Viðskipti innlent

Hagnaður Straums undir væntingum

MYND/Vísir
Hagnaður fjárfestingarbankans Straums nam um 127 milljónum króna á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Það er langt undir væntingum greiningardeildar Íslandsbanka sem spáð hafði ríflega eitt þúsund milljón króna hagnaði af ársfjórðungnum. Ástæðan er fyrst og fremst sú að gengishagnaður reyndist mun minni en reiknað hafði verið með. Heildareignir Straums í lok árs 2004 voru tæpir níutíu milljarðar króna. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Straumi er árið það besta í sögu fjárfestingarbankans. Til dæmis jókst hagnaðurinn eftir skatta um 68% frá árinu 2003.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×