Karlar hópast í kynhormónameðferð 21. janúar 2005 00:01 Íslenskir karlmenn eru farnir að hópast í hormónameðferð, svo að þeim gangi betur að takast á við það breytingaskeið sem þeir ganga í gegnum á miðjum aldri, að sögn lækna sem Fréttablaðið hefur rætt við. "Þetta læknisfræðilega heilkenni, sem einkennist meðal annars af þreytu, framtaksleysi, jafnvel depurð og þunglyndi og "gráum fiðringi" hefur verið kallað "andropos" eða breytingaskeið karla. ,"sagði Guðjón Haraldsson þvagfæra- og skurðlæknir, einn þeirra lækna sem fæst við karlalækningar. "Þetta kemur einmitt á þeim árum sem miklar breytingar verða á félagslegri stöðu þeirra. Nær fimmtugu líta þeir gjarnan til baka og eru þá búnir að ljúka ákveðnum hluta af sínu æviverki. Þeir hafa kannski verið í föstu sambandi alla sína tíð, börnin eru farin að heiman og þeim finnst kannski að þeirra hlutverk sem fyrirvinnu heimilisins hafi sett niður." Guðjón sagði vitað, að testosteronmagnið í blóði karla minnkaði með nokkuð jöfnum takti frá kynþroskaaldri. Áttræðir karlmenn væru til dæmis með mjög svipað kynhormónamagn eins og strákar fyrir kynþroska. Margir þeirra sem væru með ofannefnd heilkenni og hefðu mælst með lágt magn af mannlegu kynhormón, liði betur eftir að þeim hefði verið gefið karlkynhormón. "Það er orðið þó nokkuð um að karlar fái kynhormóna," sagði Guðjón. "Um er að ræða langtímameðferð, sem fer eftir einkennum í hverju tilviki. Þeir fá þá sprautu á mánaðarfresti. Þá eru til hormónaplástrar. Einnig testosteron gel, sem smurt er á upphandlegg, bak eða læri og það er gert daglega. Svo er að koma fram nýtt lyfjaform, sem er forðahylki, sem gefið er á 3ja mánaða fresti. Bæði minnkuð kyngeta og kynáhugi tengjast minnkuðu magni af mannlegu kynhormóni. Þegar það fer að dala í líkamanum er það almennt viðbragð að menn missa áhuga og þar með fer getan líka. Það hefur verið fullyrt í blaðagreinum að pcb - og önnur umhverfisefni sem sem eru til dæmis afleiðingar af plast- og olíuiðnaði, efni sem brotna mjög hægt niður og geta safnast fyrir í líkamanum, hafi áhrif á hreyfanleika sæðisfruma og valdi ófrjósemi. Það er vitað að þetta hefur áhrif á hreyfanleika sæðisfruma, en ég hef ekki séð þessar fullyrðingar staðfestar með tölum né rannsóknum." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Íslenskir karlmenn eru farnir að hópast í hormónameðferð, svo að þeim gangi betur að takast á við það breytingaskeið sem þeir ganga í gegnum á miðjum aldri, að sögn lækna sem Fréttablaðið hefur rætt við. "Þetta læknisfræðilega heilkenni, sem einkennist meðal annars af þreytu, framtaksleysi, jafnvel depurð og þunglyndi og "gráum fiðringi" hefur verið kallað "andropos" eða breytingaskeið karla. ,"sagði Guðjón Haraldsson þvagfæra- og skurðlæknir, einn þeirra lækna sem fæst við karlalækningar. "Þetta kemur einmitt á þeim árum sem miklar breytingar verða á félagslegri stöðu þeirra. Nær fimmtugu líta þeir gjarnan til baka og eru þá búnir að ljúka ákveðnum hluta af sínu æviverki. Þeir hafa kannski verið í föstu sambandi alla sína tíð, börnin eru farin að heiman og þeim finnst kannski að þeirra hlutverk sem fyrirvinnu heimilisins hafi sett niður." Guðjón sagði vitað, að testosteronmagnið í blóði karla minnkaði með nokkuð jöfnum takti frá kynþroskaaldri. Áttræðir karlmenn væru til dæmis með mjög svipað kynhormónamagn eins og strákar fyrir kynþroska. Margir þeirra sem væru með ofannefnd heilkenni og hefðu mælst með lágt magn af mannlegu kynhormón, liði betur eftir að þeim hefði verið gefið karlkynhormón. "Það er orðið þó nokkuð um að karlar fái kynhormóna," sagði Guðjón. "Um er að ræða langtímameðferð, sem fer eftir einkennum í hverju tilviki. Þeir fá þá sprautu á mánaðarfresti. Þá eru til hormónaplástrar. Einnig testosteron gel, sem smurt er á upphandlegg, bak eða læri og það er gert daglega. Svo er að koma fram nýtt lyfjaform, sem er forðahylki, sem gefið er á 3ja mánaða fresti. Bæði minnkuð kyngeta og kynáhugi tengjast minnkuðu magni af mannlegu kynhormóni. Þegar það fer að dala í líkamanum er það almennt viðbragð að menn missa áhuga og þar með fer getan líka. Það hefur verið fullyrt í blaðagreinum að pcb - og önnur umhverfisefni sem sem eru til dæmis afleiðingar af plast- og olíuiðnaði, efni sem brotna mjög hægt niður og geta safnast fyrir í líkamanum, hafi áhrif á hreyfanleika sæðisfruma og valdi ófrjósemi. Það er vitað að þetta hefur áhrif á hreyfanleika sæðisfruma, en ég hef ekki séð þessar fullyrðingar staðfestar með tölum né rannsóknum."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira