
Innlent
Bíldekk skall á rútu
"Það sluppu allir ómeiddir því dekkið lenti sem betur fer bara utan á rútunni en fór ekki inn í bílinn, það hefði getað kostað mannslíf," segir Sveinn Sigurbjarnarson eigandi rútu sem varð fyrir bíldekki sem losnaði af tengivagni sem var að koma úr gagnstæðri átt í Fagradal í Suður-Múlasýslu á laugardag. Um borð í rútunni var knattspyrnulið í Fjarðabyggð sem var á leið til Akureyrar en önnur rúta kom á slysstað og ók þeim áleiðis til Akureyrar. Sveinn segir að það hafi verið hægt að aka rútunni tómri af slysstað en það eigi eftir að meta hversu miklar skemmdirnar séu.