Stjórnvöld vissu af listanum 20. janúar 2005 00:01 Embættismenn í utanríkisráðuneytinu og forsætisráðuneytinu vissu af "lista hinna 30 staðföstu þjóða" þegar ákvörðunin um stuðning Íslendinga við innrásina í Írak var tekin 18. mars 2003. Framsóknarmenn hafa þó til þessa haldið því fram að með ákvörðuninni hafi ekki verið að samþykkja veru Íslands á listanum. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra staðhæfir á heimasíðu sinni í gær að ekki hafi falist í ákvörðuninni við stuðninginn að Ísland yrði sett á lista hinna staðföstu þjóða. "Spurningin var ekki hvort Ísland vildi vera á einhverjum lista." Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra sagði í Fréttablaðinu í fyrradag: "Þessi 30 þjóða listi er auðvitað tilbúningur eftir á sem var að sjálfsögðu til í Washington. Menn voru ekkert að setja sig á þennan lista." Pétur Gunnarsson, skrifstofustjóri þingflokks Framsóknarflokksins, sagði 14. janúar síðastliðinn í pistli sínum á tímanum.is, málgagni Framsóknarflokksins: "Það var engin pólitísk ákvörðun íslenskra stjórnvalda sem lá að baki því að nafn Íslands var skráð á þann lista [...]. Á því bera íslensk stjórnvöld ekki ábyrgð [...]." Þetta er ekki rétt. Á fundi utanríkismálanefndar 21. mars 2003, þremur dögum eftir að ákvörðunin um stuðning Íslendinga við innrásina var tekin, óskaði Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, skýringa á því hvernig það hafi komið til að Ísland lenti á lista yfir hin "30 staðföstu ríki" og hvernig það hafi farið fram. Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra, sagði það hafa gerst í samtölum milli embættismanna í forsætisráðuneyti og utanríkisráðuneyti 18. mars. Samkvæmt þessu má því ráða að Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson hafi vitað þá þegar 18. mars 2003 að með því að lýsa yfir stuðningi við innrásina í Írak væri nafn Íslands þar með komið á lista hinna staðföstu þjóða. Fréttablaðið hefur óskað eftir viðtali við forsætisráðherra um þetta mál daglega frá því á mánudag. Í gær ítrekaði fréttaritstjóri blaðsins þá beiðni við upplýsingafulltrúa forsætisráðherra. Forsætisráðherra hefur ekki orðið við beiðninni. Fréttir Innlent Írak Stj.mál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Embættismenn í utanríkisráðuneytinu og forsætisráðuneytinu vissu af "lista hinna 30 staðföstu þjóða" þegar ákvörðunin um stuðning Íslendinga við innrásina í Írak var tekin 18. mars 2003. Framsóknarmenn hafa þó til þessa haldið því fram að með ákvörðuninni hafi ekki verið að samþykkja veru Íslands á listanum. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra staðhæfir á heimasíðu sinni í gær að ekki hafi falist í ákvörðuninni við stuðninginn að Ísland yrði sett á lista hinna staðföstu þjóða. "Spurningin var ekki hvort Ísland vildi vera á einhverjum lista." Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra sagði í Fréttablaðinu í fyrradag: "Þessi 30 þjóða listi er auðvitað tilbúningur eftir á sem var að sjálfsögðu til í Washington. Menn voru ekkert að setja sig á þennan lista." Pétur Gunnarsson, skrifstofustjóri þingflokks Framsóknarflokksins, sagði 14. janúar síðastliðinn í pistli sínum á tímanum.is, málgagni Framsóknarflokksins: "Það var engin pólitísk ákvörðun íslenskra stjórnvalda sem lá að baki því að nafn Íslands var skráð á þann lista [...]. Á því bera íslensk stjórnvöld ekki ábyrgð [...]." Þetta er ekki rétt. Á fundi utanríkismálanefndar 21. mars 2003, þremur dögum eftir að ákvörðunin um stuðning Íslendinga við innrásina var tekin, óskaði Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, skýringa á því hvernig það hafi komið til að Ísland lenti á lista yfir hin "30 staðföstu ríki" og hvernig það hafi farið fram. Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra, sagði það hafa gerst í samtölum milli embættismanna í forsætisráðuneyti og utanríkisráðuneyti 18. mars. Samkvæmt þessu má því ráða að Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson hafi vitað þá þegar 18. mars 2003 að með því að lýsa yfir stuðningi við innrásina í Írak væri nafn Íslands þar með komið á lista hinna staðföstu þjóða. Fréttablaðið hefur óskað eftir viðtali við forsætisráðherra um þetta mál daglega frá því á mánudag. Í gær ítrekaði fréttaritstjóri blaðsins þá beiðni við upplýsingafulltrúa forsætisráðherra. Forsætisráðherra hefur ekki orðið við beiðninni.
Fréttir Innlent Írak Stj.mál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira