núna, sem þýðir að vonandi get ég boðið upp á öðuskel eitthvað fram á árið. Svo er ég auðvitað að flytja inn mikið af framandi fiski og finn vel hvað fólk er opið fyrir spennandi nýjungum." Kristján mælir sérstaklega með risarækjum, sem hann segir að séu "hrikalega góðar". "Þetta eru engar salatrækjur heldur rækjur til að þræða upp á grillspjót eða pönnusteikja með hvítlauk og engifer. Þetta er líka kjörið á útigrillið, og sniðugt að blanda saman grænmeti, túnfiski og risarækjum. Ef fólk vantar ráð um meðhöndlun fisksins veitum við þau að sjálfsögðu, en Íslendiingar eiga reyndar ótrúlegt úrval af uppskriftabókum. Ég er líka með bækur hér sem fólk getur gluggað í." Af framandi fiskum hjá Kristjáni má nefna sverðfisk sem fæst árið um kring, og smjörfisk, sem er hvítur og safamikill fiskur frá Indónesíu, en Kristján flytur hann inn í gegnum Danmörku. "Svo er ég með hámeri og Nílarkarfa, að ógleymdum búranum sem veiddist hér við land fyrir tíu árum en veiddist upp. Ég kaupi hann á sumrin, flaka hann og frysti svo fólk geti alltaf gengið að honum vísum. Þar að auki er ég með allan hefðbundinn ferskan fisk." Kristján segir að orðrómur um að Íslendingar borði ekki mikinn fisk sé mjög ýktur þó neyslan hafi vissulega breyst. "Ég er alltaf með opið á laugardögum og finn að fólk er farið að líta á fisk sem hátíðarmat sem það kaupir um helgar. Ef fólk er með matarboð vill það líka bjóða upp á eitthvað öðruvísi. Svo erum við hér með fullkomið eldhús og fyrir þá sem vilja erum við með mikið af tilbúnum réttum beint í ofninn eða á pönnuna." Matur Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
"Það hefur verið mitt aðal í gegnum árin að bjóða upp á öðruvísi fisk," segir Kristján Berg, eigandi fiskbúðarinnar Varar. "Það er til dæmis gaman að segja frá því að í hitteðfyrra fékk ég tvo sportkafara til að kafa eftir öðuskel í Hvalfirðinum. Þetta kunni fólk vel að meta þannig að við endurtókum leikinn núna, sem þýðir að vonandi get ég boðið upp á öðuskel eitthvað fram á árið. Svo er ég auðvitað að flytja inn mikið af framandi fiski og finn vel hvað fólk er opið fyrir spennandi nýjungum." Kristján mælir sérstaklega með risarækjum, sem hann segir að séu "hrikalega góðar". "Þetta eru engar salatrækjur heldur rækjur til að þræða upp á grillspjót eða pönnusteikja með hvítlauk og engifer. Þetta er líka kjörið á útigrillið, og sniðugt að blanda saman grænmeti, túnfiski og risarækjum. Ef fólk vantar ráð um meðhöndlun fisksins veitum við þau að sjálfsögðu, en Íslendiingar eiga reyndar ótrúlegt úrval af uppskriftabókum. Ég er líka með bækur hér sem fólk getur gluggað í." Af framandi fiskum hjá Kristjáni má nefna sverðfisk sem fæst árið um kring, og smjörfisk, sem er hvítur og safamikill fiskur frá Indónesíu, en Kristján flytur hann inn í gegnum Danmörku. "Svo er ég með hámeri og Nílarkarfa, að ógleymdum búranum sem veiddist hér við land fyrir tíu árum en veiddist upp. Ég kaupi hann á sumrin, flaka hann og frysti svo fólk geti alltaf gengið að honum vísum. Þar að auki er ég með allan hefðbundinn ferskan fisk." Kristján segir að orðrómur um að Íslendingar borði ekki mikinn fisk sé mjög ýktur þó neyslan hafi vissulega breyst. "Ég er alltaf með opið á laugardögum og finn að fólk er farið að líta á fisk sem hátíðarmat sem það kaupir um helgar. Ef fólk er með matarboð vill það líka bjóða upp á eitthvað öðruvísi. Svo erum við hér með fullkomið eldhús og fyrir þá sem vilja erum við með mikið af tilbúnum réttum beint í ofninn eða á pönnuna."
Matur Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira