Tveggja manna ákvörðun segir Guðni 16. janúar 2005 00:01 Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segir ákvörðunina um veru Íslands á lista hinna staðföstu þjóða orka tvímælis. Tveir menn hafi tekið þá ákvörðun. Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður segir að ráðherrann sé með ummælum sínum að treysta stöðu sína fyrir flokksþing Framsóknarflokksins í febrúar. Guðni sagði við Fréttablaðið í dag að ákvörðunin um að Ísland yrði á lista hinna staðföstu þjóða sem styddu innrásina í Írak hefði verið tekin af tveimur mönnum, það er formönnum stjórnarflokkanna. Hann bætti svo um betur í viðtali í Sunnudagsþættinum á Skjá einum í dag og sagðist ekki vita af hverju þeir hafi tekið þessa ákvörðun. „Þeir verða bara að verja sig í því,“ sagði Guðni og bætti við að að sínu mati orkaði hún tvímælis. Hins vegar væri ljóst að Saddam Hussein væri enginn gæðadrengur. Guðni sagðist styðja innrásina í viðtali við Fréttablaðið þann 26. mars 2003. Orðrétt sagði Guðni: „Framsóknarmenn eru eins og allir Íslendingar andvígir stríði og manndrápum. Ég styð þetta stríð á hendur Saddam Hussein en ber harm í brjósti þegar til slíkrar orustu er lagt.“ Þá segir blaðið: „Guðni segist styðja Halldór Ásgrímsson, formann sinn, í þessu máli og hann telur að rétt hafi verið af Íslendingum að skipa sér á bekk með þeim þjóðum sem standa með bandamönnum í stað þess að leita samkomulags innan Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir gegn Írak.“ Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður, sem hefur lýst andstöðu við stuðning Íslands frá upphafi, segir að yfirlýsingar Guðna Ágústssonar nú, skömmu fyrir flokksþing Framsóknarflokksins, beri ekki vott um mikið pólitískt hugrekki. Það sé dapurlegt að hann hafi kosið að þegja í tvö ár en tala nú þegar hann þurfi endurnýjað umboð til starfa. Kristinn kveðst spyrja sig hvernig jafn valdamikill maður og varaformaður flokksins geti leyft sér að þegja allan þennan tíma og beita sér ekki til að fylgja eftir þeim sjónarmiðum sem hann var kosinn sérstaklega til að vera fulltrúi fyrir. Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Sjá meira
Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segir ákvörðunina um veru Íslands á lista hinna staðföstu þjóða orka tvímælis. Tveir menn hafi tekið þá ákvörðun. Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður segir að ráðherrann sé með ummælum sínum að treysta stöðu sína fyrir flokksþing Framsóknarflokksins í febrúar. Guðni sagði við Fréttablaðið í dag að ákvörðunin um að Ísland yrði á lista hinna staðföstu þjóða sem styddu innrásina í Írak hefði verið tekin af tveimur mönnum, það er formönnum stjórnarflokkanna. Hann bætti svo um betur í viðtali í Sunnudagsþættinum á Skjá einum í dag og sagðist ekki vita af hverju þeir hafi tekið þessa ákvörðun. „Þeir verða bara að verja sig í því,“ sagði Guðni og bætti við að að sínu mati orkaði hún tvímælis. Hins vegar væri ljóst að Saddam Hussein væri enginn gæðadrengur. Guðni sagðist styðja innrásina í viðtali við Fréttablaðið þann 26. mars 2003. Orðrétt sagði Guðni: „Framsóknarmenn eru eins og allir Íslendingar andvígir stríði og manndrápum. Ég styð þetta stríð á hendur Saddam Hussein en ber harm í brjósti þegar til slíkrar orustu er lagt.“ Þá segir blaðið: „Guðni segist styðja Halldór Ásgrímsson, formann sinn, í þessu máli og hann telur að rétt hafi verið af Íslendingum að skipa sér á bekk með þeim þjóðum sem standa með bandamönnum í stað þess að leita samkomulags innan Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir gegn Írak.“ Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður, sem hefur lýst andstöðu við stuðning Íslands frá upphafi, segir að yfirlýsingar Guðna Ágústssonar nú, skömmu fyrir flokksþing Framsóknarflokksins, beri ekki vott um mikið pólitískt hugrekki. Það sé dapurlegt að hann hafi kosið að þegja í tvö ár en tala nú þegar hann þurfi endurnýjað umboð til starfa. Kristinn kveðst spyrja sig hvernig jafn valdamikill maður og varaformaður flokksins geti leyft sér að þegja allan þennan tíma og beita sér ekki til að fylgja eftir þeim sjónarmiðum sem hann var kosinn sérstaklega til að vera fulltrúi fyrir.
Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Sjá meira