Viðbótarkennsla vegna verkfallsins

Níundi og tíundi bekkur í grunnskólum Kópavogs fá viðbótarkennslu vegna kennaraverkfallsins í haust. Tíundi bekkur fær 60 kennslustundir og níundi bekkur tuttugu. Auk þess geta skólar í Kópavogi sótt um viðbótarkennslustundir til að koma til móts við þá nemendur sem taldir eru þurfa á sérstakri aðstoð að halda vegna verkfallsins.